Orkuúlfur snýr úr sauðagæru Tómas Guðbjartsson skrifar 16. október 2023 07:00 HS Orka verður seint talið fyrirtæki sem lætur sér annt um náttúruna, a.m.k. ekki hin síðari ár. Fyrirtækið fór vel af stað á síðustu öld með snyrtilegri jarðhitavirkjun og hitaveitu, en smitaðist síðan af græðgissótt þar sem stóriðju var lofað orku sem fyrirtækið átti í erfiðleikum með að skaffa. Ástæðan fyrir því var einföld, enda búið að ganga alltof hart að jarðhitaauðlindinni undir Reykjanesskaga, og látið eins og hún væri ótæmandi auðlind. En það er jarðhitinn ekki frekar en aðrar auðlindir. Öllum hefði átt að vera ljóst að glasið mun tæmast þegar sífellt fleiri rörum er stungið ofan í það - og bara sogið en engu bætt við! Munum að jarðhitinn er auðlind sem við eigum öll, og hitaveita til heimila og fyrirtækja ætti að vera í algjörum forgangi í stað stóriðju. Náttúruperlur í tætarann HS Orka, með buxurnar niðri, hyggur því á "landvinninga" þar sem náttúruperlum verður hent í tætarann. Þar má nefna Eldvörpin í nágrenni Svartsengis, sem eru meðal fallegustu gígaraða á Reykjanesskaga. Eldvörpin á Reykjanesi eru gullfallegar gíaraðir steinsnar frá Svartsengi. Mynd/Ellert Grétarsson Annað dæmi eru áform HS Orku í Krísuvík, en þar er nú einn helsti viðkomustaður ferðamanna á SV-horninu. Þetta er vanhugsað eins og margar ákvarðandi fyrirtækisins hin síðari ár, og ég get ekki séð hvernig fyrirtækið ætlar að "kæla niður" þann gosóróa sem nú er á þessu eldgosasvæði, og virðist bara færast í aukana. Hvalárvirkjun endurlífguð? Verst eru þó áform HS Orku um að endurlífga Hvalárvirkjun í Árneshreppi, framkvæmd sem ég trúði í einfeldni minni að hefði verið afgreidd sem óhugsandi, enda sérlega óhagkvæm og ósnortin náttúran talin of verðmæt. Með virkjun yrði tugum fossa fórnað fyrir 50 MW og efst á heiðinni myndi blasa við 33 metra hár varnargarður við þröskuld Drangajökuls og friðlandsins á Hornströndum. Þarna eru þrír fossar sem eru á meðal þeirra fallegustu á Íslandi, Rjúkandi, Eyvindarfjarðarfoss, en sérstaklega þó Drynjandi. Sá síðastnefndi er á hæð við Hallgrímskirkju, og á mynd RAX, sem eitt sinn prýddi forsíðu Moggans, sést vel stærð okkar vinanna efst í skaflinum. Fossinn Drynjandi upp af Ófeigsfirði. Með virkjun yrði þessi foss þurrkaður upp og fossniðurinn og drunurnar í gljúfrunum, sem fossinn ber nafn sitt af, myndu hljóðna. Mynd: RAX.Mynd/RAX Níðingsverk gegn náttúru Vestfjarða Það yrði níðingsverk gegn nátturinni að fórna aðeins þessum eina fossi, hvað þá öllum hinum og víðernunum í kring. Tætarinn bíður spenntur, merktur "grænni orku" með límmiða sem kostaður er af orkumálaráðherra sem er gjörsamlega ósýnilegur og duglaus þegar kemur að umhverfisvernd og loftslagsmálum. Sauðagæran horfin Hingað til hefur HS Orka sagt orkuna eiga að fara inn á raforkukerfi Vestfjarða og nýtast Vestfirðingum. Í nýlegu viðtali við Birnu Lárusdóttur, fyrrum talsmann Vesturorku og nú HS Orku í Heimildinni, er nokkuð augljóst að orkan á að fara á SV-hornið til stóriðjuverkefna. Sauðagæran er því horfin og eftir stendur nakinn sannleikurinn, enda stóð aldrei annað til en að færa orkuna beinustu leið á SV-hornið. Allt tal um að orkan sé fyrir Vestfirði stenst ekki lengur og hægt að spyrja sig hversu græn hún er í raun? Enn eina ferðina er verið að plata Vestfirðinga, og ræna þá einstakum náttúruperlum. Fossafriðland á heimsmælikvarða Í stað Hvalárvirkjunar ættu fossarnir á Ströndum að verða kjölfesta í einhverjum stórkostlegasta fossafriðlandi Evrópu, sem myndi tengjast friðlöndum Drangaskarða og Hornstranda. Slíkt myndi efla Vestfirði og veita störf, sem Hvalárvirkjun gerir ekki. Enda virkjunin f.o.fr. hugsuð fyrir stóriðju - sem er óseðjandi af græðgi - og vill sífellt meira - líkt og úlfurinn sísvangi, HS Orka. Höfundur er yfirlæknir, prófessor og umhverfisverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Tómas Guðbjartsson Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
HS Orka verður seint talið fyrirtæki sem lætur sér annt um náttúruna, a.m.k. ekki hin síðari ár. Fyrirtækið fór vel af stað á síðustu öld með snyrtilegri jarðhitavirkjun og hitaveitu, en smitaðist síðan af græðgissótt þar sem stóriðju var lofað orku sem fyrirtækið átti í erfiðleikum með að skaffa. Ástæðan fyrir því var einföld, enda búið að ganga alltof hart að jarðhitaauðlindinni undir Reykjanesskaga, og látið eins og hún væri ótæmandi auðlind. En það er jarðhitinn ekki frekar en aðrar auðlindir. Öllum hefði átt að vera ljóst að glasið mun tæmast þegar sífellt fleiri rörum er stungið ofan í það - og bara sogið en engu bætt við! Munum að jarðhitinn er auðlind sem við eigum öll, og hitaveita til heimila og fyrirtækja ætti að vera í algjörum forgangi í stað stóriðju. Náttúruperlur í tætarann HS Orka, með buxurnar niðri, hyggur því á "landvinninga" þar sem náttúruperlum verður hent í tætarann. Þar má nefna Eldvörpin í nágrenni Svartsengis, sem eru meðal fallegustu gígaraða á Reykjanesskaga. Eldvörpin á Reykjanesi eru gullfallegar gíaraðir steinsnar frá Svartsengi. Mynd/Ellert Grétarsson Annað dæmi eru áform HS Orku í Krísuvík, en þar er nú einn helsti viðkomustaður ferðamanna á SV-horninu. Þetta er vanhugsað eins og margar ákvarðandi fyrirtækisins hin síðari ár, og ég get ekki séð hvernig fyrirtækið ætlar að "kæla niður" þann gosóróa sem nú er á þessu eldgosasvæði, og virðist bara færast í aukana. Hvalárvirkjun endurlífguð? Verst eru þó áform HS Orku um að endurlífga Hvalárvirkjun í Árneshreppi, framkvæmd sem ég trúði í einfeldni minni að hefði verið afgreidd sem óhugsandi, enda sérlega óhagkvæm og ósnortin náttúran talin of verðmæt. Með virkjun yrði tugum fossa fórnað fyrir 50 MW og efst á heiðinni myndi blasa við 33 metra hár varnargarður við þröskuld Drangajökuls og friðlandsins á Hornströndum. Þarna eru þrír fossar sem eru á meðal þeirra fallegustu á Íslandi, Rjúkandi, Eyvindarfjarðarfoss, en sérstaklega þó Drynjandi. Sá síðastnefndi er á hæð við Hallgrímskirkju, og á mynd RAX, sem eitt sinn prýddi forsíðu Moggans, sést vel stærð okkar vinanna efst í skaflinum. Fossinn Drynjandi upp af Ófeigsfirði. Með virkjun yrði þessi foss þurrkaður upp og fossniðurinn og drunurnar í gljúfrunum, sem fossinn ber nafn sitt af, myndu hljóðna. Mynd: RAX.Mynd/RAX Níðingsverk gegn náttúru Vestfjarða Það yrði níðingsverk gegn nátturinni að fórna aðeins þessum eina fossi, hvað þá öllum hinum og víðernunum í kring. Tætarinn bíður spenntur, merktur "grænni orku" með límmiða sem kostaður er af orkumálaráðherra sem er gjörsamlega ósýnilegur og duglaus þegar kemur að umhverfisvernd og loftslagsmálum. Sauðagæran horfin Hingað til hefur HS Orka sagt orkuna eiga að fara inn á raforkukerfi Vestfjarða og nýtast Vestfirðingum. Í nýlegu viðtali við Birnu Lárusdóttur, fyrrum talsmann Vesturorku og nú HS Orku í Heimildinni, er nokkuð augljóst að orkan á að fara á SV-hornið til stóriðjuverkefna. Sauðagæran er því horfin og eftir stendur nakinn sannleikurinn, enda stóð aldrei annað til en að færa orkuna beinustu leið á SV-hornið. Allt tal um að orkan sé fyrir Vestfirði stenst ekki lengur og hægt að spyrja sig hversu græn hún er í raun? Enn eina ferðina er verið að plata Vestfirðinga, og ræna þá einstakum náttúruperlum. Fossafriðland á heimsmælikvarða Í stað Hvalárvirkjunar ættu fossarnir á Ströndum að verða kjölfesta í einhverjum stórkostlegasta fossafriðlandi Evrópu, sem myndi tengjast friðlöndum Drangaskarða og Hornstranda. Slíkt myndi efla Vestfirði og veita störf, sem Hvalárvirkjun gerir ekki. Enda virkjunin f.o.fr. hugsuð fyrir stóriðju - sem er óseðjandi af græðgi - og vill sífellt meira - líkt og úlfurinn sísvangi, HS Orka. Höfundur er yfirlæknir, prófessor og umhverfisverndarsinni
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun