Hugleiðingar brjóstaskurðlæknis í Bleikum október Þórhildur Halldórsdóttir skrifar 19. október 2023 09:00 Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að núna er Bleikur október. Fatnaður , varasalvar, sápur, nælur og skartgripi má kaupa til styrktar málstaðnum, svo fátt eitt sé nefnt. Vinnustaðir, búðir og leikskólar eru skreyttir í bleikum lit, meira að segja Hallgrímskirkja er uppljómuð í bleiku. Það er frábært að sjá viðtökurnar í samfélaginu og allir vilja leggja sitt af mörkum, einstaklingar og fyrirtæki stór sem smá. Enda snertir málefnið því miður marga. Ég geri ráð fyrir því að fjármagnið sem Krabbameinsfélag Íslands fær út úr söfnuninni verði notað til góðs. Ég sem óbreyttur starfsmaður á Landspítalanum sem vinn við þetta flesta daga vil þó staldra aðeins við og vekja athygli á tilgangi Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar því einhvern veginn finnst mér að sá boðskapur sem er mikilvægastur týnist í allri þessari markaðsetningu. Bleikur október og Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn til að vekja athygli á brjóstakrabbameini og sýna þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein samhug og stuðning. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein sem konur greinast með. Gera má ráð fyrir að 1 af hverjum 9 konum fái brjóstakrabbamein á lífsleiðinni. Á Íslandi greinast um það bil 260 konur á ári og tveir karlar. Almennt eru horfur góðar. Því fyrr sem meinið uppgötvast, því minni líkur eru á að það sé búið að dreifa sér og horfur því betri. Í tilefni Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar vil ég því hvetja konur til þess að fara í skimun, því skimun bjargar mannslífum. Ég vil að við hvetjum hvor aðra til að fara í skimun. Krabbameinsfélag Höfuðborgarsvæðisins hrinti nýverið af stað átaki sem heitir „Skrepp í skimun“, taktu þátt! Einnig vil ég hvetja konur og menn til reglulegrar sjálfskoðunar, ef þú tekur eftir breytingum eða áhyggjur vakna pantaðu þá tíma hjá lækni. Sjáumst í skimun! Höfundur er brjóstaskurðlæknir hjá Brjóstamiðstöð Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að núna er Bleikur október. Fatnaður , varasalvar, sápur, nælur og skartgripi má kaupa til styrktar málstaðnum, svo fátt eitt sé nefnt. Vinnustaðir, búðir og leikskólar eru skreyttir í bleikum lit, meira að segja Hallgrímskirkja er uppljómuð í bleiku. Það er frábært að sjá viðtökurnar í samfélaginu og allir vilja leggja sitt af mörkum, einstaklingar og fyrirtæki stór sem smá. Enda snertir málefnið því miður marga. Ég geri ráð fyrir því að fjármagnið sem Krabbameinsfélag Íslands fær út úr söfnuninni verði notað til góðs. Ég sem óbreyttur starfsmaður á Landspítalanum sem vinn við þetta flesta daga vil þó staldra aðeins við og vekja athygli á tilgangi Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar því einhvern veginn finnst mér að sá boðskapur sem er mikilvægastur týnist í allri þessari markaðsetningu. Bleikur október og Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn til að vekja athygli á brjóstakrabbameini og sýna þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein samhug og stuðning. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein sem konur greinast með. Gera má ráð fyrir að 1 af hverjum 9 konum fái brjóstakrabbamein á lífsleiðinni. Á Íslandi greinast um það bil 260 konur á ári og tveir karlar. Almennt eru horfur góðar. Því fyrr sem meinið uppgötvast, því minni líkur eru á að það sé búið að dreifa sér og horfur því betri. Í tilefni Bleiks októbers og Bleiku slaufunnar vil ég því hvetja konur til þess að fara í skimun, því skimun bjargar mannslífum. Ég vil að við hvetjum hvor aðra til að fara í skimun. Krabbameinsfélag Höfuðborgarsvæðisins hrinti nýverið af stað átaki sem heitir „Skrepp í skimun“, taktu þátt! Einnig vil ég hvetja konur og menn til reglulegrar sjálfskoðunar, ef þú tekur eftir breytingum eða áhyggjur vakna pantaðu þá tíma hjá lækni. Sjáumst í skimun! Höfundur er brjóstaskurðlæknir hjá Brjóstamiðstöð Landspítala
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun