„Rúmir 140 milljarðar frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. október 2023 13:35 Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Ívar Síðasta sumar var næstfjölmennasta ferðamannasumarið frá því að mælingar hófust samkvæmt nýrri samantekt Ferðamálastofu. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir mörg jákvæð teikn á lofti líkt og dreifing ferðamanna yfir árið auk þess sem verðmætin séu meiri á hvern ferðamann. Áskoranir séu þó enn vissulega til staðar. Um 790 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins um Keflavíkurflugvöll síðastliðið sumar eða um fimmtungi fleiri en sumarið þar á undan, árið 2022. Er þetta næstfjölmennasta ferðamannasumar frá því að mælingar hófust og náði fjöldinn 98 prósentum af því sem hann var metsumarið 2018. Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir þeirra ferðamanna sem hingað koma, þrjú hundruð þúsund talsins eða nærri tveir af hverjum fimm ferðamönnum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir tölurnar ekki koma að óvart og að búist hafi verið við því að ferðaþjónustan færi hratt af stað þegar að faraldrinum lyki. Frá Ferðamálastofu „En síðan eigum við von á því að kúrfan fletjist aðeins út aftur. Við eigum ekki von á sömu hækkun aftur yfir á næsta ár. Það verður miklu minna og þá förum við að nálgast hægt og rólega það sem við viljum sjá svona einhvers konar sjálfbæran vöxt. Svipað og það sem var í ferðaþjónustu í Evrópu fyrir faraldurinn svona kannski tvö til fimm prósenta aukning á ári. Sem við eigum að ráða bara mjög vel við,“ segir Jóhannes. Ánægjulegt sé að sjá dreifingu ferðamanna yfir árið. „Það er afar jákvætt og við viljum öll sjá því það nýtir innviðina betur og minnkar þá álagið yfir há önnina. Við viljum náttúrulega sjá það að þetta dreifist betur yfir veturinn,“ segir hann jafnframt. Fleiri jákvæð teikn séu á lofti líkt og lengri dvalartími og meiri verðmæti á hvern ferðamann. Þessu fylgi þó líka áskoranir. „Ýmsar áskoranir sem við þurfum að skoða en líka afar jákvæð teikn fyrir samfélagið í heild sem er að fá núna um rúma 140 milljarða frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga á ári,“ segir Jóhannes. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Um 790 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins um Keflavíkurflugvöll síðastliðið sumar eða um fimmtungi fleiri en sumarið þar á undan, árið 2022. Er þetta næstfjölmennasta ferðamannasumar frá því að mælingar hófust og náði fjöldinn 98 prósentum af því sem hann var metsumarið 2018. Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir þeirra ferðamanna sem hingað koma, þrjú hundruð þúsund talsins eða nærri tveir af hverjum fimm ferðamönnum. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir tölurnar ekki koma að óvart og að búist hafi verið við því að ferðaþjónustan færi hratt af stað þegar að faraldrinum lyki. Frá Ferðamálastofu „En síðan eigum við von á því að kúrfan fletjist aðeins út aftur. Við eigum ekki von á sömu hækkun aftur yfir á næsta ár. Það verður miklu minna og þá förum við að nálgast hægt og rólega það sem við viljum sjá svona einhvers konar sjálfbæran vöxt. Svipað og það sem var í ferðaþjónustu í Evrópu fyrir faraldurinn svona kannski tvö til fimm prósenta aukning á ári. Sem við eigum að ráða bara mjög vel við,“ segir Jóhannes. Ánægjulegt sé að sjá dreifingu ferðamanna yfir árið. „Það er afar jákvætt og við viljum öll sjá því það nýtir innviðina betur og minnkar þá álagið yfir há önnina. Við viljum náttúrulega sjá það að þetta dreifist betur yfir veturinn,“ segir hann jafnframt. Fleiri jákvæð teikn séu á lofti líkt og lengri dvalartími og meiri verðmæti á hvern ferðamann. Þessu fylgi þó líka áskoranir. „Ýmsar áskoranir sem við þurfum að skoða en líka afar jákvæð teikn fyrir samfélagið í heild sem er að fá núna um rúma 140 milljarða frá greininni beint inn í skattkistur ríkis og sveitarfélaga á ári,“ segir Jóhannes.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira