Jafnrétti hefur ekki verið náð í Kópavogi Indriði Ingi Stefánsson, Árni Pétur Árnason, Matthías Hjartarson og Þorgeir Lárus Árnason skrifa 24. október 2023 08:30 Píratar styðja baráttu kvenna og kvára fyrir jafnrétti og taka undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Þrátt fyrir að Kópavogsbær skreyti sig með jafnlaunavottun er ekki hægt að fullyrða að jafnrétti hafi verið náð í Kópavogi. Má þar nefna að nú þegar hálft annað ár er liðið frá kosningu nýrrar bæjarstjórnar hundsar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ennþá bæði jafnréttis- og sveitarstjórnarlög með því að skipa einungis fólk af öðru kyninu í nefndir og ráð á vegum bæjarstjórnar, þrátt fyrir bæði ítrekaðar athugasemdir af okkar hálfu sem og afskipti Jafnréttisstofu. Lögfræðingur Kópavogsbæjar hefur staðfest það í minnisblaði að skipanin uppfylli ekki kröfur laganna um jöfn kynjahlutföll. Í sumar stóð meirihluti bæjarstjórnar fyrir umdeildri breytingu á fyrirkomulagi reksturs leikskóla í Kópavogi. Foreldrar eru hvattir til þess að stytta vistunartíma barna sinna og þeir sem ekki gera það þurfa nú að greiða um 40% hærri vistunargjöld en áður. Lítið samráð átti sér stað við foreldra áður en breytingin tók gildi og ekkert jafnréttismat var gert á tillögunni, en ef marka má reynslusögur foreldra undanfarnar vikur kemur breytingin sennilega verr niður á atvinnuþátttöku kvenna en karla. Við Píratar höfum leitt ýmsar nauðsynlegar breytingar í átt að auknu jafnrétti í bænum. Má þar nefna kynhlutlausa klefa í sundlaugum Kópavogs, samræmt verklag við auglýsingar starfa á vegum bæjarins þar sem gera á ráð fyrir öllum kynjum, og um þessar mundir er í gangi vinna við endurskoðun á reglum um val á íþróttafólki ársins þar sem stendur til að skapað verði rými fyrir kynsegin íþróttafólk við tilnefningarnar. Kópavogsbær á góða stefnu um einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi meðal starfsfólks bæjarins. Við Píratar höfum nú í hátt í fimm ár talað fyrir því að stefnan verði endurskoðuð með það að markmiði að hún nái ekki eingöngu til starfsfólks bæjarins heldur einnig til kjörinna fulltrúa. Engin slík stefna eða verklag er til staðar þegar kemur að kjörnum fulltrúum, en kynbundið ofbeldi á sér því miður vissulega stað á þeim vettvangi líka. Það er enn töluvert í land til þess að jafnrétti verði náð, sér í lagi félagslegu jafnrétti. Píratar hvetja bæjarstjórn Kópavogs til þess að ganga fram með góðu fordæmi í jafnréttismálum og vinna að útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. Fyrir hönd stjórnar Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Kvennaverkfall Píratar Indriði Stefánsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Píratar styðja baráttu kvenna og kvára fyrir jafnrétti og taka undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum. Þrátt fyrir að Kópavogsbær skreyti sig með jafnlaunavottun er ekki hægt að fullyrða að jafnrétti hafi verið náð í Kópavogi. Má þar nefna að nú þegar hálft annað ár er liðið frá kosningu nýrrar bæjarstjórnar hundsar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar ennþá bæði jafnréttis- og sveitarstjórnarlög með því að skipa einungis fólk af öðru kyninu í nefndir og ráð á vegum bæjarstjórnar, þrátt fyrir bæði ítrekaðar athugasemdir af okkar hálfu sem og afskipti Jafnréttisstofu. Lögfræðingur Kópavogsbæjar hefur staðfest það í minnisblaði að skipanin uppfylli ekki kröfur laganna um jöfn kynjahlutföll. Í sumar stóð meirihluti bæjarstjórnar fyrir umdeildri breytingu á fyrirkomulagi reksturs leikskóla í Kópavogi. Foreldrar eru hvattir til þess að stytta vistunartíma barna sinna og þeir sem ekki gera það þurfa nú að greiða um 40% hærri vistunargjöld en áður. Lítið samráð átti sér stað við foreldra áður en breytingin tók gildi og ekkert jafnréttismat var gert á tillögunni, en ef marka má reynslusögur foreldra undanfarnar vikur kemur breytingin sennilega verr niður á atvinnuþátttöku kvenna en karla. Við Píratar höfum leitt ýmsar nauðsynlegar breytingar í átt að auknu jafnrétti í bænum. Má þar nefna kynhlutlausa klefa í sundlaugum Kópavogs, samræmt verklag við auglýsingar starfa á vegum bæjarins þar sem gera á ráð fyrir öllum kynjum, og um þessar mundir er í gangi vinna við endurskoðun á reglum um val á íþróttafólki ársins þar sem stendur til að skapað verði rými fyrir kynsegin íþróttafólk við tilnefningarnar. Kópavogsbær á góða stefnu um einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi meðal starfsfólks bæjarins. Við Píratar höfum nú í hátt í fimm ár talað fyrir því að stefnan verði endurskoðuð með það að markmiði að hún nái ekki eingöngu til starfsfólks bæjarins heldur einnig til kjörinna fulltrúa. Engin slík stefna eða verklag er til staðar þegar kemur að kjörnum fulltrúum, en kynbundið ofbeldi á sér því miður vissulega stað á þeim vettvangi líka. Það er enn töluvert í land til þess að jafnrétti verði náð, sér í lagi félagslegu jafnrétti. Píratar hvetja bæjarstjórn Kópavogs til þess að ganga fram með góðu fordæmi í jafnréttismálum og vinna að útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis. Fyrir hönd stjórnar Pírata í Kópavogi.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar