Um þrjú hundruð börn bíða heyrnarmælingar Helena Rós Sturludóttir skrifar 31. október 2023 14:29 Kristján Sverrisson, forstjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands Ófremdaráastand ríkir hjá heyrnarskertum og heilbrigðiskerfið hafa sofið á verðinum að sögn forstjóra Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands. Tvö þúsund manns bíða nú þjónustu og þar af eru tæplega þrjú hundruð börn Um tuttugu þúsund Íslendingar glíma við heyrnarskerðingu og stækkar sá hópur ár frá ári vegna hærri hærri meðalaldurs. Kristján Sverrisson, forstjóri heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, segir stjórnvöld og heilbrigðiskerfið hafa brugðist þeim sem glími við heyrnarskerðingu. Fjöldinn tvöfaldast„Staðan er þessi við erum enn á sömu höfðatölu og fyrir tuttugu árum, við erum enn á sömu fermetrunum og fyrir fimmtíu árum en viðskiptavinafjöldi okkar hefur sennilega tvöfaldast og mun tvöfaldast aftur á næstu fimm til tíu árum bara vegna öldrunar þjóðar,“ segir Kristján. Heyrnar- og talmeinastöðin hafi verið tekin með halla síðustu ár og ef ekki verði brugðist við þurfi einfaldlega loka og skella í lás. „Þetta gengur ekki. Við erum búin að vera skera niður alveg frá hruni. það er stórkostlegur skortur á fólki sem er með menntun í heyrnarfræði, bæði heyrnarfræðinga og tækna. Þeir eru ekki til á landinu, hér eru sennilega um tíu. Það eru innan við níu full stöðugildi af heyrnarfræðingum á öllu landinu en þeir þyrftu að vera svona í kringum fimmtíu,“ útskýrir Kristján. Rúmlega tveggja ára biðÁ meðan lengist biðlistar. „Nú er svo komið að það eru rúmlega tvö þúsund manns á biðlista hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni og biðin eftir þjónustu í sumum þjónustuflokkum er komin yfir tvö ár,“ segir hann og bætir við að stofnunin sé sú eina sem geti mælt börn og nú séu um þrjú hundruð börn á biðlista. „Við erum með börn í algjörum forgangi hjá okkur en samt eru svona biðlistar þar og þá ýtum við fjöldanum öllum af öðrum frá til þess að geta þjónað þessum forgangshópi,“ segir Kristján og heldur áfram: „Það stappar við neyðarástand í þessari þjónustu og ráðuneytið virðist vera algjörlega ráðþrota.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 10 til 15 þúsund Íslendinga með skerta heyrn Forstjóri heyrnar- og talmeinastöðvarinnar eða HTÍ segir að Íslendingar bregðist allt of seint við þegar heyrnin byrjar að gefa sig. 4. mars 2019 19:45 Heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. 15. janúar 2015 14:57 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Um tuttugu þúsund Íslendingar glíma við heyrnarskerðingu og stækkar sá hópur ár frá ári vegna hærri hærri meðalaldurs. Kristján Sverrisson, forstjóri heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, segir stjórnvöld og heilbrigðiskerfið hafa brugðist þeim sem glími við heyrnarskerðingu. Fjöldinn tvöfaldast„Staðan er þessi við erum enn á sömu höfðatölu og fyrir tuttugu árum, við erum enn á sömu fermetrunum og fyrir fimmtíu árum en viðskiptavinafjöldi okkar hefur sennilega tvöfaldast og mun tvöfaldast aftur á næstu fimm til tíu árum bara vegna öldrunar þjóðar,“ segir Kristján. Heyrnar- og talmeinastöðin hafi verið tekin með halla síðustu ár og ef ekki verði brugðist við þurfi einfaldlega loka og skella í lás. „Þetta gengur ekki. Við erum búin að vera skera niður alveg frá hruni. það er stórkostlegur skortur á fólki sem er með menntun í heyrnarfræði, bæði heyrnarfræðinga og tækna. Þeir eru ekki til á landinu, hér eru sennilega um tíu. Það eru innan við níu full stöðugildi af heyrnarfræðingum á öllu landinu en þeir þyrftu að vera svona í kringum fimmtíu,“ útskýrir Kristján. Rúmlega tveggja ára biðÁ meðan lengist biðlistar. „Nú er svo komið að það eru rúmlega tvö þúsund manns á biðlista hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni og biðin eftir þjónustu í sumum þjónustuflokkum er komin yfir tvö ár,“ segir hann og bætir við að stofnunin sé sú eina sem geti mælt börn og nú séu um þrjú hundruð börn á biðlista. „Við erum með börn í algjörum forgangi hjá okkur en samt eru svona biðlistar þar og þá ýtum við fjöldanum öllum af öðrum frá til þess að geta þjónað þessum forgangshópi,“ segir Kristján og heldur áfram: „Það stappar við neyðarástand í þessari þjónustu og ráðuneytið virðist vera algjörlega ráðþrota.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 10 til 15 þúsund Íslendinga með skerta heyrn Forstjóri heyrnar- og talmeinastöðvarinnar eða HTÍ segir að Íslendingar bregðist allt of seint við þegar heyrnin byrjar að gefa sig. 4. mars 2019 19:45 Heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. 15. janúar 2015 14:57 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
10 til 15 þúsund Íslendinga með skerta heyrn Forstjóri heyrnar- og talmeinastöðvarinnar eða HTÍ segir að Íslendingar bregðist allt of seint við þegar heyrnin byrjar að gefa sig. 4. mars 2019 19:45
Heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra veitti í dag styrki til sex gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. 15. janúar 2015 14:57