Harmar að mannskæðir brunar eigi sér stað reglulega Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. október 2023 18:27 Einn er látinn og tveir eru á batavegi eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði þar sem tugir manna búa. Vísir/Ívar Fannar/Einar Samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra kveðst leggja fram í nóvember verður hægt að veita tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði standist það öryggismat. Þá gefst slökkviliði heimild til aukins eftirlits með slíku húsnæði en hingað til hefur það reynst þeim erfitt vegna laga um friðhelgi einkalífs. Karlmaður lést í dag af sárum sínum í kjölfar brunans sem varð í atvinnuhúsnæði við Funahöfða í Reykjavík í gær. Brunar í ósamþykktu húsnæði hafa færst í aukana síðustu misseri. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra ræddi nýtt frumvarp sem mun gefa slökkviliði aukna heimild til eftirlits með ósamþykktu íbúðarhúsnæði í Reykjavík síðdegis. „Það er náttúrlega hörmulegt að svona atburðir séu farnir að gerast með reglubundnu millibili og hafa svona alvarlegar afleiðingar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hann segir að í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg í júní 2020 hafi þáverandi ráðherra brunavarna sett á lagnirnar samráðshóp sem gaf út skýrslu með þrettán tillögum til þess að fyrirbyggja slík atvik. Sjálfur hafi hann sett af stað annan starfshóp til þess að útvega fjórar tillögur sem kölluðu á eftir breytingum á lögum sem snúa að þessum málum. „Við höfum verið með það á döfinni að koma með frumvarp sem mun birtast núna í nóvember þar sem við erum að taka á ákveðnum þáttum í kringum þetta,“ segir Sigurður. Frumvarpið felur í sér að hægt verði að gefa fólki tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði á grunni þess að búið sé að gera öryggisúttekt á því. Að auki fái slökkvilið heimild til þess að hafa aukið eftirlit með slíku húsnæði. „Þeir hafa því miður lent í því og látið á það reyna fyrir dómstólum en á grundvelli persónuverndar og friðhelgi einkalífsins þá hefur því verið vísað frá,“ segir Sigurður. Færri í ólöglegu húsnæði en áður Hann segir að samkvæmt skýrslu sem var birt í apríl 2022 var talið að tæplega tvö þúsund manns búi í húsnæði sem ekki sé ætlað sem íbúðarhúsnæði. „Sem var talsvert mikið færra heldur en í skýrslum þar á undan, og húsnæðið margt skárra,“ segir Sigurður. „Og það er svolítið á grundvelli þessarar skoðunar og þessara atburða sem menn segja, við núverandi aðstæður, þegar við eigum ekki nógu mikið húsnæði þá gætum við þurft að fara þessa leið, að heimila tímabundna öryggisskráningu og samhliða eftirlit.“ Hann segir að það verði gert án þess að slá af öryggiskröfum. Sigurður segir aukið framboð á íbúðarhúsnæði fyrir tekjulága mikilvægan þátt í að koma í veg fyrir að fleiri setjist að í ólöglegu húsnæði. „Það er þess vegna sem við erum að leggja svona mikla áherslu á að setja meiri fjármuni í stofnframlög fyrir leigumarkaðinn, óhagnaðardrifnu félögin og önnur félög, þannig að fólk hafi ráð á því að búa í leiguhúsnæði,“ segir Sigurður. Þá segir hann mikilvægt að stórefla hlutdeildarlánafyrirkomulagið sem ráðuneytið gerði í sumar og var að hans sögn vel tekið á markaði. „Þetta er auðvitað stærsta verkefnið en það tekur bara tíma,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort slökkvilið hefði heimild til að loka ólögmætu húsnæði samkvæmt frumvarpinu segir hann frekari úrræði í brunalögum sem þurfi að fara yfir í tengslum við frumvarpið, verið sé að horfa heildstætt á málið. „Það er eitt að vera kominn með löggjöfina og síðan annað að hún fari að fúnkera,“ segir Sigurður. Hann kveðst leggja frumvarpið fram á þingi í næsta mánuði. Bruni á Funahöfða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Slökkvilið Tengdar fréttir Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Karlmaður lést í dag af sárum sínum í kjölfar brunans sem varð í atvinnuhúsnæði við Funahöfða í Reykjavík í gær. Brunar í ósamþykktu húsnæði hafa færst í aukana síðustu misseri. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra ræddi nýtt frumvarp sem mun gefa slökkviliði aukna heimild til eftirlits með ósamþykktu íbúðarhúsnæði í Reykjavík síðdegis. „Það er náttúrlega hörmulegt að svona atburðir séu farnir að gerast með reglubundnu millibili og hafa svona alvarlegar afleiðingar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Hann segir að í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg í júní 2020 hafi þáverandi ráðherra brunavarna sett á lagnirnar samráðshóp sem gaf út skýrslu með þrettán tillögum til þess að fyrirbyggja slík atvik. Sjálfur hafi hann sett af stað annan starfshóp til þess að útvega fjórar tillögur sem kölluðu á eftir breytingum á lögum sem snúa að þessum málum. „Við höfum verið með það á döfinni að koma með frumvarp sem mun birtast núna í nóvember þar sem við erum að taka á ákveðnum þáttum í kringum þetta,“ segir Sigurður. Frumvarpið felur í sér að hægt verði að gefa fólki tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði á grunni þess að búið sé að gera öryggisúttekt á því. Að auki fái slökkvilið heimild til þess að hafa aukið eftirlit með slíku húsnæði. „Þeir hafa því miður lent í því og látið á það reyna fyrir dómstólum en á grundvelli persónuverndar og friðhelgi einkalífsins þá hefur því verið vísað frá,“ segir Sigurður. Færri í ólöglegu húsnæði en áður Hann segir að samkvæmt skýrslu sem var birt í apríl 2022 var talið að tæplega tvö þúsund manns búi í húsnæði sem ekki sé ætlað sem íbúðarhúsnæði. „Sem var talsvert mikið færra heldur en í skýrslum þar á undan, og húsnæðið margt skárra,“ segir Sigurður. „Og það er svolítið á grundvelli þessarar skoðunar og þessara atburða sem menn segja, við núverandi aðstæður, þegar við eigum ekki nógu mikið húsnæði þá gætum við þurft að fara þessa leið, að heimila tímabundna öryggisskráningu og samhliða eftirlit.“ Hann segir að það verði gert án þess að slá af öryggiskröfum. Sigurður segir aukið framboð á íbúðarhúsnæði fyrir tekjulága mikilvægan þátt í að koma í veg fyrir að fleiri setjist að í ólöglegu húsnæði. „Það er þess vegna sem við erum að leggja svona mikla áherslu á að setja meiri fjármuni í stofnframlög fyrir leigumarkaðinn, óhagnaðardrifnu félögin og önnur félög, þannig að fólk hafi ráð á því að búa í leiguhúsnæði,“ segir Sigurður. Þá segir hann mikilvægt að stórefla hlutdeildarlánafyrirkomulagið sem ráðuneytið gerði í sumar og var að hans sögn vel tekið á markaði. „Þetta er auðvitað stærsta verkefnið en það tekur bara tíma,“ segir Sigurður. Aðspurður hvort slökkvilið hefði heimild til að loka ólögmætu húsnæði samkvæmt frumvarpinu segir hann frekari úrræði í brunalögum sem þurfi að fara yfir í tengslum við frumvarpið, verið sé að horfa heildstætt á málið. „Það er eitt að vera kominn með löggjöfina og síðan annað að hún fari að fúnkera,“ segir Sigurður. Hann kveðst leggja frumvarpið fram á þingi í næsta mánuði.
Bruni á Funahöfða Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Slökkvilið Tengdar fréttir Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03