Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um að stefnt væri að því að breyta gatnamótum Hringbrautar, Eiðsgranda og Ánanausta í T-gatnamót. Þar var vitnað í grein borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem sagði að banna ætti vinstri beygju af Hringbraut yfir á Eiðsgranda.
Snýr það að því að í tillögu skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar segir að: „Tillagan gerir ráð fyrir að ekki verði unnt að taka vinstri beygju frá Hringbraut 121 inn á Eiðsgranda.“
Ekki er verið að tala um akstur af Hringbraut heldur út af bílaplaninu við JL-húsið og portinu þar á bak við. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
