Agla María: Mér finnst þetta metnaðarfull ráðning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2023 10:30 Agla María Albertsdóttir á blaðamannafundinum í gær. Vísir/Sigurjón Agla María Albertsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta mæta Danmörku annað kvöld í næstsíðasta heimaleiknum sínum í Þjóðadeildinni. Danska liðið er á toppnum í riðlinum með tvo sigra í tveimur leikjum og hér er því um mjög sterka mótherja að ræða. Íslensku stelpurnar steinlágu í síðasta leik á móti Þýskalandi sem hafði þá skömmu áður tapað á móti Dönum. „Stemmningin er mjög góð. Fólk er búið að leggja þetta aftur fyrir sig og við erum búnar að kryfja leikinn á móti Þjóðverjum. Við erum því búnar að leggja þann leik aftur fyrir okkur og nú erum við með fulla einbeitingu á Danmörku,“ sagði Agla María Albertsdóttir. Íslenska liðið þarf að spila betur en í síðasta glugga en hvað þarf helst að laga? „Við þurfum aðallega að reyna að halda betur í boltann. Það hefur svolítið vantað upp á hjá okkur. Við þurfum líka að reyna að halda boltanum ofarlega á vellinum og sérstaklega fyrir okkur sóknarmennina þannig að það sé orka í það að fara í sóknirnar. Það er fyrst og fremst sem við þurfum að bæta,“ sagði Agla María. Betri en hún bjóst við Mikið hefur verið rætt um Laugardalsvöllinn og hvernig hann ráði við það álag sem er á honum á tíma þegar myrkrið og kuldinn er farinn að herja á hann. „Hann er bara betri en ég bjóst við. Hann er kannski aðeins lausari í sér heldur en venjulega. Við höfum líka verið að æfa á Salavelli. Miðað við árstíma þá er hann bara fínn,“ sagði Agla. Klippa: Viðtal við Öglu Maríu Albertsdóttur Þorsteinn Halldórsson og stelpurnar hans eru að fara að spila við tvær mjög sterkar þjóðir í þessum glugga. Hvað leggur hann upp í þessum leikjum? Ekki láta þær fara í gegnum hjartað „Það er erfitt að fara nákvæmlega yfir það sem hann er að leggja upp með en við þurfum bara vera þéttari og hleypa þeim frekar utan á okkur. Ekki láta þær fara í gegnum hjartað og halda betur í boltann. Það hefur vantað svolítið hjá okkur og í stuttu máli eru það aðaláherslurnar,“ sagði Agla. Agla María er sátt hjá breiðablik og hún er ekkert að horfa í kringum sig eða heyra áhuga frá öðrum félögum. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég ekkert verið að skoða það. Ég er með ársamning í viðbót við Breiðablik og ég er ánægð þar. Sérstaklega núna því mér finnst verið að leggja mikinn metnað í þetta með því að fá fá Nik inn í þjálfarateymið. Ég held að það séu mjög spenanndi tímar fram undan í Kópavoginum,“ sagði Agla. Ráðningin á Nik Anthony Chamberlain, fyrrum þjálfara kvennaliðs Þróttar, fer mjög vel í lykilleikmann Breiðabliksliðsins. Hann spilar skemmtilegan fótbolta „Hún leggst mjög vel í mig. Mér finnst þetta metnaðarfull ráðning og frábært að fá þjálfara í hundrað prósent starf. Hann hefur gert mjög góða hluti í Laugardalnum og ég vonast bara til þess að hann eigi eftir að færa það yfir á okkur í Kópavoginum,“ sagði Agla. Hún sem sóknarmaður er spennt fyrir að prófa leikstíl nýja þjálfarans. „Hann spilar mjög skemmtilegan fótbolta og ég er spennt fyrir því,“ sagði Agla. Blikar lenti í mikill lægð í haust en náðu að vinna sig upp úr henni og ná Evrópusætinu. „Mín upplifun er sú að við lendum í öðru sætinu og við komumst í bikarúrslit og lendum í öðru sæti þar. Þetta er ekki svo slæmt en samt sem áður var þetta alls ekki nógu gott tímabil. Fyrir mér er þetta þannig að það þarf bara að spyrna sér frá botninum, gefa almennilega í og setja alvöru metnað í þetta. Mér finnst þetta vera fyrsta skrefið, að ráða þjálfara í fullt starf og fá Nik yfir. Svo þarf bara að byggja ofan á þetta og það er nægur tími fram undan,“ sagði Agla. „Það er mjög spennandi verkefni fram undan og það er bara að komast aftur á toppinn,“ sagði Agla en það má horfa á viðtalið við hana hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Sjá meira
Danska liðið er á toppnum í riðlinum með tvo sigra í tveimur leikjum og hér er því um mjög sterka mótherja að ræða. Íslensku stelpurnar steinlágu í síðasta leik á móti Þýskalandi sem hafði þá skömmu áður tapað á móti Dönum. „Stemmningin er mjög góð. Fólk er búið að leggja þetta aftur fyrir sig og við erum búnar að kryfja leikinn á móti Þjóðverjum. Við erum því búnar að leggja þann leik aftur fyrir okkur og nú erum við með fulla einbeitingu á Danmörku,“ sagði Agla María Albertsdóttir. Íslenska liðið þarf að spila betur en í síðasta glugga en hvað þarf helst að laga? „Við þurfum aðallega að reyna að halda betur í boltann. Það hefur svolítið vantað upp á hjá okkur. Við þurfum líka að reyna að halda boltanum ofarlega á vellinum og sérstaklega fyrir okkur sóknarmennina þannig að það sé orka í það að fara í sóknirnar. Það er fyrst og fremst sem við þurfum að bæta,“ sagði Agla María. Betri en hún bjóst við Mikið hefur verið rætt um Laugardalsvöllinn og hvernig hann ráði við það álag sem er á honum á tíma þegar myrkrið og kuldinn er farinn að herja á hann. „Hann er bara betri en ég bjóst við. Hann er kannski aðeins lausari í sér heldur en venjulega. Við höfum líka verið að æfa á Salavelli. Miðað við árstíma þá er hann bara fínn,“ sagði Agla. Klippa: Viðtal við Öglu Maríu Albertsdóttur Þorsteinn Halldórsson og stelpurnar hans eru að fara að spila við tvær mjög sterkar þjóðir í þessum glugga. Hvað leggur hann upp í þessum leikjum? Ekki láta þær fara í gegnum hjartað „Það er erfitt að fara nákvæmlega yfir það sem hann er að leggja upp með en við þurfum bara vera þéttari og hleypa þeim frekar utan á okkur. Ekki láta þær fara í gegnum hjartað og halda betur í boltann. Það hefur vantað svolítið hjá okkur og í stuttu máli eru það aðaláherslurnar,“ sagði Agla. Agla María er sátt hjá breiðablik og hún er ekkert að horfa í kringum sig eða heyra áhuga frá öðrum félögum. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég ekkert verið að skoða það. Ég er með ársamning í viðbót við Breiðablik og ég er ánægð þar. Sérstaklega núna því mér finnst verið að leggja mikinn metnað í þetta með því að fá fá Nik inn í þjálfarateymið. Ég held að það séu mjög spenanndi tímar fram undan í Kópavoginum,“ sagði Agla. Ráðningin á Nik Anthony Chamberlain, fyrrum þjálfara kvennaliðs Þróttar, fer mjög vel í lykilleikmann Breiðabliksliðsins. Hann spilar skemmtilegan fótbolta „Hún leggst mjög vel í mig. Mér finnst þetta metnaðarfull ráðning og frábært að fá þjálfara í hundrað prósent starf. Hann hefur gert mjög góða hluti í Laugardalnum og ég vonast bara til þess að hann eigi eftir að færa það yfir á okkur í Kópavoginum,“ sagði Agla. Hún sem sóknarmaður er spennt fyrir að prófa leikstíl nýja þjálfarans. „Hann spilar mjög skemmtilegan fótbolta og ég er spennt fyrir því,“ sagði Agla. Blikar lenti í mikill lægð í haust en náðu að vinna sig upp úr henni og ná Evrópusætinu. „Mín upplifun er sú að við lendum í öðru sætinu og við komumst í bikarúrslit og lendum í öðru sæti þar. Þetta er ekki svo slæmt en samt sem áður var þetta alls ekki nógu gott tímabil. Fyrir mér er þetta þannig að það þarf bara að spyrna sér frá botninum, gefa almennilega í og setja alvöru metnað í þetta. Mér finnst þetta vera fyrsta skrefið, að ráða þjálfara í fullt starf og fá Nik yfir. Svo þarf bara að byggja ofan á þetta og það er nægur tími fram undan,“ sagði Agla. „Það er mjög spennandi verkefni fram undan og það er bara að komast aftur á toppinn,“ sagði Agla en það má horfa á viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu