Sýknaður af káfi í bústaðarferð þar sem var orð gegn orði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2023 08:34 Maðurinn var sýknaður af héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið sýknaður af því að hafa þuklað á og kysst stúlku gegn vilja hennar í sumarbústaðarferð árið 2020. Fram kemur í dómi héraðsdóms Reykjavíkur að frásagnir beggja hafi verið trúverðugar en að ekki hafi tekist að færa nógu góðar sönnur fyrir brotinu og um væri að ræða orð gegn orði. Fram kemur í dómnum að brotaþolinn hafi verið í sumarbústað með nokkrum vinkonum sínum þetta kvöld og verið þar að drekka og spila. Ákærði hafi bæst í hópinn ásamt tveimur vinum hans og seinna um kvöldið hafi tveir strákar til viðbótar bæst við. Haft er eftir manninum að upp úr miðnætti hafi fólk farið að tínast inn í herbergin til að hvílast en hvorki hann né tveir vinir hans fengið rúm. Þeir hafi því hreiðrað um sig á sófa í stofunni. Að hans sögn hafi þar verið mjög kalt og hann því ákveðið að „athuga inn í herbergi“ þar sem var mun hlýrra. Hann hafi séð að það var pláss milli tveggja sem lágu í hjónarúmi herbergisins og skotið sér á milli og sofnað. Hann hafi verið fullklæddur og ekki farið undir sængina en lagst á hlið og lagt hönd sína yfir annan þann sem lá við hlið hans í rúminu, þar sem var þröngt. Sagðist hann ekki hafa séð hverjir lágu við hlið hans. Var í miklu uppnámi um morguninn Maðurinn hafnaði því að hafa strokið rass brotaþola, kysst hana eða reynt að taka upp bol hennar. Stuttu seinna hafi strákur, sem var í öðru rúmi í herberginu, pikkað í hann og sagt að hann yrði að sofa frammi. Sagði strákurinn það ekki hafa verið neitt mál og farið fram og sofið á sófanum. „Um morguninn hefði hann verið kallaður inn í herbergi til stelpnanna og kom fram hjá þeim að brotaþoli hefði farið um morguninn. Hefði henni liðið eins og eitthvað óþægilegt hefði gerst, eins og ákærði hefði brotið eitthvað á henni, sem ákærði kvaðst ekki hafa gert,“ segir í dómnum. Frásögn stúlkunnar var á þann veg að hún hafi vaknað um morguninn við að strákurinn væri að kyssa háls hennar. Hann hafi strokið magann á henni og komið við rass hennar. Hún hafi verið með bol sinn gyrtan ofan í buxurnar en ákærði dregið hann upp. Sagðist hún hafa reynt að setjast upp en hann dregið hana aftur niður. Hún hafi látið í ljós að hún vildi þetta ekki og vinur þeirra vaknað stuttu síðar og sagt ákærða að fara fram. Nokkur vitnanna sögðu fyrir dómi að þeim hafi þótt ákærði ágengur við sumar stelpurnar þetta kvöld og fundist hegðun hans óþægileg. Þá hafi brotaþoli verið í uppnámi um morguninn. Segir í dómnum að framburður brotaþola og ákærða hafi verið stöðugur en að fyrir liggi orð brotaþola gegn orðum ákærða um atvik málsins. Ákærði verði „að njóta þess vafa sem uppi er um sekt hans.“ Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fram kemur í dómnum að brotaþolinn hafi verið í sumarbústað með nokkrum vinkonum sínum þetta kvöld og verið þar að drekka og spila. Ákærði hafi bæst í hópinn ásamt tveimur vinum hans og seinna um kvöldið hafi tveir strákar til viðbótar bæst við. Haft er eftir manninum að upp úr miðnætti hafi fólk farið að tínast inn í herbergin til að hvílast en hvorki hann né tveir vinir hans fengið rúm. Þeir hafi því hreiðrað um sig á sófa í stofunni. Að hans sögn hafi þar verið mjög kalt og hann því ákveðið að „athuga inn í herbergi“ þar sem var mun hlýrra. Hann hafi séð að það var pláss milli tveggja sem lágu í hjónarúmi herbergisins og skotið sér á milli og sofnað. Hann hafi verið fullklæddur og ekki farið undir sængina en lagst á hlið og lagt hönd sína yfir annan þann sem lá við hlið hans í rúminu, þar sem var þröngt. Sagðist hann ekki hafa séð hverjir lágu við hlið hans. Var í miklu uppnámi um morguninn Maðurinn hafnaði því að hafa strokið rass brotaþola, kysst hana eða reynt að taka upp bol hennar. Stuttu seinna hafi strákur, sem var í öðru rúmi í herberginu, pikkað í hann og sagt að hann yrði að sofa frammi. Sagði strákurinn það ekki hafa verið neitt mál og farið fram og sofið á sófanum. „Um morguninn hefði hann verið kallaður inn í herbergi til stelpnanna og kom fram hjá þeim að brotaþoli hefði farið um morguninn. Hefði henni liðið eins og eitthvað óþægilegt hefði gerst, eins og ákærði hefði brotið eitthvað á henni, sem ákærði kvaðst ekki hafa gert,“ segir í dómnum. Frásögn stúlkunnar var á þann veg að hún hafi vaknað um morguninn við að strákurinn væri að kyssa háls hennar. Hann hafi strokið magann á henni og komið við rass hennar. Hún hafi verið með bol sinn gyrtan ofan í buxurnar en ákærði dregið hann upp. Sagðist hún hafa reynt að setjast upp en hann dregið hana aftur niður. Hún hafi látið í ljós að hún vildi þetta ekki og vinur þeirra vaknað stuttu síðar og sagt ákærða að fara fram. Nokkur vitnanna sögðu fyrir dómi að þeim hafi þótt ákærði ágengur við sumar stelpurnar þetta kvöld og fundist hegðun hans óþægileg. Þá hafi brotaþoli verið í uppnámi um morguninn. Segir í dómnum að framburður brotaþola og ákærða hafi verið stöðugur en að fyrir liggi orð brotaþola gegn orðum ákærða um atvik málsins. Ákærði verði „að njóta þess vafa sem uppi er um sekt hans.“
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira