Stakk sex ára dreng til bana og særði móður hans vegna íslamstrúar þeirra Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. október 2023 23:03 Hinn 71 árs Joseph M. Czuba stakk hinn sex ára Wadea Al-Fayoume til bana og særði móður hans alvarlega. Hún hefur ekki enn verið nafngreind. Maður í Illinois sem stakk sex ára dreng til bana og særði móður hans alvarlega vegna íslamstrúar þeirra hefur verið ákærður fyrir morð og hatursglæp. Lögregluembættið í Will-sýslu í Plainfield í Illinois greindi frá því í fréttatilkynningu í gær að lögreglunni hefði borist neyðarkall frá 32 ára gamalli konu sem sagði að leigusali sinn hefði ráðist á hana með hníf. Á vettvangi komu lögreglumenn að hinum 71 árs gamla Joseph M. Czuba, eiganda húsnæðisins, þar sem hann sat á jörðinni fyrir framan innkeyrsluna. Inni í húsinu voru fórnarlömbin tvö, 32 ára gömul kona og sex ára drengur, sem voru bæði með tugi stungusára um allan líkamann, á höndum, fótum og á búknum. Drengurinn, Wadea Al-Fayoume, var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum og liggur móðir hans þungt haldin á sjúkrahúsi. Þó er talið að hún muni lifa árásina af. Réðist á þau af því þau voru múslimar Samkvæmt lögreglu greindi Joseph Czuba ekki frá því hvers vegna hann hefði ráðist á mæðginin. Lögreglumaenn hafi þrátt fyrir það safnað nægilegum upplýsingum með gagnasöfnun og viðtölum til að ákæra Czuba í nokkrum ákæruliðum, þar á meðal fyrir morð og hatursglæpi. „Lögreglumenn á vettvangi komust að þeirri niðurstöðu að hinn grunaði hefði ráðist á bæði fórnarlömbin vegna þess að þau voru múslimar og vegna yfirstandandi átaka milli Hamas og Ísraela í Mið-Austurlöndum,“ sagði í tilkynningu frá embættinu. CAIR (Council on American-Islamic Relations), stærstu mannréttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem sögðust málið sína „verstu martröð“. Þar hefði maður tjáð and-íslömsk og and-palestínsk viðhorf sín með því að brjótast inn í íbúð múslimafjölskyldu til að ráðast á þau með hníf. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Lögregluembættið í Will-sýslu í Plainfield í Illinois greindi frá því í fréttatilkynningu í gær að lögreglunni hefði borist neyðarkall frá 32 ára gamalli konu sem sagði að leigusali sinn hefði ráðist á hana með hníf. Á vettvangi komu lögreglumenn að hinum 71 árs gamla Joseph M. Czuba, eiganda húsnæðisins, þar sem hann sat á jörðinni fyrir framan innkeyrsluna. Inni í húsinu voru fórnarlömbin tvö, 32 ára gömul kona og sex ára drengur, sem voru bæði með tugi stungusára um allan líkamann, á höndum, fótum og á búknum. Drengurinn, Wadea Al-Fayoume, var fluttur á spítala þar sem hann lést af sárum og liggur móðir hans þungt haldin á sjúkrahúsi. Þó er talið að hún muni lifa árásina af. Réðist á þau af því þau voru múslimar Samkvæmt lögreglu greindi Joseph Czuba ekki frá því hvers vegna hann hefði ráðist á mæðginin. Lögreglumaenn hafi þrátt fyrir það safnað nægilegum upplýsingum með gagnasöfnun og viðtölum til að ákæra Czuba í nokkrum ákæruliðum, þar á meðal fyrir morð og hatursglæpi. „Lögreglumenn á vettvangi komust að þeirri niðurstöðu að hinn grunaði hefði ráðist á bæði fórnarlömbin vegna þess að þau voru múslimar og vegna yfirstandandi átaka milli Hamas og Ísraela í Mið-Austurlöndum,“ sagði í tilkynningu frá embættinu. CAIR (Council on American-Islamic Relations), stærstu mannréttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem sögðust málið sína „verstu martröð“. Þar hefði maður tjáð and-íslömsk og and-palestínsk viðhorf sín með því að brjótast inn í íbúð múslimafjölskyldu til að ráðast á þau með hníf.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira