„Ég er ekki hrifinn af henni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2023 11:01 Karina Konstantinova í leik með Valsliðinu í vetur en í fyrra var hún hjá Keflavík. Vísir/Vilhelm Valskonan Karina Konstantinova var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær en sú búlgarska átti vissulega mikinn þátt í því að Valskonur sluppu með sigurinn frá heimsókn sinni til nýliða Stjörnunnar í Garðabæ. Konstantinova var með 23 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Hún var með 4 stig og 2 stoðsendingar á lokakafla leiksins þar sem Valsliðið breytti stöðunni úr 63-59 fyrir Stjörnuna í 76-71 fyrir Val með 17-8 lokaspretti. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi, hrósaði Karinu fyrir þennan leik en hefur áhyggjur af því hvað hún skilar litlu á móti bestu liðum deildarinnar. „Hún á geggjaðan leik, þannig séð. Svo kemur leikur Vals á móti Keflavík og hún er ekki að skila neinu. Ég er ekki hrifinn af henni,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Í stóru leikjunum í fyrra á móti topp fjórum liðunum, í bikarúrslitaleiknum og í úrslitakeppninni þá skaut hún illa. Þegar hún skýtur illa og á lélegan leik þá bitnar það svo mikið á liðinu,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Enginn inn í leiknum hjá Val „Eins og í gær þá er enginn inn í leiknum. Svo stillir Stjarnan þannig upp að þær ætla að taka Lindsey (Pulliam, bandarískur leikmaður Vals) úr umferð og það eru allir ískaldir í Valsliðinu og með lítið sjálfstraust,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Dagga (Dagbjört Dögg Karlsdóttir) er að taka fjögur skot í öllum leiknum og Ásta (Júlía Grímsdóttir) þrjú. Það er ekkert vit í því,“ sagði Hallveig. „Heldur þú að þessar stelpur séu sáttar,“ spurði Hörður. Fílar ekki Valsliðið í þessum rytma „Það er enginn sáttur svona. Ég er bara ekki hrifinn af þessum leikstíl og þar af leiðandi ekki hrifinn af henni Karinu. Ég fíla ekki Valsliðið í þessum rytma. Mér finnst þær ekki glaðar, það er ekki gaman hjá þeim. Ég næ ekki að tengja við þær. Það er ekkert að gerast,“ sagði Ingibjörg. Valsliðið hefur verið í vandræðum með nýliða Þórs og Stjörnunnar í síðustu leikjum og tapaði þar á undan á móti Grindavík. „Þetta eru svona bla sigrar. Þetta er ekki skemmtilegt,“ sagði Ingibjörg. „Þetta eru sigrar þar sem þú þarft að segja: Sigur er sigur,“ sagði Hallveig. Það má finna alla umræðuna um Karinu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Karinu Konstantinovu hjá Val Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Konstantinova var með 23 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Hún var með 4 stig og 2 stoðsendingar á lokakafla leiksins þar sem Valsliðið breytti stöðunni úr 63-59 fyrir Stjörnuna í 76-71 fyrir Val með 17-8 lokaspretti. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi, hrósaði Karinu fyrir þennan leik en hefur áhyggjur af því hvað hún skilar litlu á móti bestu liðum deildarinnar. „Hún á geggjaðan leik, þannig séð. Svo kemur leikur Vals á móti Keflavík og hún er ekki að skila neinu. Ég er ekki hrifinn af henni,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Í stóru leikjunum í fyrra á móti topp fjórum liðunum, í bikarúrslitaleiknum og í úrslitakeppninni þá skaut hún illa. Þegar hún skýtur illa og á lélegan leik þá bitnar það svo mikið á liðinu,“ sagði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. Enginn inn í leiknum hjá Val „Eins og í gær þá er enginn inn í leiknum. Svo stillir Stjarnan þannig upp að þær ætla að taka Lindsey (Pulliam, bandarískur leikmaður Vals) úr umferð og það eru allir ískaldir í Valsliðinu og með lítið sjálfstraust,“ sagði Hallveig Jónsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. „Dagga (Dagbjört Dögg Karlsdóttir) er að taka fjögur skot í öllum leiknum og Ásta (Júlía Grímsdóttir) þrjú. Það er ekkert vit í því,“ sagði Hallveig. „Heldur þú að þessar stelpur séu sáttar,“ spurði Hörður. Fílar ekki Valsliðið í þessum rytma „Það er enginn sáttur svona. Ég er bara ekki hrifinn af þessum leikstíl og þar af leiðandi ekki hrifinn af henni Karinu. Ég fíla ekki Valsliðið í þessum rytma. Mér finnst þær ekki glaðar, það er ekki gaman hjá þeim. Ég næ ekki að tengja við þær. Það er ekkert að gerast,“ sagði Ingibjörg. Valsliðið hefur verið í vandræðum með nýliða Þórs og Stjörnunnar í síðustu leikjum og tapaði þar á undan á móti Grindavík. „Þetta eru svona bla sigrar. Þetta er ekki skemmtilegt,“ sagði Ingibjörg. „Þetta eru sigrar þar sem þú þarft að segja: Sigur er sigur,“ sagði Hallveig. Það má finna alla umræðuna um Karinu hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Karinu Konstantinovu hjá Val
Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira