Ákvað að ganga ekki í herinn heldur halda sig á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2023 21:01 Ekkert lát virðist vera á átökum Ísraela og Hamas-liða. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lofað Ísraelum eilífum stuðningi. Ísraeli sem búsettur er hér á landi segir samlanda sína þurfa að standa saman. Átök Ísraela og Hamas-samtakanna héldu áfram í dag en fimm dagar eru síðan Hamas létu sprengjum rigna yfir Ísrael. Við það stigmögnuðust margra ára átök gríðarlega. Sem stendur eru Ísraelsmenn búnir að skrúfa fyrir vatn og rafmagn til Gasasvæðisins þar sem Hamas hafa aðsetur og verður ekki skrúfað frá fyrr en samtökin skila þeim rúmlega hundrað ísraelsku gíslum sem þeir hafa tekið. Eilífðarstuðningur Bandaríkjamanna Palestínumenn óttast að stærsti spítali Gasasvæðisins, þar sem nú er verið að hlúa að um það bil tvö þúsund manns, verði rafmagnslaus á næstu dögum. Rafmagn helst á spítalanum í nokkra daga til viðbótar í gegnum díselrafstöð. Rauði krossinn á svæðinu hefur varað við að þar með verði spítalinn að líkhúsi. Í dag fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna með forsætisráðherra Ísrael og lofaði honum eilífum stuðningi Bandaríkjamanna. Ákvað að verða eftir á Íslandi Yossi Rozantsev, Ísraeli sem býr hér á landi, segir það vera erfitt að fylgjast með átökunum. Þó nokkrir vinir hans eru í hernum og berjast nú. „Ég átti að fara til Ísrael á morgun í brúðkaup vinar míns en því var auðvitað aflýst. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvort ég ætti að fara og leggja mitt af mörkum. Ég gæti farið og gegnt herþjónustu en ég ákvað eftir að hafa talað við fjölskyldu mína og vini að besta framlag mitt gæti verið hérna á Íslandi með því að gera einmitt þetta, tala við Íslendinga, tala við vini mína og vini þeirra og fjölskyldur og útskýra þetta og gefa annað sjónarhorn,“ segir Yossi. Þurfa að standa saman Hann segir fólk þurfa að standa saman. „Sem betur fer dó enginn eða slasaðist í fjölskyldunni minni en það á við um svo marga vini mína. Við megum ekki við því að láta tilfinningarnar ráða núna. Nú þurfum við að standa saman, hjálpast að og vinna að betri framtíð,“ segir Yossi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29 Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11. október 2023 21:13 Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. 11. október 2023 06:45 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Átök Ísraela og Hamas-samtakanna héldu áfram í dag en fimm dagar eru síðan Hamas létu sprengjum rigna yfir Ísrael. Við það stigmögnuðust margra ára átök gríðarlega. Sem stendur eru Ísraelsmenn búnir að skrúfa fyrir vatn og rafmagn til Gasasvæðisins þar sem Hamas hafa aðsetur og verður ekki skrúfað frá fyrr en samtökin skila þeim rúmlega hundrað ísraelsku gíslum sem þeir hafa tekið. Eilífðarstuðningur Bandaríkjamanna Palestínumenn óttast að stærsti spítali Gasasvæðisins, þar sem nú er verið að hlúa að um það bil tvö þúsund manns, verði rafmagnslaus á næstu dögum. Rafmagn helst á spítalanum í nokkra daga til viðbótar í gegnum díselrafstöð. Rauði krossinn á svæðinu hefur varað við að þar með verði spítalinn að líkhúsi. Í dag fundaði utanríkisráðherra Bandaríkjanna með forsætisráðherra Ísrael og lofaði honum eilífum stuðningi Bandaríkjamanna. Ákvað að verða eftir á Íslandi Yossi Rozantsev, Ísraeli sem býr hér á landi, segir það vera erfitt að fylgjast með átökunum. Þó nokkrir vinir hans eru í hernum og berjast nú. „Ég átti að fara til Ísrael á morgun í brúðkaup vinar míns en því var auðvitað aflýst. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvort ég ætti að fara og leggja mitt af mörkum. Ég gæti farið og gegnt herþjónustu en ég ákvað eftir að hafa talað við fjölskyldu mína og vini að besta framlag mitt gæti verið hérna á Íslandi með því að gera einmitt þetta, tala við Íslendinga, tala við vini mína og vini þeirra og fjölskyldur og útskýra þetta og gefa annað sjónarhorn,“ segir Yossi. Þurfa að standa saman Hann segir fólk þurfa að standa saman. „Sem betur fer dó enginn eða slasaðist í fjölskyldunni minni en það á við um svo marga vini mína. Við megum ekki við því að láta tilfinningarnar ráða núna. Nú þurfum við að standa saman, hjálpast að og vinna að betri framtíð,“ segir Yossi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29 Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11. október 2023 21:13 Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. 11. október 2023 06:45 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Dularfulli maðurinn sem skipulagði árásina sagður hafa níu líf Mohammed Deif hefur verið eftirlýstur af Ísraelsríki í þrjá áratugi og virðist oft hafa sloppið með skrekkinn frá ísraelskum stjórnvöldum. 12. október 2023 14:29
Óttast um líf vina sinna Íslensk-palestínskur kennari við Háskóla Íslands óttast um líf vina sinn á Gasasvæðinu. Þjóðstjórn hefur tekið við í Ísrael til að bregðast við neyðarástandinu og virðist allt stefna í að herinn þar í landi ráðist inn á Gasasvæðið. 11. október 2023 21:13
Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. 11. október 2023 06:45
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum