Króatíski miðherjinn Matija Jokic hefur samið við Grindavík út þetta tímabil. Grindvíkingar greindu frá þessu í dag.
Jokic er kominn með leikheimild og gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Grindavík þegar liðið tekur á móti Breiðabliki í 4. umferð Subway-deildarinnar í kvöld.
Grindvíkingar hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í Subway-deildinni, þar af tveimur á heimavelli.