Maðurinn sem lést í eldsvoðanum hafi búið við hrikalegar aðstæður Helena Rós Sturludóttir skrifar 19. október 2023 18:58 Adrian vonast til að geta borið föður sinn til grafar í næstu viku. Vísir/Dúi Sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða á mánudag segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Hann stendur ráðalaus frammi fyrir miklum útfararkostnaði. Eldurinn kom upp í herbergi á neðri hæð hússins við Funahöfða. Einn var inni í herberginu, hinn pólski Marek Zeon Wisniewski sem var fæddur árið 1962. Hann var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús en lést á gjörgæsludeild. Sonur Mareks segir aðstæður föður síns ekki hafa verið góðar á Funahöfða. Sjálfum hafi honum ekki liðið vel í heimsókn hjá föður sínum og því farið lítið þangað. „Þetta voru slæmar aðstæður, lítil herbergi og margt fólk í litlu rými,“ segir Adrian Wisniewski en faðir hans hafði búið í húsnæðinu í rúmt ár. Ekki skráð íbúðarhúsnæði Fjöldi fólks, mest erlent verkafólk, býr í húsnæðinu sem er að mestu í eigu tveggja félaga sem eru í eigu þriggja manna; Péturs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóra HEILD fasteignafélagsins og aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jóns Einars Eyjólfssonar, stjórnarmanns hjá ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnars Haukssonar, sem starfað hefur sem stjórnandi hjá ELJU. Félögin heita Akrotiri ehf. og Agros: Akrotirie ehf. Þá á félagið ÞR eignir ehf, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, stórt rými í byggingunni. Fram kemur í fasteignaskrá að Funahöfði 7 sé skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði. Greint var frá því fyrr í vikunni að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi gert úttekt í húsnæði í apríl á þessu ári. Í kjölfar þeirrar úttektar voru gerðar nokkrar athugasemdir og tækifæri gefin til úrbóta. Búið var að bæta úr öllum atriðum nema einu sem var gefinn aukinn frestur á, sem varðar brunastiga af annarri hæð. Bruninn í gær kom upp á fyrstu hæð hússins svo ekki reyndi á brunastigann í því tilfelli. Hafa ekki haft samband Adrian segir eigendur hússins ekki hafa sett sig í samband við sig og að honum þyki það sorglegt. Hann hafi orðið var við einhverja tugi í húsinu þar sem faðir hans bjó og að hann hafi deilt baðherbergi og sturtu. Lögreglan hafði samband við Adrian og tilkynnti honum um andlát föður hans. „Fyrst var mér brugðið en ég veit að þetta er hans sök því hann átti við áfengisvandamál að stríða. En þetta var faðir minn þrátt fyrir að við höfum ekki átt gott samband. Hann var mjög vinalegur, átti marga vini. Bæði hér og í Póllandi. Hann var ekki vond manneskja en hann átti við vandamál að stríða og ég reyndi að hjálpa honum en hann þáði það ekki,“ útskýrir Adrian. Adrian og Marek faðir hans á góðri stundu. Mynd aðsend Útför að lokinni krufningu Adrian segir föður sinn hafa búið á Íslandi í þrjú ár, í fyrstu hafi hann unnið við byggingariðnað í Borgarnesi en síðustu tvö ár hafi hann verið á atvinnuleysisbótum. Adrian kveðst ekki vita hvernig hann eigi að standa straum af útfararkostnaði. Enga hjálp virðist vera að fá hjá Eflingu, stéttarfélagi föður hans. „Þau sögðu mér að hann greiddi of lítið til félagsins til að greiða fyrir útförina,“ segir Adrian sem upplifir sig máttlausan gagnvart kerfinu og veit ekki hver næstu skref verða. Hann vonast þó til að geta borið föður sinn til grafar í næstu viku þegar lögreglan hefur lokið krufningu. Bruni á Funahöfða Reykjavík Tengdar fréttir Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03 Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 17. október 2023 12:04 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01 Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Eldurinn kom upp í herbergi á neðri hæð hússins við Funahöfða. Einn var inni í herberginu, hinn pólski Marek Zeon Wisniewski sem var fæddur árið 1962. Hann var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús en lést á gjörgæsludeild. Sonur Mareks segir aðstæður föður síns ekki hafa verið góðar á Funahöfða. Sjálfum hafi honum ekki liðið vel í heimsókn hjá föður sínum og því farið lítið þangað. „Þetta voru slæmar aðstæður, lítil herbergi og margt fólk í litlu rými,“ segir Adrian Wisniewski en faðir hans hafði búið í húsnæðinu í rúmt ár. Ekki skráð íbúðarhúsnæði Fjöldi fólks, mest erlent verkafólk, býr í húsnæðinu sem er að mestu í eigu tveggja félaga sem eru í eigu þriggja manna; Péturs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóra HEILD fasteignafélagsins og aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jóns Einars Eyjólfssonar, stjórnarmanns hjá ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnars Haukssonar, sem starfað hefur sem stjórnandi hjá ELJU. Félögin heita Akrotiri ehf. og Agros: Akrotirie ehf. Þá á félagið ÞR eignir ehf, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, stórt rými í byggingunni. Fram kemur í fasteignaskrá að Funahöfði 7 sé skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði. Greint var frá því fyrr í vikunni að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi gert úttekt í húsnæði í apríl á þessu ári. Í kjölfar þeirrar úttektar voru gerðar nokkrar athugasemdir og tækifæri gefin til úrbóta. Búið var að bæta úr öllum atriðum nema einu sem var gefinn aukinn frestur á, sem varðar brunastiga af annarri hæð. Bruninn í gær kom upp á fyrstu hæð hússins svo ekki reyndi á brunastigann í því tilfelli. Hafa ekki haft samband Adrian segir eigendur hússins ekki hafa sett sig í samband við sig og að honum þyki það sorglegt. Hann hafi orðið var við einhverja tugi í húsinu þar sem faðir hans bjó og að hann hafi deilt baðherbergi og sturtu. Lögreglan hafði samband við Adrian og tilkynnti honum um andlát föður hans. „Fyrst var mér brugðið en ég veit að þetta er hans sök því hann átti við áfengisvandamál að stríða. En þetta var faðir minn þrátt fyrir að við höfum ekki átt gott samband. Hann var mjög vinalegur, átti marga vini. Bæði hér og í Póllandi. Hann var ekki vond manneskja en hann átti við vandamál að stríða og ég reyndi að hjálpa honum en hann þáði það ekki,“ útskýrir Adrian. Adrian og Marek faðir hans á góðri stundu. Mynd aðsend Útför að lokinni krufningu Adrian segir föður sinn hafa búið á Íslandi í þrjú ár, í fyrstu hafi hann unnið við byggingariðnað í Borgarnesi en síðustu tvö ár hafi hann verið á atvinnuleysisbótum. Adrian kveðst ekki vita hvernig hann eigi að standa straum af útfararkostnaði. Enga hjálp virðist vera að fá hjá Eflingu, stéttarfélagi föður hans. „Þau sögðu mér að hann greiddi of lítið til félagsins til að greiða fyrir útförina,“ segir Adrian sem upplifir sig máttlausan gagnvart kerfinu og veit ekki hver næstu skref verða. Hann vonast þó til að geta borið föður sinn til grafar í næstu viku þegar lögreglan hefur lokið krufningu.
Bruni á Funahöfða Reykjavík Tengdar fréttir Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03 Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 17. október 2023 12:04 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01 Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03
Slökkvilið gerði úttekt á húsnæðinu í apríl Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði úttekt á húsnæðinu á Funahöfða 7, þar sem eldur kom upp í gær og maður lést, í apríl síðastliðnum. Síðustu samskipti slökkviliðs við eiganda húsnæðisins áttu sér stað á föstudag. 17. október 2023 12:04
Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01
Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31
Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37