Topp tíu tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, taldi þetta líklega flottustu tilþrifin hingað til.
Hrifust helst af troðslum og baksendingum

Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds töldu saman bestu tilþrif þriðju umferðar deildarinnar. Það var nóg um glæsilegar troðslur en flinkar sendingar fyrir aftan bak og góður varnarleikur greip augað einnig.