Fóru yfir frábæran feril Helga en Teitur fagnar því að fá loksins fersk egg Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. október 2023 12:00 Helgi Rafn Viggósson lagði skóna á hilluna eftir 22 ár með Stólunum. Vísir/Davíð Már Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Íslandsmeistara Tindastóls, lagði skóna á hilluna á dögunum eftir 22 ára feril með Stólunum. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu um magnaðan feril Helga í síðasta þætti og Teitur Örlygsson fagnar því að fá loksins fersk svartfuglsegg á ný. „Þetta er svolítið andlit Stólanna finnst mér,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, er þeir félagar horfðu á myndir af Helga taka við verðlaunum frá Tindastóli. „Alltaf sami klúbburinn, aldrei farið neitt, jafnvel þegar þeir duttu niður í fyrstu deild þá hafa nú örugglega einhverjir verið að gogga í hann,“ bætti Ómar Örn Sævarsson við áður en Teitur Örlygsson greip boltann. „Þetta er ofboðslegur karakter og mikið andlit,“ sagði Teitur. „Hann kom alltaf tilbúinn á æfingar og gerði það að verkum að intesity-ið á æfingunum varð betra. Það vita það allir að um leið og æfingalevelið fer upp þá verður liðið bara betra. Svoleiðis leikmenn eru bara ómetanlegir.“ Þrátt fyrir að körfuboltinn á Íslandi hafi þarna verið að missa frábæran leikmann var Teitur þó nokkuð sáttur við það að Helgi væri búinn að leggja skóna á hilluna frægu. „Annars er ég mjög sáttur við þetta því síðustu ár hefur Helgi alltaf fært mér og vini mínú Grindavík egg úr Drangey, sem eru bara bestu svartfuglsegg í heimi eins og fólk þekkir. Síðustu ár hafa Stólarnir verið svo góðir að þeir hafa verið að spila langt fram á vor þannig eggin hafa verið bara eiginlega stropuð þegar við fáum þau frá Helga. En núna fæ ég aftur fersk og ný svartfuglsegg frá Helga,“ sagði Teitur sáttur. Strákarnir héldu svo áfram að ræða um Helga Rafn og sýndu meðal annars mynd af honum með LeBron James, einum besta körfuboltamanni sögunnar, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Helgi Rafn hættur og Teitur fær fersk egg Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
„Þetta er svolítið andlit Stólanna finnst mér,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, er þeir félagar horfðu á myndir af Helga taka við verðlaunum frá Tindastóli. „Alltaf sami klúbburinn, aldrei farið neitt, jafnvel þegar þeir duttu niður í fyrstu deild þá hafa nú örugglega einhverjir verið að gogga í hann,“ bætti Ómar Örn Sævarsson við áður en Teitur Örlygsson greip boltann. „Þetta er ofboðslegur karakter og mikið andlit,“ sagði Teitur. „Hann kom alltaf tilbúinn á æfingar og gerði það að verkum að intesity-ið á æfingunum varð betra. Það vita það allir að um leið og æfingalevelið fer upp þá verður liðið bara betra. Svoleiðis leikmenn eru bara ómetanlegir.“ Þrátt fyrir að körfuboltinn á Íslandi hafi þarna verið að missa frábæran leikmann var Teitur þó nokkuð sáttur við það að Helgi væri búinn að leggja skóna á hilluna frægu. „Annars er ég mjög sáttur við þetta því síðustu ár hefur Helgi alltaf fært mér og vini mínú Grindavík egg úr Drangey, sem eru bara bestu svartfuglsegg í heimi eins og fólk þekkir. Síðustu ár hafa Stólarnir verið svo góðir að þeir hafa verið að spila langt fram á vor þannig eggin hafa verið bara eiginlega stropuð þegar við fáum þau frá Helga. En núna fæ ég aftur fersk og ný svartfuglsegg frá Helga,“ sagði Teitur sáttur. Strákarnir héldu svo áfram að ræða um Helga Rafn og sýndu meðal annars mynd af honum með LeBron James, einum besta körfuboltamanni sögunnar, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Helgi Rafn hættur og Teitur fær fersk egg
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira