Þjóðkirkjan hafi greitt um 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu Lovísa Arnardóttir skrifar 19. október 2023 08:43 Ýmsar skipulagsbreytingar hjá kirkjunni verða teknar fyrir á Kirkjuþingi síðar í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Greiddar hafa verið 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu hjá Þjóðkirkjunni. Tillögur hafa verið lagðar fram af starfshópi að biskup fari ekki lengur með fjármál innan kirkjunnar og að sérstök stjórn taki við rekstri og fjármálum. Lagt er til að eini undirmaður biskups verði biskupsritari. Þjóðkirkjan hefur það sem af er þessu ári keypt lögfræðiþjónustu fyrir 23 milljónir. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Ekki kemur fram í hvaða verkefni peningurinn hefur farið en samkvæmt heimildum blaðsins hafa háar upphæðir verið greiddar vegna ráðgjafastarfa fyrir biskup Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur. Mál sem snertir hana og sr. Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest í Digraneskirkju, hefur verið rekið fyrir úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Úrskurður féll í vikunni en Agnes hefur gefið út að hún muni skjóta niðurstöðunni til dómstóla. Sérstök stjórn tekur við Þá er einnig fjallað um það í Morgunblaðinu að starfshópur kirkjuþings hefur nú lagt það til að sérstakri stjórn þjóðkirkjunnar að hafa yfirsýn yfir rekstur og þjónustu kirkjunnar sem er á ábyrgð kirkjuþings. Stjórnin starfar á ábyrgð kirkjuþings og mun lúta boðvaldi þess. Frá málinu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að stjórnin mun hafa skýrt umboð til umboðs og eftirlits. Starfshópurinn var skipaður í vor og átti að skoða skipulag kirkjunnar og meta þörf á breytingum. Þá er fjallað um það í tillögunum, samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins, að einnig eigi að leggja niður Biskupsstofu í núverandi mynd og að aðeins einn starfsmaður muni heyra undir biskup sjálfan, biskupsritari. Aðrir muni heyra undir framkvæmdastjóra, stjórn og kirkjuþing. Þá er lagt til í tillögunum að biskup hafi ekkert með fjármál kirkjunnar að gera og þannig tekið af embættinu það vald að gera starfslokasamninga og annars konar samninga við undirmenn. Eins og hefur verið mjög gagnrýnt undanfarið. Tillögurnar verða lagðar fyrir kirkjuþing sem fer fram síðar í þessum mánuði. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Trúmál Tengdar fréttir Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49 Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. 1. október 2023 17:01 Kosið um nýjan biskup í mars Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að boða til kosninga um nýjan biskup Íslands 7. til 12. mars næstkomandi. Agnes M. Sigurðardóttir lætur af störfum í kjölfarið. 28. ágúst 2023 07:10 Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Þjóðkirkjan hefur það sem af er þessu ári keypt lögfræðiþjónustu fyrir 23 milljónir. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Ekki kemur fram í hvaða verkefni peningurinn hefur farið en samkvæmt heimildum blaðsins hafa háar upphæðir verið greiddar vegna ráðgjafastarfa fyrir biskup Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur. Mál sem snertir hana og sr. Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprest í Digraneskirkju, hefur verið rekið fyrir úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. Úrskurður féll í vikunni en Agnes hefur gefið út að hún muni skjóta niðurstöðunni til dómstóla. Sérstök stjórn tekur við Þá er einnig fjallað um það í Morgunblaðinu að starfshópur kirkjuþings hefur nú lagt það til að sérstakri stjórn þjóðkirkjunnar að hafa yfirsýn yfir rekstur og þjónustu kirkjunnar sem er á ábyrgð kirkjuþings. Stjórnin starfar á ábyrgð kirkjuþings og mun lúta boðvaldi þess. Frá málinu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur fram að stjórnin mun hafa skýrt umboð til umboðs og eftirlits. Starfshópurinn var skipaður í vor og átti að skoða skipulag kirkjunnar og meta þörf á breytingum. Þá er fjallað um það í tillögunum, samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins, að einnig eigi að leggja niður Biskupsstofu í núverandi mynd og að aðeins einn starfsmaður muni heyra undir biskup sjálfan, biskupsritari. Aðrir muni heyra undir framkvæmdastjóra, stjórn og kirkjuþing. Þá er lagt til í tillögunum að biskup hafi ekkert með fjármál kirkjunnar að gera og þannig tekið af embættinu það vald að gera starfslokasamninga og annars konar samninga við undirmenn. Eins og hefur verið mjög gagnrýnt undanfarið. Tillögurnar verða lagðar fyrir kirkjuþing sem fer fram síðar í þessum mánuði. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Trúmál Tengdar fréttir Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49 Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. 1. október 2023 17:01 Kosið um nýjan biskup í mars Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að boða til kosninga um nýjan biskup Íslands 7. til 12. mars næstkomandi. Agnes M. Sigurðardóttir lætur af störfum í kjölfarið. 28. ágúst 2023 07:10 Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Agnes ætlar með málið fyrir dóm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ætlar að kæra niðurstöðu úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar til dómstóla. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum. 16. október 2023 21:49
Prestur grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum Lögreglan í Málaga á Spáni hefur handtekið 33 ára gamlan prest sem er grunaður um að hafa nauðgað fjórum vinkonum sínum eftir að hafa byrlað þeim slævandi lyf. Unnusta mannsins kærði hann til lögreglunnar. 1. október 2023 17:01
Kosið um nýjan biskup í mars Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að boða til kosninga um nýjan biskup Íslands 7. til 12. mars næstkomandi. Agnes M. Sigurðardóttir lætur af störfum í kjölfarið. 28. ágúst 2023 07:10
Enginn vafi á því að ráðning biskups eigi sér stoð í lögum Lögmaður biskups Íslands segir alrangt að Agnes M. Sigurðardóttir hafi ekki umboð til að sinna embættisverkum sínum. Fyrrverandi hæstaréttardómari fullyrti í gær að ákvörðun um nýjan ráðningarsamning ætti sér ekki stoð í lögum 27. júlí 2023 09:01