Dularfullur maður í læknaslopp með fulla tösku af kannabis Jón Þór Stefánsson skrifar 17. október 2023 09:01 Maðurinn fór með töskuna í leit hjá tollgæslunni, en bað um að fá að fara á snyrtinguna. Hann kom ekki aftur til tolgæslunnar sem uppgötvaði hvað væri í tsökunni. Vísir/Vilhelm Erlendur karlmaður hefur hlotið fimmtán mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness, þar af verða tólf mánuðir skilorðsbundnir, fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Maðurinn kom til landsins frá Baltimore-borg í Bandaríkjunum í maí á þessu ári. Hann lenti á Keflavíkurflugvelli og við komuna til landsins fór hann í farangursþjónustu flugstöðvarinnar og spurðist fyrir um tösku sem vinur hans hefði tapað þar. Fram kemur að maðurinn var klæddur í bleik læknaföt, læknaslopp, og með skilríki utan á sér sem gáfu til kynna að hann ynni á stofnun sem hjálpaði fíklum í bata. Taskan var á vellinum og hafði komið frá Baltimore nokkrum dögum fyrr, en manninum var tilkynnt að áður en hann myndi fá hana afhenta þá þyrfti að skoða innihald hennar af tollgæslu. Fór á salernið og kom ekki aftur Maðurinn samþykkti það og fór í leitarsal tollgæslu þar sem taskan var sett í gegnumlýsingarvél. Á meðan á því stóð bað maðurinn um að fá að fara á snyrtinguna og fékk leyfi til þess. Fram kemur að þá hafi hann farið beint í gegnum tollinn og ekki athugað neitt nánar með töskuna. Skoðun tollgæslunnar leiddi í ljós að í töskunni var enginn venjulegur farangur, heldur loftþéttar svartar umbúðir. Þær voru opnaður, en í frumskýrslu lögreglu segir að þá hafi blossað upp kannabislykt. Í ljós kom að um var að ræða rétt rúm fimmtán kíló af kannabisefnum. Eftir kannabisfundinn fóru tollverðir í komusal vallarins og handtóku manninn sem var undrandi. Taska vinar sem hann hafði ekki hitt í tíu ár Maðurinn gaf ýmsar skýringar í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi. Til að mynda sagði hann að eigandi töskunnar væri maður sem hann hafi þekkt þegar hann hafi verið tíu eða ellefu ára. Þeir hefðu ekki hist í tíu til fimmtán ár þangað til þeir hafi rekist á hvorn annan í verslunarmiðstöð um það bil viku áður en hann hafi farið til Íslands, og hann hafi gefið gamla kunningjanum símanúmerið sitt. Málið varðaði tösku sem hafði komið frá Baltimore nokkrum dögum áður en dularfulli maðurinn í læknasloppnum kom frá sömu borg.Vísir/Vilhelm Þegar maðurinn hafi lent í Keflavík hafi kunninginn hringt í hann og beðið um að athuga með tösku sem hann ætti á flugvellinum. Maðurinn hafi svarað að hann myndi ekki taka neina tösku sem væri ekki sín eigin, en kunninginn einungis beðið hann um að athuga með hana. Í læknagalla því hann færi strax í vinnuna Maðurinn var einnig spurður út í klæðnað sinn. Hann sagðist vera verktaki hjá heilbrigðisfyrirtæki. Hann væri staddur á Íslandi til að ræða við fjölskyldu varðandi mögulega meðferð á einstaklingi. Hann sagðist vera í fötunum því hann myndi fara beint að hitta sjúklinginn á Íslandi. Hann myndi vera í skamma stund hér á landi, og færi aftur til Bandaríkjanna þar sem hann færi beint aftur í vinnuna. Og þá sagðist hann hafa verið beðinn um að fara í ferðina með skömmum fyrirvara og því væri hann hvorki með far af flugvellinum, né gistingu. Með myndir af sér og fíkniefnum Í framburði mannsins og við skoðun á símagögnum hans komu fram ýmsar persónur og leikendur sem vörðuðu töskuna og starfsemi mannsins. Þar má nefna „Coastal Connect“, sem maðurinn sagði frænku sína. Connect og annar einstaklingur sögðu honum til að mynda að forða sér þegar verið var að opna töskuna á flugvellinum. Þá kom fram að þessir tveir aðilar hafi verið að bóka flug til baka fyrir hann til Parísar á meðan á þessu stóð. Í dómnum segir að það bendi til þess að maðurinn hafi verið með óhreint mjöl í pokahorninu. Í síma mannsins fundust margar ljósmyndir af fíkniefnum. Þar með talda myndir af manninum standa með nokkra poka af kannabisefnum. Einnig voru nokkrar myndir af manninum í búningi heilbrigðisstarfsfólks. Könnuðust ekki við hann Við rannsókn málsins hafði lögregla samband við fjölda aðila sem maðurinn nefndi og sagðist tengjast sér. Þar á meðal var heilbrigðisfyrirtæki sem hann sagði að hefði sent sig í verkefnið hingað til lands. Fyrirtækið sagði manninn ekki á sínum vegum. Hann væri hvorki starfsmaður né verktaki hjá þeim. Þar að auki væri fyrirtækið ekki með neina starfsemi á Íslandi. Annar meintur vinnuveitandi mannsins sagðist hafa sagt honum upp fyrir mánuði síðan. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness, sem þótti frásögn mannsins ótrúverðug.Vísir/Vilhelm Frásögn mannsins einkennist af ólíkindablæ Í dómnum var maðurinn sagður ótrúverðugur og var því ekki lagður til grundvallar við úrvinnslu málsins. Hann þætti einkennast af miklum ólíkindablæ. Meðal annars segir að það verði að teljast mjög ólíklegt að kunningi mannsins, sem hann hafði ekki hitt í langan tíma, hefði beðið hann um að sækja tösku fulla af fíkniefnum án þess að hann vissi nokkuð um innihald hennar. Þá væri mjög ólíklegt að maður sem klæddist einkennisklæðnaði í vinnunni sinni myndi ferðast á milli landa í þeim klæðnaði, jafnvel þó þeir færu beint til vinnu. Í dómnum segir að klæðnaðurinn bendi til einhvers óeðlilegs af hans hálfu. Dómurinn taldi þar af leiðandi sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum væri gefin að sök, þó ekki væri sannað að hann væri eigandi efnanna. Líkt og áður segir hlaut maðurinn fimmtán mánaða dóm, þar af voru tólf mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Fréttir af flugi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Maðurinn kom til landsins frá Baltimore-borg í Bandaríkjunum í maí á þessu ári. Hann lenti á Keflavíkurflugvelli og við komuna til landsins fór hann í farangursþjónustu flugstöðvarinnar og spurðist fyrir um tösku sem vinur hans hefði tapað þar. Fram kemur að maðurinn var klæddur í bleik læknaföt, læknaslopp, og með skilríki utan á sér sem gáfu til kynna að hann ynni á stofnun sem hjálpaði fíklum í bata. Taskan var á vellinum og hafði komið frá Baltimore nokkrum dögum fyrr, en manninum var tilkynnt að áður en hann myndi fá hana afhenta þá þyrfti að skoða innihald hennar af tollgæslu. Fór á salernið og kom ekki aftur Maðurinn samþykkti það og fór í leitarsal tollgæslu þar sem taskan var sett í gegnumlýsingarvél. Á meðan á því stóð bað maðurinn um að fá að fara á snyrtinguna og fékk leyfi til þess. Fram kemur að þá hafi hann farið beint í gegnum tollinn og ekki athugað neitt nánar með töskuna. Skoðun tollgæslunnar leiddi í ljós að í töskunni var enginn venjulegur farangur, heldur loftþéttar svartar umbúðir. Þær voru opnaður, en í frumskýrslu lögreglu segir að þá hafi blossað upp kannabislykt. Í ljós kom að um var að ræða rétt rúm fimmtán kíló af kannabisefnum. Eftir kannabisfundinn fóru tollverðir í komusal vallarins og handtóku manninn sem var undrandi. Taska vinar sem hann hafði ekki hitt í tíu ár Maðurinn gaf ýmsar skýringar í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi. Til að mynda sagði hann að eigandi töskunnar væri maður sem hann hafi þekkt þegar hann hafi verið tíu eða ellefu ára. Þeir hefðu ekki hist í tíu til fimmtán ár þangað til þeir hafi rekist á hvorn annan í verslunarmiðstöð um það bil viku áður en hann hafi farið til Íslands, og hann hafi gefið gamla kunningjanum símanúmerið sitt. Málið varðaði tösku sem hafði komið frá Baltimore nokkrum dögum áður en dularfulli maðurinn í læknasloppnum kom frá sömu borg.Vísir/Vilhelm Þegar maðurinn hafi lent í Keflavík hafi kunninginn hringt í hann og beðið um að athuga með tösku sem hann ætti á flugvellinum. Maðurinn hafi svarað að hann myndi ekki taka neina tösku sem væri ekki sín eigin, en kunninginn einungis beðið hann um að athuga með hana. Í læknagalla því hann færi strax í vinnuna Maðurinn var einnig spurður út í klæðnað sinn. Hann sagðist vera verktaki hjá heilbrigðisfyrirtæki. Hann væri staddur á Íslandi til að ræða við fjölskyldu varðandi mögulega meðferð á einstaklingi. Hann sagðist vera í fötunum því hann myndi fara beint að hitta sjúklinginn á Íslandi. Hann myndi vera í skamma stund hér á landi, og færi aftur til Bandaríkjanna þar sem hann færi beint aftur í vinnuna. Og þá sagðist hann hafa verið beðinn um að fara í ferðina með skömmum fyrirvara og því væri hann hvorki með far af flugvellinum, né gistingu. Með myndir af sér og fíkniefnum Í framburði mannsins og við skoðun á símagögnum hans komu fram ýmsar persónur og leikendur sem vörðuðu töskuna og starfsemi mannsins. Þar má nefna „Coastal Connect“, sem maðurinn sagði frænku sína. Connect og annar einstaklingur sögðu honum til að mynda að forða sér þegar verið var að opna töskuna á flugvellinum. Þá kom fram að þessir tveir aðilar hafi verið að bóka flug til baka fyrir hann til Parísar á meðan á þessu stóð. Í dómnum segir að það bendi til þess að maðurinn hafi verið með óhreint mjöl í pokahorninu. Í síma mannsins fundust margar ljósmyndir af fíkniefnum. Þar með talda myndir af manninum standa með nokkra poka af kannabisefnum. Einnig voru nokkrar myndir af manninum í búningi heilbrigðisstarfsfólks. Könnuðust ekki við hann Við rannsókn málsins hafði lögregla samband við fjölda aðila sem maðurinn nefndi og sagðist tengjast sér. Þar á meðal var heilbrigðisfyrirtæki sem hann sagði að hefði sent sig í verkefnið hingað til lands. Fyrirtækið sagði manninn ekki á sínum vegum. Hann væri hvorki starfsmaður né verktaki hjá þeim. Þar að auki væri fyrirtækið ekki með neina starfsemi á Íslandi. Annar meintur vinnuveitandi mannsins sagðist hafa sagt honum upp fyrir mánuði síðan. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness, sem þótti frásögn mannsins ótrúverðug.Vísir/Vilhelm Frásögn mannsins einkennist af ólíkindablæ Í dómnum var maðurinn sagður ótrúverðugur og var því ekki lagður til grundvallar við úrvinnslu málsins. Hann þætti einkennast af miklum ólíkindablæ. Meðal annars segir að það verði að teljast mjög ólíklegt að kunningi mannsins, sem hann hafði ekki hitt í langan tíma, hefði beðið hann um að sækja tösku fulla af fíkniefnum án þess að hann vissi nokkuð um innihald hennar. Þá væri mjög ólíklegt að maður sem klæddist einkennisklæðnaði í vinnunni sinni myndi ferðast á milli landa í þeim klæðnaði, jafnvel þó þeir færu beint til vinnu. Í dómnum segir að klæðnaðurinn bendi til einhvers óeðlilegs af hans hálfu. Dómurinn taldi þar af leiðandi sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum væri gefin að sök, þó ekki væri sannað að hann væri eigandi efnanna. Líkt og áður segir hlaut maðurinn fimmtán mánaða dóm, þar af voru tólf mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Fréttir af flugi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira