Svo virðist sem settur dagur sé 2. maí 2024 en fyrir eiga þau Anníe Mist og unnusti hennar, CrossFit-kappinn Frederik Ægidius, dótturina Freyju Mist Ægidius Frederiksdóttur sem fæddist árið 2020.
Hamingjuóskum hefur rignt yfir fjölskylduna á samfélagsmiðlum. Meðal þeirra sem hafa óskað parinu til hamingju er Katrín Tanja Davíðsdóttir, CrossFit-stjarna, sem skrifar við Instagram-færslu Anníe: „HJARTAÐ MITT. Bestu fréttir í heimi!!!!!.. lítið naut alveg eins og Kat frænka 🤭 ég elska ykkur svo mikið!!!!!!
Þrátt fyrir að eiga von á barni hefur Anníe Mist ekkert hægt á sér og í gær gátu aðdáendur fylgst með ströngum undirbúningi hennar fyrir Rogue Invitational stórmótið í Texas sem fer fram 27. til 29. október næstkomandi.
Anníe Mist hefur í tvígang staðið uppi sem heimsmeistari í CrossFit og var sú fyrsta til að hljóta titilinn hraustasta kona í heimi. Þá er hún eigandi líkamsræktarstöðvarinnar CrossFit Reykjavík þar sem hún æfir og þjálfar.