Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2023 21:01 Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. Átök Ísraela og Hamas-samtakanna héldu áfram í dag en fimm dagar eru síðan Hamas létu sprengjum rigna yfir Ísrael. Við það stigmögnuðust margra ára átök gríðarlega. Sem stendur eru Ísraelsmenn búnir að skrúfa fyrir vatn og rafmagn til Gasasvæðisins þar sem Hamas hafa aðsetur og verður ekki skrúfað frá fyrr en samtökin skila þeim rúmlega hundrað ísraelsku gíslum sem þeir hafa tekið. Eilífðarstuðningur Bandaríkjamanna Palestínumenn óttast að stærsti spítali Gasasvæðisins, þar sem nú er verið að hlúa að um það bil tvö þúsund manns, verði rafmagnslaus á næstu dögum. Rafmagn helst á spítalanum í nokkra daga til viðbótar í gegnum díselrafstöð. Rauði krossinn á svæðinu hefur varað við að þar með verði spítalinn að líkhúsi. Í dag fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna með forsætisráðherra Ísrael og lofaði honum eilífum stuðningi Bandaríkjamanna. Ákvað að verða eftir á Íslandi Yossi Rozantsev, Ísraeli sem býr hér á landi, segir það vera erfitt að fylgjast með átökunum. Þó nokkrir vinir hans eru í hernum og berjast nú. „Ég átti að fara til Ísrael á morgun í brúðkaup vinar míns en því var auðvitað aflýst. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvort ég ætti að fara og leggja mitt af mörkum. Ég gæti farið og gegnt herþjónustu en ég ákvað eftir að hafa talað við fjölskyldu mína og vini að besta framlag mitt gæti verið hérna á Íslandi með því að gera einmitt þetta, tala við Íslendinga, tala við vini mína og vini þeirra og fjölskyldur og útskýra þetta og gefa annað sjónarhorn,“ segir Yossi. Þurfa að standa saman Hann segir fólk þurfa að standa saman. „Sem betur fer dó enginn eða slasaðist í fjölskyldunni minni en það á við um svo marga vini mína. Við megum ekki við því að láta tilfinningarnar ráða núna. Nú þurfum við að standa saman, hjálpast að og vinna að betri framtíð,“ segir Yossi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29 Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11. október 2023 21:13 Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. 11. október 2023 06:45 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Átök Ísraela og Hamas-samtakanna héldu áfram í dag en fimm dagar eru síðan Hamas létu sprengjum rigna yfir Ísrael. Við það stigmögnuðust margra ára átök gríðarlega. Sem stendur eru Ísraelsmenn búnir að skrúfa fyrir vatn og rafmagn til Gasasvæðisins þar sem Hamas hafa aðsetur og verður ekki skrúfað frá fyrr en samtökin skila þeim rúmlega hundrað ísraelsku gíslum sem þeir hafa tekið. Eilífðarstuðningur Bandaríkjamanna Palestínumenn óttast að stærsti spítali Gasasvæðisins, þar sem nú er verið að hlúa að um það bil tvö þúsund manns, verði rafmagnslaus á næstu dögum. Rafmagn helst á spítalanum í nokkra daga til viðbótar í gegnum díselrafstöð. Rauði krossinn á svæðinu hefur varað við að þar með verði spítalinn að líkhúsi. Í dag fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna með forsætisráðherra Ísrael og lofaði honum eilífum stuðningi Bandaríkjamanna. Ákvað að verða eftir á Íslandi Yossi Rozantsev, Ísraeli sem býr hér á landi, segir það vera erfitt að fylgjast með átökunum. Þó nokkrir vinir hans eru í hernum og berjast nú. „Ég átti að fara til Ísrael á morgun í brúðkaup vinar míns en því var auðvitað aflýst. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvort ég ætti að fara og leggja mitt af mörkum. Ég gæti farið og gegnt herþjónustu en ég ákvað eftir að hafa talað við fjölskyldu mína og vini að besta framlag mitt gæti verið hérna á Íslandi með því að gera einmitt þetta, tala við Íslendinga, tala við vini mína og vini þeirra og fjölskyldur og útskýra þetta og gefa annað sjónarhorn,“ segir Yossi. Þurfa að standa saman Hann segir fólk þurfa að standa saman. „Sem betur fer dó enginn eða slasaðist í fjölskyldunni minni en það á við um svo marga vini mína. Við megum ekki við því að láta tilfinningarnar ráða núna. Nú þurfum við að standa saman, hjálpast að og vinna að betri framtíð,“ segir Yossi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29 Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11. október 2023 21:13 Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. 11. október 2023 06:45 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29
Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11. október 2023 21:13
Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. 11. október 2023 06:45