Segir leikmann Keflavíkur eigingjarnan: „Finnst þessi maður vera kominn til að fylla tölfræðiskýrsluna sína“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2023 10:01 Remy Martin hefur ekki heillað Ómar Örn Sævarsson. stöð 2 sport Ómari Erni Sævarssyni, sérfræðingi Subway Körfuboltakvölds, finnst Remy Martin, leikmaður Keflavíkur, vera eigingjarn. Martin skoraði þrettán stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar þegar Keflavík tapaði fyrir Íslandsmeisturum Tindastóls á Sauðárkróki, 105-88, í lokaleik 2. umferðar Subway-deildarinnar á laugardaginn. Martin hitti aðeins úr fimm af sautján skotum sínum í leiknum. Ómari finnst Martin fyrst og síðast hugsa um eigin hag og eigin tölfræði. „Hann fer í sterkari deild en á Íslandi í fyrra en gengur illa. Umboðsmaðurinn selur honum örugglega það að hann geti komið til Íslands og fyllt tölfræðiblaðið sitt og komið sér svo í sterkari deild eftir það,“ sagði Ómar. „Mér finnst hann ekki einu sinni vera að velja neitt sérstaklega góð skot. Mér fannst hann skjóta boltanum bara til að skjóta honum. Mér þótti leiðinlegt að sjá hann í vörninni. Mér fannst Stólarnir geta sigtað hann út og fá opin skot þegar hann var að dekka einhvern. Mér fannst lítið framlag í vörninni hjá honum og las það þannig að hann væri að hvíla sig fyrir sóknina. Stundum þegar hann fann ekki skot og hefði átt að láta boltann flæða hugsaði hann að það væri skárra að ég léti bara vaða. Ég var ekki hrifinn.“ Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Remy Martin Helgi Már Magnússon tók undir orð Ómars um hversu lítið púður Martin leggur í varnarleikinn. „Hann slekkur á sér í vörninni. Hann tekur áhættu, reynir að stela boltanum eða komast inn í sendingu, en eftir það á hann það til að slökkva á sér og fylgjast með,“ sagði Helgi sem er þó ekki sammála því að Martin sé kominn hingað til lands til að ná sér í góða tölfræði. „Ég er pínu ósammála að hann sé kominn hingað til að spila upp á tölfræðina. Ég held hann sé bara svona og muni spila svona. En ég ímynda mér að það geti verið pirrandi að spila með honum. Hann verður að réttlæta þetta, annars verður hann aðeins að aðlaga sig og tóna sig niður. En hversu góður leikmaður er þetta þá þegar þú ert búinn að taka vígtennurnar úr dýrinu.“ Ómar stóð samt fastur á sinni skoðun um Martin. „Ég er fastur á því, mér finnst þessi maður vera kominn hingað til að fylla tölfræðiskýrsluna sína, ekki til að berjast fyrir sitt lið.“ Umræðuna um Remy Martin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Martin skoraði þrettán stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar þegar Keflavík tapaði fyrir Íslandsmeisturum Tindastóls á Sauðárkróki, 105-88, í lokaleik 2. umferðar Subway-deildarinnar á laugardaginn. Martin hitti aðeins úr fimm af sautján skotum sínum í leiknum. Ómari finnst Martin fyrst og síðast hugsa um eigin hag og eigin tölfræði. „Hann fer í sterkari deild en á Íslandi í fyrra en gengur illa. Umboðsmaðurinn selur honum örugglega það að hann geti komið til Íslands og fyllt tölfræðiblaðið sitt og komið sér svo í sterkari deild eftir það,“ sagði Ómar. „Mér finnst hann ekki einu sinni vera að velja neitt sérstaklega góð skot. Mér fannst hann skjóta boltanum bara til að skjóta honum. Mér þótti leiðinlegt að sjá hann í vörninni. Mér fannst Stólarnir geta sigtað hann út og fá opin skot þegar hann var að dekka einhvern. Mér fannst lítið framlag í vörninni hjá honum og las það þannig að hann væri að hvíla sig fyrir sóknina. Stundum þegar hann fann ekki skot og hefði átt að láta boltann flæða hugsaði hann að það væri skárra að ég léti bara vaða. Ég var ekki hrifinn.“ Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Remy Martin Helgi Már Magnússon tók undir orð Ómars um hversu lítið púður Martin leggur í varnarleikinn. „Hann slekkur á sér í vörninni. Hann tekur áhættu, reynir að stela boltanum eða komast inn í sendingu, en eftir það á hann það til að slökkva á sér og fylgjast með,“ sagði Helgi sem er þó ekki sammála því að Martin sé kominn hingað til lands til að ná sér í góða tölfræði. „Ég er pínu ósammála að hann sé kominn hingað til að spila upp á tölfræðina. Ég held hann sé bara svona og muni spila svona. En ég ímynda mér að það geti verið pirrandi að spila með honum. Hann verður að réttlæta þetta, annars verður hann aðeins að aðlaga sig og tóna sig niður. En hversu góður leikmaður er þetta þá þegar þú ert búinn að taka vígtennurnar úr dýrinu.“ Ómar stóð samt fastur á sinni skoðun um Martin. „Ég er fastur á því, mér finnst þessi maður vera kominn hingað til að fylla tölfræðiskýrsluna sína, ekki til að berjast fyrir sitt lið.“ Umræðuna um Remy Martin má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti