Jane Goodall hvetur Íslendinga til dáða í umsögn um hvalveiðibann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2023 07:08 Goodall er mikil baráttukona fyrir dýravelferð og heimsfræg fyrir rannsóknir sýnar á simpönsum. epa/Enric Fontcuberta Dr Jane Goodall, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir rannsóknir sínar á fremdardýrum, eða prímötum og þá sérstaklega simpönsum, hefur skilað inn umsögn um frumvarp um bann við hvalveiðum þar sem þingmenn eru hvattir til dáða. Í umsögninni, sem er send inn af The Jane Goodall Institute, segir meðal annars að hvalir séu félagsverur sem myndi sterk og flókin félagsleg tengsl. Þeir búi yfir ótrúlegum samskiptahæfileikum, sýni flókin hegðunarmynstur og myndi sérstök samfélög. Hvalveiðar hafi um langt skeið þótt ásættanlegar en aukin þekking geri það að verkum að fákunnátta sé ekki lengur afsökun fyrir því að leggja blessun sína yfir þá þjáningu sem hvalirnir upplifa við veiðarnar. Þá segir í umsögninni að Goodall hafi helgað líf sitt dýravelferð og orðið margs vísari um hvali gegnum vin sinn, hvalalíffræðinginn Roger Payne, sem nú er látinn. Víst sé að hann hefði einnig sent Íslendingum hvatningu til að banna hvalveiðar. Það sé trú samtakanna að Ísland geti orðið leiðtogi í verndun sjávar og leiðarljós til framtíðar, með því að sýna hinum skynugu skepnum sem hvalir eru samkennd og skilning. „Við óskum ykkur velfernaðar við þessa mikilvægu ákvarðanatöku,“ segir að lokum. Hér má finna umsögnina. Dýr Dýraheilbrigði Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Í umsögninni, sem er send inn af The Jane Goodall Institute, segir meðal annars að hvalir séu félagsverur sem myndi sterk og flókin félagsleg tengsl. Þeir búi yfir ótrúlegum samskiptahæfileikum, sýni flókin hegðunarmynstur og myndi sérstök samfélög. Hvalveiðar hafi um langt skeið þótt ásættanlegar en aukin þekking geri það að verkum að fákunnátta sé ekki lengur afsökun fyrir því að leggja blessun sína yfir þá þjáningu sem hvalirnir upplifa við veiðarnar. Þá segir í umsögninni að Goodall hafi helgað líf sitt dýravelferð og orðið margs vísari um hvali gegnum vin sinn, hvalalíffræðinginn Roger Payne, sem nú er látinn. Víst sé að hann hefði einnig sent Íslendingum hvatningu til að banna hvalveiðar. Það sé trú samtakanna að Ísland geti orðið leiðtogi í verndun sjávar og leiðarljós til framtíðar, með því að sýna hinum skynugu skepnum sem hvalir eru samkennd og skilning. „Við óskum ykkur velfernaðar við þessa mikilvægu ákvarðanatöku,“ segir að lokum. Hér má finna umsögnina.
Dýr Dýraheilbrigði Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira