Nýsköpun á brauðfótum Erna Magnúsdóttir og Eiríkur Steingrímsson skrifa 27. október 2023 07:02 Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Þetta sést á auknu fjármagni til samkeppnissjóða nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, með endurgreiðslum á rannsókna- og þróunarkostnaði, með skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk og endurgreiðslum á VSK. Árið 2022 fengu nýsköpunarfyrirtæki um 11 milljarða í styrk beint úr ríkissjóði, og hækkaði sú tala í 13 milljarða á síðasta ári og stefnir í 15 milljarða árið 2024 auk þess sem gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun árið 2026. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku og auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir staðið í stað og lækkað að raunvirði. Háskólar og vísindastofnanir greiða auk þess fullan VSK af rannsóknavörum og fá hann ekki endurgreiddan. Nýsköpun þarf í grunninn þrennt til að þrífast: frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn og vel þjálfað starfsfólk. Þetta síðastnefnda er einmitt grunnstarfsemi háskóla. Þeir kenna nemum í grunnnámi og þjálfa framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara- og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Mikilvægast fyrir nýsköpunarfyrirtækin er kannski þjálfunin sem nemendur fá í sjálfstæðum vinnubrögðum og verkefna- og tímastjórnun. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Gott dæmi um þetta hlutverk háskóla er líftæknin. Líftækni á Íslandi hófst við Háskóla Íslands árið 1978 þegar Guðmundur Eggertsson flutti inn DNA klónunar-tæknina frá San Francisco og kenndi sínum nemum sem aftur kenndu sínum nemum þannig að til varð heilt samfélag sameindalíffræðinga sem kunnu til verka þegar hugmyndir að fyrirtækjum urðu til. Grunnrannsóknir háskóla og stofnana eru því afar mikilvæg undirstaða fyrir atvinnulífið. Það skýtur því skökku við að um leið og stjórnvöld leggja mikla áherslu á nýsköpun og nýsköpunarfyrirtækjum fer hratt fjölgandi á landinu þá er stefnt að niðurskurði á samkeppnissjóðum Vísinda- og tækniráðs. Það er hvorki að sjá neinar áætlanir um eflingu undirstöðunnar né um eitthvað annað sem gæti tekið við af háskólunum í slíkri þjálfun. Stjórnvöld stefna því að eflingu nýsköpunar án þess að huga að mönnun hennar. Þegar tölurnar um samkeppnissjóðina eru skoðaðar hefur lítið breyst síðustu 10 árin. Úthlutanir til nýrra styrkja Rannsóknasjóðs Vísinda og tækniráðs hafa aukist um 5% milli 2014 og 2023 ef miðað er við launavísitölu, á sama tíma og umsvif nýsköpunarfyrirtækja og styrkir til þeirra hafa margfaldast. Ef verður af niðurskurði til sjóðanna á fjárlögum 2024 mun úthlutun til nýrra styrkja verða samsvarandi því sem hún var árið 2005, fyrir tæpum tuttugu árum síðan, þegar umsvif nýsköpunar og hugvits voru mun minni í íslensku atvinnulífi og umsóknir í sjóðinn voru um helmingi færri en þær voru á síðasta ári. Aðrir sjóðir svo sem Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísindasjóður Landspítalans hafa staðið í stað síðustu 10 árin. Úthlutanir úr þessum tveimur sjóðum hafa varla breyst í krónutölu sem þýðir að kaupmáttur þeirra hefur hríðlækkað á síðustu 10 árum. Ef við tökum okkar grein, lífvísindin, sem dæmi þá blasir við áhugavert landslag. Líftæknin er að verða fjórða stoðin í íslensku atvinnulífi en í þeim iðnaði starfa nú um 1500 manns. Stærsta fyrirtækið í þeim geira, Alvotech, telur nú um 1100 starfsmenn. Það fyrirtæki hefur áætlað að það muni afla 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar árið 2027. Ef miðað er við höfðatölu starfa fjórum sinnum fleiri við líftækni á Íslandi en í Bandaríkjunum, þar sem líftæknin varð til. Ef Alvotech er tekið út fyrir sviga er Ísland á pari við Bandaríkin. Til að viðhalda þessari grósku í líftækni ber stjórnvöldum hreinlega skylda til að bregðast við og efla möguleika til grunnrannsókna með eflingu sjóðanna. Heilbrigðis- og lífvísindi hlutu 338 milljónir í styrki úr Rannsóknasjóði árið 2021, og ef af niðurskurði á fjárlögum 2024 verður mun sú upphæð lækka í 261 milljónir. Á sama tíma veitti National Institutes of Health í Bandaríkjunum 38 milljörðum bandaríkjadala í líf- og heilbrigðisrannsóknir þar i landi. Ef einungis er miðað við höfðatölu þá ætti Rannsóknasjóður að veita 5.1 milljörðum króna í líf- og heilbrigðisrannsóknir hér á landi til að vera sambærileg Bandaríkjunum. Til að halda í við líftækniiðnaðinn sem hér blómstrar þyrfti sennilega að fjórfalda þá tölu. Ef stjórnvöld vilja halda áfram að efla nýsköpun í landinu er nauðsynlegt að efla samkeppnissjóði vísinda um leið. Annars stranda nýju fyrirtækin vegna skorts á starfsfólki. Höfundar sitja í stjórn og ráðgjafaráði Lífvísindaseturs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á nýsköpun á Íslandi. Þetta sést á auknu fjármagni til samkeppnissjóða nýsköpunar í gegnum Tækniþróunarsjóð, með endurgreiðslum á rannsókna- og þróunarkostnaði, með skattaívilnunum fyrir sérhæft erlent starfsfólk og endurgreiðslum á VSK. Árið 2022 fengu nýsköpunarfyrirtæki um 11 milljarða í styrk beint úr ríkissjóði, og hækkaði sú tala í 13 milljarða á síðasta ári og stefnir í 15 milljarða árið 2024 auk þess sem gert er ráð fyrir áframhaldandi hækkun árið 2026. Þetta sýnir að nægt fjármagn er til í kerfinu til að styðja við þetta mikilvæga starf. Þessi aukna áhersla á nýsköpun hefur skilað sér í mikilli grósku og auknum fjölda allskyns nýsköpunarfyrirtækja. Um leið og þessi gróska hefur átt sér stað í nýsköpunargeiranum hefur fjármögnun grunnvísinda við háskóla og stofnanir staðið í stað og lækkað að raunvirði. Háskólar og vísindastofnanir greiða auk þess fullan VSK af rannsóknavörum og fá hann ekki endurgreiddan. Nýsköpun þarf í grunninn þrennt til að þrífast: frumkvöðla með hugmyndir, fjármagn og vel þjálfað starfsfólk. Þetta síðastnefnda er einmitt grunnstarfsemi háskóla. Þeir kenna nemum í grunnnámi og þjálfa framhaldsnema í vísindarannsóknum þar sem meistara- og doktornemar vinna að grunnrannsóknum á viðkomandi sviði og læra fagleg vinnubrögð, greiningu heimilda og gagna og kynningu niðurstaðna í ræðum og riti. Mikilvægast fyrir nýsköpunarfyrirtækin er kannski þjálfunin sem nemendur fá í sjálfstæðum vinnubrögðum og verkefna- og tímastjórnun. Háskólar koma oft einnig með nýjar aðferðir og hugmyndir áður en þær verða að viðskiptatækifærum. Gott dæmi um þetta hlutverk háskóla er líftæknin. Líftækni á Íslandi hófst við Háskóla Íslands árið 1978 þegar Guðmundur Eggertsson flutti inn DNA klónunar-tæknina frá San Francisco og kenndi sínum nemum sem aftur kenndu sínum nemum þannig að til varð heilt samfélag sameindalíffræðinga sem kunnu til verka þegar hugmyndir að fyrirtækjum urðu til. Grunnrannsóknir háskóla og stofnana eru því afar mikilvæg undirstaða fyrir atvinnulífið. Það skýtur því skökku við að um leið og stjórnvöld leggja mikla áherslu á nýsköpun og nýsköpunarfyrirtækjum fer hratt fjölgandi á landinu þá er stefnt að niðurskurði á samkeppnissjóðum Vísinda- og tækniráðs. Það er hvorki að sjá neinar áætlanir um eflingu undirstöðunnar né um eitthvað annað sem gæti tekið við af háskólunum í slíkri þjálfun. Stjórnvöld stefna því að eflingu nýsköpunar án þess að huga að mönnun hennar. Þegar tölurnar um samkeppnissjóðina eru skoðaðar hefur lítið breyst síðustu 10 árin. Úthlutanir til nýrra styrkja Rannsóknasjóðs Vísinda og tækniráðs hafa aukist um 5% milli 2014 og 2023 ef miðað er við launavísitölu, á sama tíma og umsvif nýsköpunarfyrirtækja og styrkir til þeirra hafa margfaldast. Ef verður af niðurskurði til sjóðanna á fjárlögum 2024 mun úthlutun til nýrra styrkja verða samsvarandi því sem hún var árið 2005, fyrir tæpum tuttugu árum síðan, þegar umsvif nýsköpunar og hugvits voru mun minni í íslensku atvinnulífi og umsóknir í sjóðinn voru um helmingi færri en þær voru á síðasta ári. Aðrir sjóðir svo sem Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Vísindasjóður Landspítalans hafa staðið í stað síðustu 10 árin. Úthlutanir úr þessum tveimur sjóðum hafa varla breyst í krónutölu sem þýðir að kaupmáttur þeirra hefur hríðlækkað á síðustu 10 árum. Ef við tökum okkar grein, lífvísindin, sem dæmi þá blasir við áhugavert landslag. Líftæknin er að verða fjórða stoðin í íslensku atvinnulífi en í þeim iðnaði starfa nú um 1500 manns. Stærsta fyrirtækið í þeim geira, Alvotech, telur nú um 1100 starfsmenn. Það fyrirtæki hefur áætlað að það muni afla 20% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar árið 2027. Ef miðað er við höfðatölu starfa fjórum sinnum fleiri við líftækni á Íslandi en í Bandaríkjunum, þar sem líftæknin varð til. Ef Alvotech er tekið út fyrir sviga er Ísland á pari við Bandaríkin. Til að viðhalda þessari grósku í líftækni ber stjórnvöldum hreinlega skylda til að bregðast við og efla möguleika til grunnrannsókna með eflingu sjóðanna. Heilbrigðis- og lífvísindi hlutu 338 milljónir í styrki úr Rannsóknasjóði árið 2021, og ef af niðurskurði á fjárlögum 2024 verður mun sú upphæð lækka í 261 milljónir. Á sama tíma veitti National Institutes of Health í Bandaríkjunum 38 milljörðum bandaríkjadala í líf- og heilbrigðisrannsóknir þar i landi. Ef einungis er miðað við höfðatölu þá ætti Rannsóknasjóður að veita 5.1 milljörðum króna í líf- og heilbrigðisrannsóknir hér á landi til að vera sambærileg Bandaríkjunum. Til að halda í við líftækniiðnaðinn sem hér blómstrar þyrfti sennilega að fjórfalda þá tölu. Ef stjórnvöld vilja halda áfram að efla nýsköpun í landinu er nauðsynlegt að efla samkeppnissjóði vísinda um leið. Annars stranda nýju fyrirtækin vegna skorts á starfsfólki. Höfundar sitja í stjórn og ráðgjafaráði Lífvísindaseturs Háskóla Íslands.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar