Almenningur þurfi að vera meðvitaður um að mansal sé til á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 23:00 Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Arnar Yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir mikilvægt að stjórnvöld efni til átaks til að bregðast við lélegum árangri í baráttunni gegn mansali. Almenningur þurfi að vera meðvitaður um að mansal líðist á Íslandi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt Greta, nefndar á vegum Evrópuráðsins. Þar er stjórnvöldum sendur tónninn. „Hún er í rauninni bara raunsönn miðað við skýrslu Greta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hún var gestur Erlu Bjargar Gunnarsdóttir í setti í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt að hringja og senda tölvupóst Alda Hrönn segir tilefni til þess að efna til átaks til þess að þjálfa alla hlutaðeigandi í því að sjá þegar um sé að ræða mansal. „Almenningur þarf líka að vera meðvitaður, vegna þess að ef við berum ekki kennsl á mansal að þá erum við auðvitað ekki að rannsaka þessi mál,“ segir Alda. „Í fyrsta lagi er mjög gott að hringja bara í 112 ef við höldum að neyð liggi við. Lögreglan er líka með netfang, mansal@logreglan.is sem tekur á móti ábendingum. Ef það er vinnumansal þá gera stéttarfélög það líka, þau geta tekið við þessum ábendingum og komið áleiðis til lögreglu.“ Alda segir stéttarfélögin hafa verið dugleg að senda ábendingar um mögulegt mansal. Flestar tilkynningar koma þaðan. „Vegna þess að stéttarfélögin hafa verið mjög iðin við að kynna sér málaflokkinn og efnt til svona átaks í að koma á þessari þekkingu hjá öllum þeirra fulltrúum sem fara út á vettvang.“ Snýst um að forgangsraða Fram kemur í kvöldfréttum að þó að lögreglan hafi rannsakað 71 mál síðustu ár hafi aðeins verið ákært í einu og sakborningur verið sýknaður. Bjarkarhlíð, sem er heimili fyrir þolendur ofbeldis, hefur fengið 25 tilkynningar um mansal á síðustu tveimur árum en tilfellin eru þó talin mun fleiri. Segjum að það yrði mikið átak og þið fenguð miklu fleiri tilkynningar til lögreglu, hafið þið mannafla til þess að bregðast við? „Þetta snýst auðvitað allt um forgangsröðun og það er alveg ljóst að við þurfum að forgangsraða þessum málaflokki betur, frá stjórnerfinu alveg efst og niður. Það þarf meira fjármagn eins og Greta nefnir í skýrslunni en það þarf líka að setja af stað verkferla,“ segir Alda. „Það þarf einhver einn að geta borið kennsl á þolendur mansals og geta skilgreint það, vegna þess að þau eiga gríðarlega ríkan rétt á að fá aðstoð frá okkur sem samfélagi og við þurfum fyrst að trúa því að hér líðist mansal. Því miður þá er það staðreyndin, við höfum verið með mál og takast á við það saman, af því að ekkert okkar vill að mansal líðist á Íslandi.“ Lögreglumál Félagsmál Mansal Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að íslensk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt Greta, nefndar á vegum Evrópuráðsins. Þar er stjórnvöldum sendur tónninn. „Hún er í rauninni bara raunsönn miðað við skýrslu Greta,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hún var gestur Erlu Bjargar Gunnarsdóttir í setti í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hægt að hringja og senda tölvupóst Alda Hrönn segir tilefni til þess að efna til átaks til þess að þjálfa alla hlutaðeigandi í því að sjá þegar um sé að ræða mansal. „Almenningur þarf líka að vera meðvitaður, vegna þess að ef við berum ekki kennsl á mansal að þá erum við auðvitað ekki að rannsaka þessi mál,“ segir Alda. „Í fyrsta lagi er mjög gott að hringja bara í 112 ef við höldum að neyð liggi við. Lögreglan er líka með netfang, mansal@logreglan.is sem tekur á móti ábendingum. Ef það er vinnumansal þá gera stéttarfélög það líka, þau geta tekið við þessum ábendingum og komið áleiðis til lögreglu.“ Alda segir stéttarfélögin hafa verið dugleg að senda ábendingar um mögulegt mansal. Flestar tilkynningar koma þaðan. „Vegna þess að stéttarfélögin hafa verið mjög iðin við að kynna sér málaflokkinn og efnt til svona átaks í að koma á þessari þekkingu hjá öllum þeirra fulltrúum sem fara út á vettvang.“ Snýst um að forgangsraða Fram kemur í kvöldfréttum að þó að lögreglan hafi rannsakað 71 mál síðustu ár hafi aðeins verið ákært í einu og sakborningur verið sýknaður. Bjarkarhlíð, sem er heimili fyrir þolendur ofbeldis, hefur fengið 25 tilkynningar um mansal á síðustu tveimur árum en tilfellin eru þó talin mun fleiri. Segjum að það yrði mikið átak og þið fenguð miklu fleiri tilkynningar til lögreglu, hafið þið mannafla til þess að bregðast við? „Þetta snýst auðvitað allt um forgangsröðun og það er alveg ljóst að við þurfum að forgangsraða þessum málaflokki betur, frá stjórnerfinu alveg efst og niður. Það þarf meira fjármagn eins og Greta nefnir í skýrslunni en það þarf líka að setja af stað verkferla,“ segir Alda. „Það þarf einhver einn að geta borið kennsl á þolendur mansals og geta skilgreint það, vegna þess að þau eiga gríðarlega ríkan rétt á að fá aðstoð frá okkur sem samfélagi og við þurfum fyrst að trúa því að hér líðist mansal. Því miður þá er það staðreyndin, við höfum verið með mál og takast á við það saman, af því að ekkert okkar vill að mansal líðist á Íslandi.“
Lögreglumál Félagsmál Mansal Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira