Greip til aðgerða eftir að ábending barst um slæma aðstöðu hrossa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2023 08:13 Gerðar voru úrbætur eftir að MAST gaf eigendum hrossanna áminningu. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun segir ekki fyrirhugað að hross verði haldin á bæ á Vestfjörðum í vetur eftir að ábending um slæman aðbúnað barst stofnuninni. Eigandi hrossanna hafi brugðist við kröfum MAST um úrbætur án þess að kæmi til þvingunaraðgerða. Þetta segir í tilkynningu sem MAST gaf út í gær. Segir þar að stofnuninni hafi fyrir nokkrum dögum borist ábending sem sneri að hrossahaldi á nokkuð afskekktum bæ á Vestfjörðum. Sá sem sendi ábendinguna hafi áður sent ábendingu vegna sama dýrahalds. „Höfundur ábendingarinnar lét ekki duga að senda Matvælastofnun ábendinguna heldur sendi afrit af henni til forsætis- og matvælaráðherra, alþingismanna og fjölmiðla auk þess að birta hana á samfélagsmiðlum. Stofnunin gerir ekki athugasemdir við það, en í ábendingunni er gefið í skyn að Matvælastofnun sinni ekki skyldum sínum við eftirlit með dýravelferð og þetta tiltakna mál talið sanna það,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. Segir að MAST hafi flokkað ábendinguna sem alvarlega og rannsókn málsins verið sett í forgang. Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið á vettvang daginn eftir að ábendingin barst og komist að því að á bænum voru 24 hross. Þau hafi verið á beit í rúmgóðu landi, með náttúrulegu skjóli og góðum aðgangi að vatni. „Hrossin voru spök og tækifæri gafst til að skoða hvert og eitt og leggja mat á ástand þeirra. Niðurstaðan var sú að engin frávik komu fram varðandi velferð hrossanna og engin bráð hætta steðjaði að þeim,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. „Við eftirlit síðastliðið vor komu fram alvarleg frávik vegna þriggja hrossa á umræddum bæ. Eigandinn brást þá við kröfum Matvælastofnunar um úrbætur án þess að kæmi til þvingunaraðgerða.“ Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu sem MAST gaf út í gær. Segir þar að stofnuninni hafi fyrir nokkrum dögum borist ábending sem sneri að hrossahaldi á nokkuð afskekktum bæ á Vestfjörðum. Sá sem sendi ábendinguna hafi áður sent ábendingu vegna sama dýrahalds. „Höfundur ábendingarinnar lét ekki duga að senda Matvælastofnun ábendinguna heldur sendi afrit af henni til forsætis- og matvælaráðherra, alþingismanna og fjölmiðla auk þess að birta hana á samfélagsmiðlum. Stofnunin gerir ekki athugasemdir við það, en í ábendingunni er gefið í skyn að Matvælastofnun sinni ekki skyldum sínum við eftirlit með dýravelferð og þetta tiltakna mál talið sanna það,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. Segir að MAST hafi flokkað ábendinguna sem alvarlega og rannsókn málsins verið sett í forgang. Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið á vettvang daginn eftir að ábendingin barst og komist að því að á bænum voru 24 hross. Þau hafi verið á beit í rúmgóðu landi, með náttúrulegu skjóli og góðum aðgangi að vatni. „Hrossin voru spök og tækifæri gafst til að skoða hvert og eitt og leggja mat á ástand þeirra. Niðurstaðan var sú að engin frávik komu fram varðandi velferð hrossanna og engin bráð hætta steðjaði að þeim,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. „Við eftirlit síðastliðið vor komu fram alvarleg frávik vegna þriggja hrossa á umræddum bæ. Eigandinn brást þá við kröfum Matvælastofnunar um úrbætur án þess að kæmi til þvingunaraðgerða.“
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira