Þetta segir í yfirferð yfir verkefni helgarinnar frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að 21 hafi verið stöðvaður í Reykjavík, fimm í Hafnarfirði og tveir í Kópavogi. Fjórir hafi verið teknir á föstudagskvöld, átta á laugardag, ellefu á sunnudag og fimm aðfaranótt mánudags.
Karlarnir 27 hafi verið á aldrinum sautján til 59 ára og eina konan átján ára gömul. Tveir ökumannanna hefðu þegar verið sviptir ökuleyfi, og annar þeirra verið á stolnum bíl.
Fjórar tilkynningar um heimilisofbeldi
Tíu líkamsárásir hafi verið tilkynntar um helgina, en í fjórum tilfellum hefi verið um heimilisofbeldi að ræða.
Nokkur þjófnaðarmál hafi komið til kasta lögreglu, meðal annars fjögur innbrot. Þá hafi borist samtals fimmtán tilkynningar um umferðarslys og/eða umferðaróhöpp í umdæminu, auk þess sem einn ökumaður hafi verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða fyrir hraðakstur. Sá hafi ekið á 128 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði er sextíu.