Hvernig gervigreind gæti eyðilagt íslenska skóla Ragnar Þór Pétursson skrifar 18. október 2023 09:30 Það er algerlega ljóst að gervigreind mun hafa veruleg áhrif í skólum. Skárra væri það nú. Tækni, sem líkir nægilega vel eftir greind til að vera kennd við hana, hlýtur að vera viðfangsefni skóla með einhverjum hætti. Það mætti jafnvel halda því fram að í henni búi tækifæri til að leysa mörg af aðkallandi vandamálum skólakerfa heimsins í dag, til dæmis með því að aðlagast nemendum með hætti sem hingað til hefur verið óhugsandi. Á Íslandi er í gildi metnaðarfull stefna um notkun gervigreindar í skólum. Þar segir meðal annars „Nemendur þurfa frá unga aldri að kynnast nýrri tækni og kennarar að sama skapi að fá þann stuðning sem nauðsynlegur er til að leiða það lærdómsferli. Íslenskt menntakerfi hefur verið ein helsta undirstaða jafnaðarsamfélags á Íslandi, og þá sérstaklega á leik- og grunnskólastigi, og þar þarf hin almenna menntun sem styður stafræna færni, gagnrýna hugsun og upplýsingalæsi að hefjast.“ Að óbreyttu mun þessi stefna aldrei komast til framkvæmda. Sem í sjálfu sér er hvorki óvænt né nýtt. Ísland er líklega meðal fremstu þjóða í að setja stefnur um menntun sem útilokað er að innleiða. Það stendur ekki á kennurum. Nú þegar eru á sjötta hundrað íslenskra kennara búnir að mynda saman spjallhóp um gervigreind í kennslu. Þar deila þeir reynslu og hugmyndum hverjir með öðrum. Fjöldi kennara notar gervigreind í starfi sínu. Við vitum líka að stórir hópar nemenda nota gervigreind – og nærri allir nemendur á háskólastigi í okkar heimshluta. Það er hins vegar næstum útilokað að nota gervigreind í grunnskólum vegna þess að kennarar fá ekki að „leiða það lærdómsferli“. Ástæðan er Persónuvernd. Persónuvernd keyrir mikla bókstafstrúarstefnu í tæknimálum gagnvart skólum. Það virðist sem hjörð lögfræðinga stýri för eins og dráttarklár sem ekkert sér nema plógförin fyrir framan sig. Það eru nánast trúarsetningar hjá Persónuvernd að börnum sé ekki treystandi til að nota tækni, ávallt skuli gera ráð fyrir því að þau geti látið frá sér viðkvæmustu gerð persónuupplýsinga. Þá heldur Persónuvernd því fram að það séu mannréttindi barna að vera ósýnileg í stafrænum heimi og að allar „vettvangsferðir“ þeirra inn í slíkan heim skuli vera í rækilega vernduðu umhverfi. Persónuvernd hefur nánast ekkert lagt uppbyggilegt til þess verkefnis að nota tækni í skólastarfi en beitt fjársektum og refsingum af þeim mun meiri hörku. Það er of langt mál að rekja hér hvernig tal Persónuverndar um mannréttindi er bæði villandi og vanhugsað. Og það er alls ekki tími til að útskýra hvernig sú hugmynd börn eigi að vera „ósýnileg“ í stafrænum heimi er í raun bara endurgengin ranghugmynd um hlutverk barna í samfélögum. Mig langar að ávarpa þriðju stoðina í afstöðu Persónuverndar. Stofnunin lítur nefnilega á sig sem sérstaka verndara gegn stórfyrirtækjum sem ásælast persónuupplýsingar og líta á börn sem fjárþúfur. Engin stofnun á Íslandi vinnur að því harðari höndum en Persónuvernd að afhenda börn landsins stórfyrirtækjum til eignar. Fjársterk tæknifyrirtæki eru einu fyrirtækin sem hafa bolmagn til að stunda þá lögfræðilegu loftfimleika sem Persónuvernd krefst. Það er útilokað fyrir hugsjónafólk eða smærri aðila að gera kennslutækni eða hugbúnað sem uppfyllir þær fráleitu kröfur sem Persónuvernd vill gera. Ef Ísland tekur við flóttabarni frá Gaza mun það barn ekki geta tekið viðtal við ömmu sína fyrir samfélagsfræðiverkefni búi hún enn við botn Miðjarðarhafs. Barnið má ekki senda einn einasta tölvupóst út fyrir landamæri Evrópu. Þetta sama barn getur ekki notað þýðingarforrit til að gera sig skiljanlegt við bekkjarfélaga sína eða aðra í skólanum. Það er bannað. Þessi börn eru því flest með slík forrit í sínum eigin símum. En þá banna nú skólar í gríð og erg til að bjarga geðheilsu barnanna. Það virðist vera útbreidd skoðun í samfélaginu að skólinn skuli vera einhverskonar afvötnunarstöð eða hressingarhæli fyrir börn þar sem börnin geta dundað sér við að horfa á miðaldra fólk við tússtöflur – eins og fólk hefur gert í þessu samfélagi mann fram af manni sér til andlegrar uppbyggingar en mismikillar fræðslu. Framtíð svona samfélags er alveg skýr. Einn daginn fara að birtast ótal fréttir um að skólinn sé risaeðla og að Skóli 2.0 sé málið. Skóli 2.0 verður gervigreindur og stórfyrirtækin sem hann reka munu friðþægja persónuverndarfulltrúum hringinn í kringum landið. Þau þurfa nefnilega ekki að breyta persónuupplýsingunum í peninga. Til hvers að gera það þegar þau fá peningana milliliðalaust frá stjórnvöldum sem þykjast með því slá þrjár flugur í einu höggi, leysa kennaraskort, uppfæra skólana og tryggja jafnan aðgang að námi? Af ástæðum, sem of langt mál er að rekja hér, endar slíkt samfélag með ónýta skóla. Allt í boði Persónuverndar sem situr sæl hjá. Hennar skilyrðum hefur verið fullnægt og fórnarkostnaðurinn er hvort eð er ekkert sem hún hefur mikinn áhuga á. Kannski er vandi Persónuverndar sá að stofnunin á ekki nóg af peningum til að hjálpa til við að uppfæra sig og styðja við að hér þróist skólastarf með eðlilegum hætti. Þá þarf einfaldlega að kippa því í lag, ekki seinna en á morgun. Kannski er vandinn sá að stofnunin er hugmyndafræðilega trénuð, búin að sannfæra sig um að það séu mannréttindabrot að leyfa börnum að nota tækni. Þá þarf stofnunin að fara að vakna. Börnin öðlast nefnilega sjálfstæðan rétt til að nota flest af þessum tækjum um það leyti sem þau fermast. Þau eignast mjög mörg töluvert að fjármunum á svipuðum tíma. Þetta þýðir að nokkrum árum áður en börnin yfirgefa grunnskólann eru þau flest komin í alla heimsins tækni í gegnum eigin rétt til að ráðstafa sjálfsaflafé. Þau eru ekki að brjóta neinar reglur. En þau kunna illa með tæknina að fara – því að fólkið sem á að kenna þeim og styðja fær það ekki. Stofnun úti í bæ vill nefnilega ekki að börnin nýti frelsi sitt til þess tilheyra hinum stafræna heimi. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Grunnskólar Persónuvernd Gervigreind Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er algerlega ljóst að gervigreind mun hafa veruleg áhrif í skólum. Skárra væri það nú. Tækni, sem líkir nægilega vel eftir greind til að vera kennd við hana, hlýtur að vera viðfangsefni skóla með einhverjum hætti. Það mætti jafnvel halda því fram að í henni búi tækifæri til að leysa mörg af aðkallandi vandamálum skólakerfa heimsins í dag, til dæmis með því að aðlagast nemendum með hætti sem hingað til hefur verið óhugsandi. Á Íslandi er í gildi metnaðarfull stefna um notkun gervigreindar í skólum. Þar segir meðal annars „Nemendur þurfa frá unga aldri að kynnast nýrri tækni og kennarar að sama skapi að fá þann stuðning sem nauðsynlegur er til að leiða það lærdómsferli. Íslenskt menntakerfi hefur verið ein helsta undirstaða jafnaðarsamfélags á Íslandi, og þá sérstaklega á leik- og grunnskólastigi, og þar þarf hin almenna menntun sem styður stafræna færni, gagnrýna hugsun og upplýsingalæsi að hefjast.“ Að óbreyttu mun þessi stefna aldrei komast til framkvæmda. Sem í sjálfu sér er hvorki óvænt né nýtt. Ísland er líklega meðal fremstu þjóða í að setja stefnur um menntun sem útilokað er að innleiða. Það stendur ekki á kennurum. Nú þegar eru á sjötta hundrað íslenskra kennara búnir að mynda saman spjallhóp um gervigreind í kennslu. Þar deila þeir reynslu og hugmyndum hverjir með öðrum. Fjöldi kennara notar gervigreind í starfi sínu. Við vitum líka að stórir hópar nemenda nota gervigreind – og nærri allir nemendur á háskólastigi í okkar heimshluta. Það er hins vegar næstum útilokað að nota gervigreind í grunnskólum vegna þess að kennarar fá ekki að „leiða það lærdómsferli“. Ástæðan er Persónuvernd. Persónuvernd keyrir mikla bókstafstrúarstefnu í tæknimálum gagnvart skólum. Það virðist sem hjörð lögfræðinga stýri för eins og dráttarklár sem ekkert sér nema plógförin fyrir framan sig. Það eru nánast trúarsetningar hjá Persónuvernd að börnum sé ekki treystandi til að nota tækni, ávallt skuli gera ráð fyrir því að þau geti látið frá sér viðkvæmustu gerð persónuupplýsinga. Þá heldur Persónuvernd því fram að það séu mannréttindi barna að vera ósýnileg í stafrænum heimi og að allar „vettvangsferðir“ þeirra inn í slíkan heim skuli vera í rækilega vernduðu umhverfi. Persónuvernd hefur nánast ekkert lagt uppbyggilegt til þess verkefnis að nota tækni í skólastarfi en beitt fjársektum og refsingum af þeim mun meiri hörku. Það er of langt mál að rekja hér hvernig tal Persónuverndar um mannréttindi er bæði villandi og vanhugsað. Og það er alls ekki tími til að útskýra hvernig sú hugmynd börn eigi að vera „ósýnileg“ í stafrænum heimi er í raun bara endurgengin ranghugmynd um hlutverk barna í samfélögum. Mig langar að ávarpa þriðju stoðina í afstöðu Persónuverndar. Stofnunin lítur nefnilega á sig sem sérstaka verndara gegn stórfyrirtækjum sem ásælast persónuupplýsingar og líta á börn sem fjárþúfur. Engin stofnun á Íslandi vinnur að því harðari höndum en Persónuvernd að afhenda börn landsins stórfyrirtækjum til eignar. Fjársterk tæknifyrirtæki eru einu fyrirtækin sem hafa bolmagn til að stunda þá lögfræðilegu loftfimleika sem Persónuvernd krefst. Það er útilokað fyrir hugsjónafólk eða smærri aðila að gera kennslutækni eða hugbúnað sem uppfyllir þær fráleitu kröfur sem Persónuvernd vill gera. Ef Ísland tekur við flóttabarni frá Gaza mun það barn ekki geta tekið viðtal við ömmu sína fyrir samfélagsfræðiverkefni búi hún enn við botn Miðjarðarhafs. Barnið má ekki senda einn einasta tölvupóst út fyrir landamæri Evrópu. Þetta sama barn getur ekki notað þýðingarforrit til að gera sig skiljanlegt við bekkjarfélaga sína eða aðra í skólanum. Það er bannað. Þessi börn eru því flest með slík forrit í sínum eigin símum. En þá banna nú skólar í gríð og erg til að bjarga geðheilsu barnanna. Það virðist vera útbreidd skoðun í samfélaginu að skólinn skuli vera einhverskonar afvötnunarstöð eða hressingarhæli fyrir börn þar sem börnin geta dundað sér við að horfa á miðaldra fólk við tússtöflur – eins og fólk hefur gert í þessu samfélagi mann fram af manni sér til andlegrar uppbyggingar en mismikillar fræðslu. Framtíð svona samfélags er alveg skýr. Einn daginn fara að birtast ótal fréttir um að skólinn sé risaeðla og að Skóli 2.0 sé málið. Skóli 2.0 verður gervigreindur og stórfyrirtækin sem hann reka munu friðþægja persónuverndarfulltrúum hringinn í kringum landið. Þau þurfa nefnilega ekki að breyta persónuupplýsingunum í peninga. Til hvers að gera það þegar þau fá peningana milliliðalaust frá stjórnvöldum sem þykjast með því slá þrjár flugur í einu höggi, leysa kennaraskort, uppfæra skólana og tryggja jafnan aðgang að námi? Af ástæðum, sem of langt mál er að rekja hér, endar slíkt samfélag með ónýta skóla. Allt í boði Persónuverndar sem situr sæl hjá. Hennar skilyrðum hefur verið fullnægt og fórnarkostnaðurinn er hvort eð er ekkert sem hún hefur mikinn áhuga á. Kannski er vandi Persónuverndar sá að stofnunin á ekki nóg af peningum til að hjálpa til við að uppfæra sig og styðja við að hér þróist skólastarf með eðlilegum hætti. Þá þarf einfaldlega að kippa því í lag, ekki seinna en á morgun. Kannski er vandinn sá að stofnunin er hugmyndafræðilega trénuð, búin að sannfæra sig um að það séu mannréttindabrot að leyfa börnum að nota tækni. Þá þarf stofnunin að fara að vakna. Börnin öðlast nefnilega sjálfstæðan rétt til að nota flest af þessum tækjum um það leyti sem þau fermast. Þau eignast mjög mörg töluvert að fjármunum á svipuðum tíma. Þetta þýðir að nokkrum árum áður en börnin yfirgefa grunnskólann eru þau flest komin í alla heimsins tækni í gegnum eigin rétt til að ráðstafa sjálfsaflafé. Þau eru ekki að brjóta neinar reglur. En þau kunna illa með tæknina að fara – því að fólkið sem á að kenna þeim og styðja fær það ekki. Stofnun úti í bæ vill nefnilega ekki að börnin nýti frelsi sitt til þess tilheyra hinum stafræna heimi. Höfundur er kennari.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun