Jafnrétti hefur ekki verið náð í Kópavogi Indriði Ingi Stefánsson, Árni Pétur Árnason, Matthías Hjartarson og Þorgeir Lárus Árnason skrifa 24. október 2023 08:30 Píratar styðja baráttu kvenna og kvára fyrir jafnrétti og taka undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Þrátt fyrir að Kópavogsbær skreyti sig með jafnlaunavottun er ekki hægt að fullyrða að jafnrétti hafi verið náð í Kópavogi. Má þar nefna að nú þegar hálft annað ár er liðið frá kosningu nýrrar bæjarstjórnar hundsar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ennþá bæði jafnréttis- og sveitarstjórnarlög með því að skipa einungis fólk af öðru kyninu í nefndir og ráð á vegum bæjarstjórnar, þrátt fyrir bæði ítrekaðar athugasemdir af okkar hálfu sem og afskipti Jafnréttisstofu. Lögfræðingur Kópavogsbæjar hefur staðfest það í minnisblaði að skipanin uppfylli ekki kröfur laganna um jöfn kynjahlutföll. Í sumar stóð meirihluti bæjarstjórnar fyrir umdeildri breytingu á fyrirkomulagi reksturs leikskóla í Kópavogi. Foreldrar eru hvattir til þess að stytta vistunartíma barna sinna og þeir sem ekki gera það þurfa nú að greiða um 40% hærri vistunargjöld en áður. Lítið samráð átti sér stað við foreldra áður en breytingin tók gildi og ekkert jafnréttismat var gert á tillögunni, en ef marka má reynslusögur foreldra undanfarnar vikur kemur breytingin sennilega verr niður á atvinnuþátttöku kvenna en karla. Við Píratar höfum leitt ýmsar nauðsynlegar breytingar í átt að auknu jafnrétti í bænum. Má þar nefna kynhlutlausa klefa í sundlaugum Kópavogs, samræmt verklag við auglýsingar starfa á vegum bæjarins þar sem gera á ráð fyrir öllum kynjum, og um þessar mundir er í gangi vinna við endurskoðun á reglum um val á íþróttafólki ársins þar sem stendur til að skapað verði rými fyrir kynsegin íþróttafólk við tilnefningarnar. Kópavogsbær á góða stefnu um einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi meðal starfsfólks bæjarins. Við Píratar höfum nú í hátt í fimm ár talað fyrir því að stefnan verði endurskoðuð með það að markmiði að hún nái ekki eingöngu til starfsfólks bæjarins heldur einnig til kjörinna fulltrúa. Engin slík stefna eða verklag er til staðar þegar kemur að kjörnum fulltrúum, en kynbundið ofbeldi á sér því miður vissulega stað á þeim vettvangi líka. Það er enn töluvert í land til þess að jafnrétti verði náð, sér í lagi félagslegu jafnrétti. Píratar hvetja bæjarstjórn Kópavogs til þess að ganga fram með góðu fordæmi í jafnréttismálum og vinna að útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. Fyrir hönd stjórnar Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Kvennaverkfall Píratar Indriði Stefánsson Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Píratar styðja baráttu kvenna og kvára fyrir jafnrétti og taka undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Þrátt fyrir að Kópavogsbær skreyti sig með jafnlaunavottun er ekki hægt að fullyrða að jafnrétti hafi verið náð í Kópavogi. Má þar nefna að nú þegar hálft annað ár er liðið frá kosningu nýrrar bæjarstjórnar hundsar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ennþá bæði jafnréttis- og sveitarstjórnarlög með því að skipa einungis fólk af öðru kyninu í nefndir og ráð á vegum bæjarstjórnar, þrátt fyrir bæði ítrekaðar athugasemdir af okkar hálfu sem og afskipti Jafnréttisstofu. Lögfræðingur Kópavogsbæjar hefur staðfest það í minnisblaði að skipanin uppfylli ekki kröfur laganna um jöfn kynjahlutföll. Í sumar stóð meirihluti bæjarstjórnar fyrir umdeildri breytingu á fyrirkomulagi reksturs leikskóla í Kópavogi. Foreldrar eru hvattir til þess að stytta vistunartíma barna sinna og þeir sem ekki gera það þurfa nú að greiða um 40% hærri vistunargjöld en áður. Lítið samráð átti sér stað við foreldra áður en breytingin tók gildi og ekkert jafnréttismat var gert á tillögunni, en ef marka má reynslusögur foreldra undanfarnar vikur kemur breytingin sennilega verr niður á atvinnuþátttöku kvenna en karla. Við Píratar höfum leitt ýmsar nauðsynlegar breytingar í átt að auknu jafnrétti í bænum. Má þar nefna kynhlutlausa klefa í sundlaugum Kópavogs, samræmt verklag við auglýsingar starfa á vegum bæjarins þar sem gera á ráð fyrir öllum kynjum, og um þessar mundir er í gangi vinna við endurskoðun á reglum um val á íþróttafólki ársins þar sem stendur til að skapað verði rými fyrir kynsegin íþróttafólk við tilnefningarnar. Kópavogsbær á góða stefnu um einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi meðal starfsfólks bæjarins. Við Píratar höfum nú í hátt í fimm ár talað fyrir því að stefnan verði endurskoðuð með það að markmiði að hún nái ekki eingöngu til starfsfólks bæjarins heldur einnig til kjörinna fulltrúa. Engin slík stefna eða verklag er til staðar þegar kemur að kjörnum fulltrúum, en kynbundið ofbeldi á sér því miður vissulega stað á þeim vettvangi líka. Það er enn töluvert í land til þess að jafnrétti verði náð, sér í lagi félagslegu jafnrétti. Píratar hvetja bæjarstjórn Kópavogs til þess að ganga fram með góðu fordæmi í jafnréttismálum og vinna að útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. Fyrir hönd stjórnar Pírata í Kópavogi.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun