Senn líður að jólum Sævar Helgi Lárusson skrifar 17. október 2023 11:31 Nú er haustið að skella á okkur af fullum þunga. Hver lægðin á fætur annarri bregður sér yfir landið og léttir á sér yfir okkur. Svo kólnar, og rigningin breytist í slyddu og snjó. Færð spillist og birtutíminn styttist. Við tekur tímabil fram á vormánuði þar sem veghaldarar landsins keppast við að halda akstursskilyrðum eins góðum og hægt er. Verkefni sem er fullt af áskorunum eins og síðasti vetur bar með sér. Snjóruðningstækin og hálkuvarnardreifarar eru víða komin á stjá. Sveima um vegi landsins og götur bæjanna, okkur hinum til heilla. Fari þau aftur sem fyrst til fjalla í hellinn sinn, en sennilega verður það ekki fyrr en í apríl, mögulega maí. Við því er ekkert að gera, því hér búum við. Ekki skellum við bara í lás. Að minnsta kosti ekki ég. Hér er frábært að vera á veturna eins og sumrin. Við þurfum bara að gæta að aðstæðum áður en við leggjum í hann. Passa upp á að vera rétt skóuð og klædd, það þýðir ekkert að vera í sandölum og ermalausum bol. Bílar og hjól á sumarhjólbörðum eiga ekkert erindi út á götur landsins að vetrarlagi nema þessa örfáu daga, eða dagparta, sem æðri máttarvöld lauma til okkar með óreglulegum hætti. Það er meira segja svo, að sumarhjólbarðar þola illa kulda. Efnið í þeim harðnar í hitastigi undir sjö gráðum og þá minnkar veggripið. Eins er vert að minnast á að eftir því sem hjólbarðar slitna og mynstursdýptin minnkar, þá skerðast eiginleikar þeirra. Lágmarks mynstursdýpt hjólbarða fólksbifreiða er 3 mm á tímabilinu 1. nóvember til 14. apríl. Ég hvet alla sem reka bíl eða hjól til að huga sem fyrst að hjólbörðunum. Svo er það að læra inn á landið og veðrið. Átta sig á hvernig aðstæður verða á því ferðalagi sem við eigum í vændum. Þá er gott að skoða veðurspá og kíkja inn á umferdin.is. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir ferðalanga. Hvernig færðin er og veðrið, hægt er að skoða myndir úr myndavélum Vegagerðarinnar sem staðsettar eru á víð og dreif um allt land. Hvaða vegir eru lokaðir og ýmsar aðrar upplýsingar sem geta verið gagnlegar. Við hjá Vegagerðinni vitum að það eru ekki alltaf hæg heimatökin að vafra um á netinu, þá er bara að taka upp tólið og hringja í þjónustusíma Vegagerðarinnar, 1777. Hann er opinn milli kl. 6:30 og 22:00. Við vöknum snemma hér á bæ, og erum ekki enn farin að láta talgerfla svara í símann fyrir okkur. Já, við getum stundum verið svolítið gamaldags. Varðandi snjóruðningstækin, þá vil ég koma á framfæri við ykkur mikilvægi þess að umgangast þessi tæki af varúð. Gefið þeim pláss til að athafna sig. Dóla bara á eftir þeim á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Muna bar að hafa gott bil. Stjórnun þeirra er bæði flókin og útsýn oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, þá eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar, eða við það að verða slæmar. Svo skulum við muna, að stundum er betra heima setið en af stað farið. Öll él birtir upp um síðir. Góða ferð. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Snjómokstur Umferð Samgöngur Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er haustið að skella á okkur af fullum þunga. Hver lægðin á fætur annarri bregður sér yfir landið og léttir á sér yfir okkur. Svo kólnar, og rigningin breytist í slyddu og snjó. Færð spillist og birtutíminn styttist. Við tekur tímabil fram á vormánuði þar sem veghaldarar landsins keppast við að halda akstursskilyrðum eins góðum og hægt er. Verkefni sem er fullt af áskorunum eins og síðasti vetur bar með sér. Snjóruðningstækin og hálkuvarnardreifarar eru víða komin á stjá. Sveima um vegi landsins og götur bæjanna, okkur hinum til heilla. Fari þau aftur sem fyrst til fjalla í hellinn sinn, en sennilega verður það ekki fyrr en í apríl, mögulega maí. Við því er ekkert að gera, því hér búum við. Ekki skellum við bara í lás. Að minnsta kosti ekki ég. Hér er frábært að vera á veturna eins og sumrin. Við þurfum bara að gæta að aðstæðum áður en við leggjum í hann. Passa upp á að vera rétt skóuð og klædd, það þýðir ekkert að vera í sandölum og ermalausum bol. Bílar og hjól á sumarhjólbörðum eiga ekkert erindi út á götur landsins að vetrarlagi nema þessa örfáu daga, eða dagparta, sem æðri máttarvöld lauma til okkar með óreglulegum hætti. Það er meira segja svo, að sumarhjólbarðar þola illa kulda. Efnið í þeim harðnar í hitastigi undir sjö gráðum og þá minnkar veggripið. Eins er vert að minnast á að eftir því sem hjólbarðar slitna og mynstursdýptin minnkar, þá skerðast eiginleikar þeirra. Lágmarks mynstursdýpt hjólbarða fólksbifreiða er 3 mm á tímabilinu 1. nóvember til 14. apríl. Ég hvet alla sem reka bíl eða hjól til að huga sem fyrst að hjólbörðunum. Svo er það að læra inn á landið og veðrið. Átta sig á hvernig aðstæður verða á því ferðalagi sem við eigum í vændum. Þá er gott að skoða veðurspá og kíkja inn á umferdin.is. Þar er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir ferðalanga. Hvernig færðin er og veðrið, hægt er að skoða myndir úr myndavélum Vegagerðarinnar sem staðsettar eru á víð og dreif um allt land. Hvaða vegir eru lokaðir og ýmsar aðrar upplýsingar sem geta verið gagnlegar. Við hjá Vegagerðinni vitum að það eru ekki alltaf hæg heimatökin að vafra um á netinu, þá er bara að taka upp tólið og hringja í þjónustusíma Vegagerðarinnar, 1777. Hann er opinn milli kl. 6:30 og 22:00. Við vöknum snemma hér á bæ, og erum ekki enn farin að láta talgerfla svara í símann fyrir okkur. Já, við getum stundum verið svolítið gamaldags. Varðandi snjóruðningstækin, þá vil ég koma á framfæri við ykkur mikilvægi þess að umgangast þessi tæki af varúð. Gefið þeim pláss til að athafna sig. Dóla bara á eftir þeim á nýruddum veginum frekar en að reyna áhættusaman framúrakstur. Muna bar að hafa gott bil. Stjórnun þeirra er bæði flókin og útsýn oft takmarkað, bæði vegna stærðar tækjanna og snjókófs sem oft myndast þegar verið er að ryðja vegina. Það vill líka svo til, að þegar þau fara á stjá, þá eru akstursaðstæður yfirleitt slæmar, eða við það að verða slæmar. Svo skulum við muna, að stundum er betra heima setið en af stað farið. Öll él birtir upp um síðir. Góða ferð. Höfundur er öryggisstjóri Vegagerðarinnar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar