Fatlaður maður þurfti að skríða út úr flugvélinni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. október 2023 21:57 Hjónin flugu með Air Canada. Getty/Smith Maður sem notar hjólastól þurfti að toga sig áfram á höndunum út úr flugvél Air Canada þar sem flugfélagið útvegaði honum ekki hjólastól. Hann var á leið til Las Vegas ásamt konu sinni til að fagna brúðkaupsafmæli. Hjónin héldu að flugþjónar væru að grínast. Rodney Hodgins, 49 ára gamall maður frá bresku Kólumbíu, notar rafknúinn hjólastól vegna CP hreyfihömlunar. Þegar vélin lenti var honum tilkynnt að ekki tækist að útvega honum hjólastól áður en fljúga þyrfti vélinni á næsta áfangastað. Flugþjónn sagði Hodgins að hann þyrfti að koma sjálfum sér út. „Ég sagði: Auðvitað get ég það ekki. Ég nota hjólastól og get ekki labbað,“ sagði Hodgins. Hann þurfti að lokum að nota efri búkinn í að labba áfram á höndunum á meðan konan hans, Deanna Hodgins, hélt í fæturnar á honum. „Þetta var erfitt, fyrir framan fullt af fólki, margir litu undan og aðrir horfðu á. Hann meiddi sig og ég líka. Þetta var erfitt, sérstaklega tilfinningalega. Mannréttindin fóru út um gluggann og Air Canada svarar okkur ekki. Þau höfðu aldrei samband eins og þau höfðu lofað,“ segir Deanna. Hún segir að tekið hafi um átta mánuði að skipuleggja ferðalagið, til að passa upp á að ekkert færi úrskeiðis. Guardian greinir frá því að flugfélagið hafi beðist afsökunar. Air Canada noti þjónustu þriðja aðila sem eigi að sjá til þess að fólk komist örugglega út úr flugvélinni. Þetta eigi ekki að gerast. Hodgins voru boðnir tvö þúsund kanadískir dollarar í inneign í skaðabætur, sem eru um þrjú hundruð þúsund krónur, en hann segir það engu skipta. Eina sem hann vilji sé að enginn annar þurfi að upplifa það sama og hann. Fréttir af flugi Kanada Bandaríkin Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Rodney Hodgins, 49 ára gamall maður frá bresku Kólumbíu, notar rafknúinn hjólastól vegna CP hreyfihömlunar. Þegar vélin lenti var honum tilkynnt að ekki tækist að útvega honum hjólastól áður en fljúga þyrfti vélinni á næsta áfangastað. Flugþjónn sagði Hodgins að hann þyrfti að koma sjálfum sér út. „Ég sagði: Auðvitað get ég það ekki. Ég nota hjólastól og get ekki labbað,“ sagði Hodgins. Hann þurfti að lokum að nota efri búkinn í að labba áfram á höndunum á meðan konan hans, Deanna Hodgins, hélt í fæturnar á honum. „Þetta var erfitt, fyrir framan fullt af fólki, margir litu undan og aðrir horfðu á. Hann meiddi sig og ég líka. Þetta var erfitt, sérstaklega tilfinningalega. Mannréttindin fóru út um gluggann og Air Canada svarar okkur ekki. Þau höfðu aldrei samband eins og þau höfðu lofað,“ segir Deanna. Hún segir að tekið hafi um átta mánuði að skipuleggja ferðalagið, til að passa upp á að ekkert færi úrskeiðis. Guardian greinir frá því að flugfélagið hafi beðist afsökunar. Air Canada noti þjónustu þriðja aðila sem eigi að sjá til þess að fólk komist örugglega út úr flugvélinni. Þetta eigi ekki að gerast. Hodgins voru boðnir tvö þúsund kanadískir dollarar í inneign í skaðabætur, sem eru um þrjú hundruð þúsund krónur, en hann segir það engu skipta. Eina sem hann vilji sé að enginn annar þurfi að upplifa það sama og hann.
Fréttir af flugi Kanada Bandaríkin Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira