„Við spýtum í lófana og vinnum hraðar“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 20. október 2023 19:11 Mörg fyrirtæki og stofnanir eru enn að velta því fyrir sér hvernig skipulaginu verði háttað á þriðjudag. Stöð 2 Ýmsir hlutar samfélagsins munu lamast eftir helgi þegar konur og kvár leggja niður störf. Leik- og grunnskólum verður víða lokað og skert þjónusta verður á heilsugæslu. Feður hyggjast taka börn sín í vinnuna eða vinna að heiman. Þriðjudaginn 24. október munu konur og kvár leggja niður störf sín og mun það hafa víðtæk áhrif á samfélagið í heild sinni. Skerða þarf þjónustu í mörgum leikskólum eða jafnvel loka þeim alveg. Það sama er uppi á teningnum í grunnskólum. Á meðan sumir skólar loka alveg hafa sumir brugðið á það ráð að biðla til foreldra að hafa börnin sín heima svo þeir sem nauðsynlega þurfi að mæta í skólann geti mætt. Það sama á við um frístundaheimilin. Aðeins bráðaerindi á heilsugæslu Þá eru mörg fyrirtæki og stofnanir enn að skipuleggja sína daga og rýna í hvort þeir geti haldið opnu eða hvort þeir þurfi að skerða þjónustu eða jafnvel loka. Fréttastofa náði tali af nokkrum einstaklingum í dag sem öll eru klár í daginn. Valý Þórsteinsdóttir hyggst fara í verkfall og segir hún manninn sinn sjá um börnin þann dag. „Ég hugsa að ég verði með stúlkuna í vinnunni fram að hádegi allavega,“ segir Klemenz Freyr. Jóhann Torfi hyggst vinna að heiman með börnin. „Það er bara allt í góðu, við styðjum þetta heilshugar.“ Ætlar að taka þátt í dagskránni Silja Rúnarsdóttir ætlar ekki að mæta til vinnu og sér fram á að taka þátt í dagskrá dagsins eins og hún leggur sig. Viggó segir samstarfskonur sínar ætla að taka þátt í deginum og að þær njóti fulls stuðnings. „Við spýtum bara í lófana og vinnum aðeins hraðar og verðum öflugri,“ segir hann. Birna Rún er í menntaskóla og ætlar að taka þátt í verkfallinu ásamt kvenkyns kennurum skólans. „Amma mín er í Hveragerði og ég ætla að fara sækja hana og við ætlum að fara á Arnarhól.“ Valdimar Þór Svavarsson segir daginn ekki verða öðruvísi en aðra að öðru leyti en því að dóttir hans sem er í grunnskóla verði heima þennan dag vegna verkfallsins. „Ég mun sinna henni alveg ofsalega vel,“ segir Valdimar glaður í bragði. Kvennaverkfall Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50 Katrín hyggst leggja niður störf á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja niður störf næstkomandi í kvennaverkfalli næstkomandi þriðjudag. 20. október 2023 11:47 Sýnum samstöðu - stöndum vaktina! Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. 20. október 2023 10:00 Samherji borgar ekki laun starfsfólks í kvennaverkfalli Norðlenska fiskvinnslufyrirtækið Samherji hyggst ekki greiða konum og kvárum sem vinna hjá fyrirtækinu laun mæti þau ekki til vinnu næsta þriðjudag, þegar boðað hefur verið til kvennaverkfalls. Starfsfólki er þó frjálst að skreppa á 45 mínútna mótmælafund á Akureyri. 19. október 2023 16:29 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Þriðjudaginn 24. október munu konur og kvár leggja niður störf sín og mun það hafa víðtæk áhrif á samfélagið í heild sinni. Skerða þarf þjónustu í mörgum leikskólum eða jafnvel loka þeim alveg. Það sama er uppi á teningnum í grunnskólum. Á meðan sumir skólar loka alveg hafa sumir brugðið á það ráð að biðla til foreldra að hafa börnin sín heima svo þeir sem nauðsynlega þurfi að mæta í skólann geti mætt. Það sama á við um frístundaheimilin. Aðeins bráðaerindi á heilsugæslu Þá eru mörg fyrirtæki og stofnanir enn að skipuleggja sína daga og rýna í hvort þeir geti haldið opnu eða hvort þeir þurfi að skerða þjónustu eða jafnvel loka. Fréttastofa náði tali af nokkrum einstaklingum í dag sem öll eru klár í daginn. Valý Þórsteinsdóttir hyggst fara í verkfall og segir hún manninn sinn sjá um börnin þann dag. „Ég hugsa að ég verði með stúlkuna í vinnunni fram að hádegi allavega,“ segir Klemenz Freyr. Jóhann Torfi hyggst vinna að heiman með börnin. „Það er bara allt í góðu, við styðjum þetta heilshugar.“ Ætlar að taka þátt í dagskránni Silja Rúnarsdóttir ætlar ekki að mæta til vinnu og sér fram á að taka þátt í dagskrá dagsins eins og hún leggur sig. Viggó segir samstarfskonur sínar ætla að taka þátt í deginum og að þær njóti fulls stuðnings. „Við spýtum bara í lófana og vinnum aðeins hraðar og verðum öflugri,“ segir hann. Birna Rún er í menntaskóla og ætlar að taka þátt í verkfallinu ásamt kvenkyns kennurum skólans. „Amma mín er í Hveragerði og ég ætla að fara sækja hana og við ætlum að fara á Arnarhól.“ Valdimar Þór Svavarsson segir daginn ekki verða öðruvísi en aðra að öðru leyti en því að dóttir hans sem er í grunnskóla verði heima þennan dag vegna verkfallsins. „Ég mun sinna henni alveg ofsalega vel,“ segir Valdimar glaður í bragði.
Kvennaverkfall Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50 Katrín hyggst leggja niður störf á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja niður störf næstkomandi í kvennaverkfalli næstkomandi þriðjudag. 20. október 2023 11:47 Sýnum samstöðu - stöndum vaktina! Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. 20. október 2023 10:00 Samherji borgar ekki laun starfsfólks í kvennaverkfalli Norðlenska fiskvinnslufyrirtækið Samherji hyggst ekki greiða konum og kvárum sem vinna hjá fyrirtækinu laun mæti þau ekki til vinnu næsta þriðjudag, þegar boðað hefur verið til kvennaverkfalls. Starfsfólki er þó frjálst að skreppa á 45 mínútna mótmælafund á Akureyri. 19. október 2023 16:29 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20. október 2023 13:50
Katrín hyggst leggja niður störf á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja niður störf næstkomandi í kvennaverkfalli næstkomandi þriðjudag. 20. október 2023 11:47
Sýnum samstöðu - stöndum vaktina! Þann 24. október næstkomandi leggja konur og kvár niður störf í sjöunda skipti til að mótmæla launamun og kynbundnu ofbeldi og ekki af ástæðulausu. 20. október 2023 10:00
Samherji borgar ekki laun starfsfólks í kvennaverkfalli Norðlenska fiskvinnslufyrirtækið Samherji hyggst ekki greiða konum og kvárum sem vinna hjá fyrirtækinu laun mæti þau ekki til vinnu næsta þriðjudag, þegar boðað hefur verið til kvennaverkfalls. Starfsfólki er þó frjálst að skreppa á 45 mínútna mótmælafund á Akureyri. 19. október 2023 16:29