„Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 26. október 2023 21:53 Mate Dalmay var léttur í leikslok. Vísir/Diego Það má svo sannarlega segja að Mate Dalmay, þjálfari Hauka, hafi verið hinn hressasti eftir sigur gegn sínum fyrrum lærisveinum í Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Leikurinn var mjög tvískiptur. Fyrsta korterið var hundleiðinlegt, göngubolti sem var örugglega hundleiðinlegt að horfa á. Lélegar varnir en á sama tíma ekki mjög beinskeyttar sóknir. Svo fórum við aðeins í gang og það var gaman í svona fimm mínútur. Þá spiluðum við eins og við viljum spila,“ sagði Mate eftir leikinn. „Svo fundu þeir taktinn í seinni hálfleik og byrjuðu að setja alls konar skot. Björn Ásgeir, Jose og Ibu voru að spila frábærlega í sókn. Við þurfum að bæta okkur í vörn, það er alveg á hreinu. Það var orðið svolítið gaman hjá þeim í lokin og við hleyptum þeim aðeins of nálægt.“ Haukar lentu tíu stigum undir í fyrri hálfleik og menn virkuðu andlausir. Þá tók Mate leikhlé og fór vel yfir málin. „Það var bara svona hárblásaradæmi. Menn voru alltof langt frá mönnunum sínum og þegar við vorum nálægt þeim þá vorum við ítrekað að hlaupa þá niður, að hleypa þeim á vítalínuna. Við þurfum að finna línuna þannig að við séum agaðir en samt fastir fyrir og duglegir. Við viljum ekki vera vitlausir að hlaupa menn niður af því að við erum of spenntir,“ sagði Mate. Osku Heinonen var stórkostlegur í liði Hauka og setti hvern þristinn á fætur öðrum. Hann endaði með 29 stig eftir að hafa byrjað á bekknum. Af hverju var hann á bekknum í byrjun leiks? „Það eru alltaf einhverjir meistarar í öllum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum að tala um að fá við fáum ekki neitt af bekknum þannig að ég ákvað bara að segja: „Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum. Þá getur enginn mætt í körfuboltakvöld og sagt að við fáum ekki neitt af bekknum,““ sagði Mate léttur að lokum. Subway-deild karla Haukar Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Hamar 98-91 | Haukar höfðu betur gegn gamla liði þjálfarans Haukar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 98-91. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
„Leikurinn var mjög tvískiptur. Fyrsta korterið var hundleiðinlegt, göngubolti sem var örugglega hundleiðinlegt að horfa á. Lélegar varnir en á sama tíma ekki mjög beinskeyttar sóknir. Svo fórum við aðeins í gang og það var gaman í svona fimm mínútur. Þá spiluðum við eins og við viljum spila,“ sagði Mate eftir leikinn. „Svo fundu þeir taktinn í seinni hálfleik og byrjuðu að setja alls konar skot. Björn Ásgeir, Jose og Ibu voru að spila frábærlega í sókn. Við þurfum að bæta okkur í vörn, það er alveg á hreinu. Það var orðið svolítið gaman hjá þeim í lokin og við hleyptum þeim aðeins of nálægt.“ Haukar lentu tíu stigum undir í fyrri hálfleik og menn virkuðu andlausir. Þá tók Mate leikhlé og fór vel yfir málin. „Það var bara svona hárblásaradæmi. Menn voru alltof langt frá mönnunum sínum og þegar við vorum nálægt þeim þá vorum við ítrekað að hlaupa þá niður, að hleypa þeim á vítalínuna. Við þurfum að finna línuna þannig að við séum agaðir en samt fastir fyrir og duglegir. Við viljum ekki vera vitlausir að hlaupa menn niður af því að við erum of spenntir,“ sagði Mate. Osku Heinonen var stórkostlegur í liði Hauka og setti hvern þristinn á fætur öðrum. Hann endaði með 29 stig eftir að hafa byrjað á bekknum. Af hverju var hann á bekknum í byrjun leiks? „Það eru alltaf einhverjir meistarar í öllum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum að tala um að fá við fáum ekki neitt af bekknum þannig að ég ákvað bara að segja: „Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum. Þá getur enginn mætt í körfuboltakvöld og sagt að við fáum ekki neitt af bekknum,““ sagði Mate léttur að lokum.
Subway-deild karla Haukar Hamar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Hamar 98-91 | Haukar höfðu betur gegn gamla liði þjálfarans Haukar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 98-91. 26. október 2023 21:05 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Hamar 98-91 | Haukar höfðu betur gegn gamla liði þjálfarans Haukar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 98-91. 26. október 2023 21:05