Taylor Swift aftur mætt og kærastinn í stuði í fimmta sigri Chiefs í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 09:01 Taylor Swift fagnar við hlið Brittany Mahomes í stúkunni á leik Kansas City Chiefs og Denver Broncos í nótt. Getty/Jamie Squire NFL-meistarar Kansas City Chiefs héldu sigurgöngu sinni áfram í NFL-deildinni í nótt þegar liðið vann 19-8 sigur á Denver Broncos á Arrowhead. Þetta var fimmti sigur Chiefs í röð og liðið er nú með besta árangurinn í Ameríkudeildinni. Liðið tapaði óvænt fyrsta leik á móti Detroit Lions en hefur unnið alla fimm leiki sína síðan. Chiefs hefur þó oft unnið meira sannfærandi sigra því liðið skoraði aðeins eitt snertimark í leiknum og tólf af nítján stigum komu því eftir að sparkarinn Harrison Butker skoraði vallarmörk. Every one of Travis Kelce's receptions tonight have come against the Broncos defense in zone coverage (8 receptions for 121 yards).Kelce is averaging 5.1 yards of separation on 8 targets against zone coverage so far tonight (0 tight windows).Powered by @awscloud pic.twitter.com/hTpnRCbGXi— Next Gen Stats (@NextGenStats) October 13, 2023 Stórstjarnan Taylor Swift var aftur mætt í stúkuna til að fylgjast með kærasta sínum, Travis Kelce. Kelce skoraði ekki snertimark en átti fínan leik. Hann greip níu bolta og fór með boltann 124 jarda. Kelce meiddist á ökkla í leiknum á undan en þá var engin Swift í stúkunni. Hann náði að harka af sér og spila leikinn í nótt og ekki skemmdi fyrir honum né aðdáendum söngkonunnar að sjá hana skemmta sér. Swift fagnaði vel í heiðursstúkunni við hlið Íslandsvinarins Brittany Mahomes, fyrrum leikmanns Aftureldingar og núverandi eiginkonu leikstjórnandans Patrick Mahomes. Þær hafa orðið mjög góðar vinkonur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Eina snertimark Chiefs skoraði útherjinn Kadarius Toney í öðrum leikhluta en Kansas City var 13-0 yfir í hálfleik og 16-0 yfir eftir þrjá leikhluta. Taylor Swift in the house for TNF #DENvsKC pic.twitter.com/Swf7x9SuGf— NFL (@NFL) October 12, 2023 NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Þetta var fimmti sigur Chiefs í röð og liðið er nú með besta árangurinn í Ameríkudeildinni. Liðið tapaði óvænt fyrsta leik á móti Detroit Lions en hefur unnið alla fimm leiki sína síðan. Chiefs hefur þó oft unnið meira sannfærandi sigra því liðið skoraði aðeins eitt snertimark í leiknum og tólf af nítján stigum komu því eftir að sparkarinn Harrison Butker skoraði vallarmörk. Every one of Travis Kelce's receptions tonight have come against the Broncos defense in zone coverage (8 receptions for 121 yards).Kelce is averaging 5.1 yards of separation on 8 targets against zone coverage so far tonight (0 tight windows).Powered by @awscloud pic.twitter.com/hTpnRCbGXi— Next Gen Stats (@NextGenStats) October 13, 2023 Stórstjarnan Taylor Swift var aftur mætt í stúkuna til að fylgjast með kærasta sínum, Travis Kelce. Kelce skoraði ekki snertimark en átti fínan leik. Hann greip níu bolta og fór með boltann 124 jarda. Kelce meiddist á ökkla í leiknum á undan en þá var engin Swift í stúkunni. Hann náði að harka af sér og spila leikinn í nótt og ekki skemmdi fyrir honum né aðdáendum söngkonunnar að sjá hana skemmta sér. Swift fagnaði vel í heiðursstúkunni við hlið Íslandsvinarins Brittany Mahomes, fyrrum leikmanns Aftureldingar og núverandi eiginkonu leikstjórnandans Patrick Mahomes. Þær hafa orðið mjög góðar vinkonur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. Eina snertimark Chiefs skoraði útherjinn Kadarius Toney í öðrum leikhluta en Kansas City var 13-0 yfir í hálfleik og 16-0 yfir eftir þrjá leikhluta. Taylor Swift in the house for TNF #DENvsKC pic.twitter.com/Swf7x9SuGf— NFL (@NFL) October 12, 2023
NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira