Innlent

Á­kærður fyrir að nauðga konu sem hlaut lífs­hættu­lega á­verka

Jón Þór Stefánsson skrifar
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness, en konan krefst 2,5 milljóna af manninum.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness, en konan krefst 2,5 milljóna af manninum. Vísir/Vilhelm

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og nauðgun en málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.

Í ákæru sem Vísir hefur undir höndum kemur ekki fram hvenær meint árás átti sér stað, en að atburðirnir hafi farið fram á heimili mannsins og um nótt.

Þau hafi hafið samfarir sín á milli og bæði verið samþykk því. Síðan hafi hann beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Honum er gefið að sök að hafa við hana endaþarmsmök og önnur kynferðismök án hennar samþykkis. Þá hafi hún ítrekað beðið hann um að hætta.

Fram kemur að konan hafi hlotið lífshættulega áverka. Hún hlaut tvær rifur í leggöngum og rifu á slagæð með virkri slagæðablæðingu sem sauma þurfti fyrir. Einnig fékk hún mar víðs vegar um líkamann.

Konan krefst 2,5 milljóna króna í miskabætur vegna atviksins. Þá krefst ákæruvaldið til þess að maðurinn fái refsingu og verði gert að greiða allan sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×