Fær mígrenisköst tuttugu daga í hverjum mánuði: „Algjör viðbjóður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. október 2023 13:45 Ester hefur hafnað því að láta greina hana sem öryrki. Ester María Ólafsdóttir er 35 ára Skagakona sem fær mígrenisköst að meðaltali tuttugu daga á mánuði og hefur það eins og gefur að skilja mikil áhrif á líf hennar. Læknar hafa boðið henni að skrifa upp á það að hún sé öryrki svo hún geti farið á bætur. Það finnst henni ekki boði, hún vill taka virkan þátt og að hún verði bara að vinna í kringum þennan slæma sjúkdóm. Rætt var við Ester í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að fá mígrenisköst. Mamma hefur talað um það að ég hafi verið með mígreni frá því að ég var lítið barn. Mamma sjálf er með mígreni og þekkir því einkennin. Þetta byrjar í raun í kringum eins tveggja ára aldurinn,“ segir Ester sem man hlutina ekki öðruvísi en að vera alltaf með hausverk, með sjóntruflanir, með tilheyrandi uppköstum og máttleysi. „Það var alltaf verið að tilkynna veikindi mín í grunnskóla sem fór bara versnandi eftir því sem ég eldist.“ Ester var alltaf mikil íþróttakona og var í fimleikum. Hún lærði fljótt að hún þyrfti að skipuleggja sig í kringum mígrenið. Ester byrjaði að finna fyrir einkennum sem smábarn. „Þetta snarversnaði á unglingsárunum og ég held að ég hafi verið í áttunda, níunda og tíunda bekk 3-4 daga í viku frá.“ Fyrir utan sársaukann sem mígreni fylgir var þetta erfitt andlega líka. „Ég var komin með heilsukvíða tíu, ellefu, tólf ára ábyggilega. Byrjaði að fá kvíða yfir því að fá mígrenisköstin því þau eru algjör viðbjóður. Svo þegar þetta fór versnandi þá fór maður að fá kvíða yfir því að þurfa hringja sig inn veika. Svo kom kvíði fyrir því að mæta í skólann því það fóru allir að tala um veikindin mín við mig. Og svo kveið mér fyrir því að fá mígreniskast í skólanum og þurfa að fara heim, því það er líka neikvæð athygli. Ég var því komin með mikinn kvíða og seinna þunglyndi.“ Ester fær til að mynda bótox niðurgreitt af ríkinu sem er í hálsinum og niður allt bakið, til að slaka á öllum vöðvum á því svæði. Það hjálpar við að halda niðri köstunum. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Hægt er að sjá það í heild sinni á Stöð+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2 fyrir áskrifendur. Klippa: Fær mígrenisköst tuttugu daga á mánuði: Algjör viðbjóður Ísland í dag Heilbrigðismál Akranes Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Fleiri fréttir Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Sjá meira
Læknar hafa boðið henni að skrifa upp á það að hún sé öryrki svo hún geti farið á bætur. Það finnst henni ekki boði, hún vill taka virkan þátt og að hún verði bara að vinna í kringum þennan slæma sjúkdóm. Rætt var við Ester í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en að fá mígrenisköst. Mamma hefur talað um það að ég hafi verið með mígreni frá því að ég var lítið barn. Mamma sjálf er með mígreni og þekkir því einkennin. Þetta byrjar í raun í kringum eins tveggja ára aldurinn,“ segir Ester sem man hlutina ekki öðruvísi en að vera alltaf með hausverk, með sjóntruflanir, með tilheyrandi uppköstum og máttleysi. „Það var alltaf verið að tilkynna veikindi mín í grunnskóla sem fór bara versnandi eftir því sem ég eldist.“ Ester var alltaf mikil íþróttakona og var í fimleikum. Hún lærði fljótt að hún þyrfti að skipuleggja sig í kringum mígrenið. Ester byrjaði að finna fyrir einkennum sem smábarn. „Þetta snarversnaði á unglingsárunum og ég held að ég hafi verið í áttunda, níunda og tíunda bekk 3-4 daga í viku frá.“ Fyrir utan sársaukann sem mígreni fylgir var þetta erfitt andlega líka. „Ég var komin með heilsukvíða tíu, ellefu, tólf ára ábyggilega. Byrjaði að fá kvíða yfir því að fá mígrenisköstin því þau eru algjör viðbjóður. Svo þegar þetta fór versnandi þá fór maður að fá kvíða yfir því að þurfa hringja sig inn veika. Svo kom kvíði fyrir því að mæta í skólann því það fóru allir að tala um veikindin mín við mig. Og svo kveið mér fyrir því að fá mígreniskast í skólanum og þurfa að fara heim, því það er líka neikvæð athygli. Ég var því komin með mikinn kvíða og seinna þunglyndi.“ Ester fær til að mynda bótox niðurgreitt af ríkinu sem er í hálsinum og niður allt bakið, til að slaka á öllum vöðvum á því svæði. Það hjálpar við að halda niðri köstunum. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. Hægt er að sjá það í heild sinni á Stöð+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2 fyrir áskrifendur. Klippa: Fær mígrenisköst tuttugu daga á mánuði: Algjör viðbjóður
Ísland í dag Heilbrigðismál Akranes Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Fleiri fréttir Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dag“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“