Fékk fimmtíu dollara og handskrifað bréf frá Adele Íris Hauksdóttir skrifar 27. október 2023 07:02 Alexander Aron varð fyrir einstakri upplifun á tónleikum Adele fyrir stuttu. Alexander Aron Guðjónsson er enn að ná áttum eftir tónleika með Adele í Vegas á dögunum. Hann upplifði ekki aðeins einstakan flutning heldur fór hann heim með dýrmæta minjagripi. Hann tók stóran hluta tónleikanna upp á símann fyrir fylgjendur sína. Alexander Aron lýsir sjálfum sér sem lífskúnster, áhrifvaldi og fasteigna mógul en hann starfar sem lýsingarhönnuður og rafvirki. Ofar öllu öðru er hann einstakur áhugamaður um tónleika. Hann hefur ferðast víða um heim og þrætt þar lang flesta stórtónleika sem hægt er að berja augum. Nú síðast lagði hann leið sína vestur um haf þar sem söngkonan Adele hélt glæsilega tónleika. Óaðfinnanleg söngkona „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé Adele á tónleikum,“ segir Alexander Aron og bætir við að tónleikarnir hafi verið þeir bestu sem hann hafi séð. „Ég fer mjög mikið á tónleika en þessir voru haldnir í Vegas. Við mamma fórum saman. Salurinn var ekkert sá stærsti. Kannski á stærð við Eldborgarsal Hörpu svo við sátum nálægt söngkonunni sem var magnað. Hún fór langt yfir tónleikatímann því hún talaði svo mikið á milli laga. Hún hafði verið ein með veikt barn alla vikuna og hafði ekki talað við fullorðið fólk svo lengi. Það var auðvitað bara bónus fyrir okkur enda er hún gjörsamlega óaðfinnanleg söngkona og gerir allt svo vel.“ Sjálfur mætti Alexander Aron vel undirbúinn fyrir tónleikana en hann tók upp brot af því besta úr öllum sínum eftirlætislögum. „Ég var búin að horfa á allskonar klippur á TikTok og vissi hvaða lög kæmu hvenær og hvaða partar væru flottastir. Ég náði því að mynda allt það flottasta á rauntíma.“ Brot af því besta frá tónleikum Adele má sjá hér í spilaranum fyrir neðan. Klippa: Upptökur af Adele tónleikum Dýrustu tónleikarnir Hann segir andrúmsloftið í salnum sömuleiðis hafa verið einstakt og Adele nái einstaklega vel til áhorfenda sinna. Tónleikar á þessari stærðargráðu kosti þó skildinginn. „Þetta eru dýrustu tónleikar sem ég hef farið á en ég keypti miðana á þá í apríl. Ég er orðinn vel reyndur í að komast að hjá miðasölum og kalla mig eiginlega ticket master í að komast að í röð. Svona miðar eru mjög eftirsóttir.“ Sem dæmi um metnað sinn í að ná góðu plássi á tónleikum nefnir Alexander Aron rúma fimm tíma þar sem hann beið eftir besta plássinu á tónleika með Beyoncé. Auk hennar hefur hann fyrr á þessu ári sótt tónleika með Elton John, Lizzo og nú Adele. Tónleikarnir með Lizzo urðu einkar eftirminnilegir þegar söngkonan gerði sér lítið fyrir og færði Alexander rós þar sem hann stóð fremstur við sviðið. „Ég var með hennar rétta nafn skrifað á símann minn og undir því stóð I LOVE YOU. Hún rak augun í það og flissaði. Þegar hún rétti mér rósina og sagðist líka elska mig fríkaði ég algjörlega út.“ Myndbandið af atvikinu má sjá í spilaranum hér. Klippa: Lizzo á tónleikum Sambærilegt atvik átti sér stað á nýjustu tónleikunum en þá skaut Adele árituðum bol úr loftbyssu út í salinn. „Ég sem hef ekki svo mikið sem gripið bolta í lífinu kastaði mér yfir öryggisverði í von um að grípa bolinn sem ég gerði. Sjálfum mér til ómældrar furðu og ánægju. Inn í bolinn var vafið handskrifað blað frá henni og fimmtíu dollara seðill.“ Draumurinn að sjá um fararstjórn fyrir tónleikaferðir Spurður hvaða tónleikar séu á döfinni nefnir Alexander Aron fyrst söngkonuna Taylor Swift en segir listann nánast ótæmandi. „Ég fer til Frakkalands í júní að sjá hana sem verður pott þétt sturlað. Annars er Adele búin að auglýsa nýja tónleikaferð í júní og ég er alveg að berjast við sjálfan mig að bóka ekki miða aftur þá. Draumurinn væri náttúrulega að fá einhverja ferðaskrifstofu með mér í að skipuleggja svona tónleikaferðir með mér þar sem ég sæi um fararstjórn. Í það minnsta hef ég fengið mjög mikil viðbrögð frá fylgjendum mínum á samfélagsmiðlum.“ Áhugasamir geta fylgst með Alexander Aroni hér. Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Sjá meira
Alexander Aron lýsir sjálfum sér sem lífskúnster, áhrifvaldi og fasteigna mógul en hann starfar sem lýsingarhönnuður og rafvirki. Ofar öllu öðru er hann einstakur áhugamaður um tónleika. Hann hefur ferðast víða um heim og þrætt þar lang flesta stórtónleika sem hægt er að berja augum. Nú síðast lagði hann leið sína vestur um haf þar sem söngkonan Adele hélt glæsilega tónleika. Óaðfinnanleg söngkona „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé Adele á tónleikum,“ segir Alexander Aron og bætir við að tónleikarnir hafi verið þeir bestu sem hann hafi séð. „Ég fer mjög mikið á tónleika en þessir voru haldnir í Vegas. Við mamma fórum saman. Salurinn var ekkert sá stærsti. Kannski á stærð við Eldborgarsal Hörpu svo við sátum nálægt söngkonunni sem var magnað. Hún fór langt yfir tónleikatímann því hún talaði svo mikið á milli laga. Hún hafði verið ein með veikt barn alla vikuna og hafði ekki talað við fullorðið fólk svo lengi. Það var auðvitað bara bónus fyrir okkur enda er hún gjörsamlega óaðfinnanleg söngkona og gerir allt svo vel.“ Sjálfur mætti Alexander Aron vel undirbúinn fyrir tónleikana en hann tók upp brot af því besta úr öllum sínum eftirlætislögum. „Ég var búin að horfa á allskonar klippur á TikTok og vissi hvaða lög kæmu hvenær og hvaða partar væru flottastir. Ég náði því að mynda allt það flottasta á rauntíma.“ Brot af því besta frá tónleikum Adele má sjá hér í spilaranum fyrir neðan. Klippa: Upptökur af Adele tónleikum Dýrustu tónleikarnir Hann segir andrúmsloftið í salnum sömuleiðis hafa verið einstakt og Adele nái einstaklega vel til áhorfenda sinna. Tónleikar á þessari stærðargráðu kosti þó skildinginn. „Þetta eru dýrustu tónleikar sem ég hef farið á en ég keypti miðana á þá í apríl. Ég er orðinn vel reyndur í að komast að hjá miðasölum og kalla mig eiginlega ticket master í að komast að í röð. Svona miðar eru mjög eftirsóttir.“ Sem dæmi um metnað sinn í að ná góðu plássi á tónleikum nefnir Alexander Aron rúma fimm tíma þar sem hann beið eftir besta plássinu á tónleika með Beyoncé. Auk hennar hefur hann fyrr á þessu ári sótt tónleika með Elton John, Lizzo og nú Adele. Tónleikarnir með Lizzo urðu einkar eftirminnilegir þegar söngkonan gerði sér lítið fyrir og færði Alexander rós þar sem hann stóð fremstur við sviðið. „Ég var með hennar rétta nafn skrifað á símann minn og undir því stóð I LOVE YOU. Hún rak augun í það og flissaði. Þegar hún rétti mér rósina og sagðist líka elska mig fríkaði ég algjörlega út.“ Myndbandið af atvikinu má sjá í spilaranum hér. Klippa: Lizzo á tónleikum Sambærilegt atvik átti sér stað á nýjustu tónleikunum en þá skaut Adele árituðum bol úr loftbyssu út í salinn. „Ég sem hef ekki svo mikið sem gripið bolta í lífinu kastaði mér yfir öryggisverði í von um að grípa bolinn sem ég gerði. Sjálfum mér til ómældrar furðu og ánægju. Inn í bolinn var vafið handskrifað blað frá henni og fimmtíu dollara seðill.“ Draumurinn að sjá um fararstjórn fyrir tónleikaferðir Spurður hvaða tónleikar séu á döfinni nefnir Alexander Aron fyrst söngkonuna Taylor Swift en segir listann nánast ótæmandi. „Ég fer til Frakkalands í júní að sjá hana sem verður pott þétt sturlað. Annars er Adele búin að auglýsa nýja tónleikaferð í júní og ég er alveg að berjast við sjálfan mig að bóka ekki miða aftur þá. Draumurinn væri náttúrulega að fá einhverja ferðaskrifstofu með mér í að skipuleggja svona tónleikaferðir með mér þar sem ég sæi um fararstjórn. Í það minnsta hef ég fengið mjög mikil viðbrögð frá fylgjendum mínum á samfélagsmiðlum.“ Áhugasamir geta fylgst með Alexander Aroni hér.
Tónlist Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Sjá meira