„Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 20:25 Fangelsismálastjóri gagnrýndi fjölskylduaðstöðuna á Litla-Hrauni harðlega í fyrra. Vísir/Arnar Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. Birna Ólafsdóttir eiginkona fanga á Litla-hrauni segir að börn eigi ekki að fara inn í fangelsi til þess að heimsækja foreldri í ljósi þeirra aðstæðna sem þar sé boðið upp á. Hún ræddi heimsóknarrýmin í Reykjavík síðdegis í dag. „Þetta er náttúrlega hræðilegt núna. Það er eitt og hálft ár síðan maðurinn minn var tekinn.“ Hún segir heimsóknir nú fara fram í litlum gámi það sem allt er sé á floti. „Um daginn var komin hola ofan í gólfið og ég steig í sokkunum og þeir blotnuðu. Og þeir löguðu þetta með því að setja spýtu og teppi yfir.“ Birna segir frá nýjum reglum um heimsóknir sem fela í sér að allar heimsóknir þurfi að fara fram í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún segir viðmótið svo slæmt þar að hún hafi ekki þorað að heimsækja manninn sinn í marga mánuði. Það sé svo erfitt fyrir börn að mæta þangað. „Þar þurfa börnin að fara í gegnum öryggisleit. Þar eru oft óhæfir fangaverðir sem taka á móti börnunum.“ Hvernig óhæfir? „Þeir kunna ekki að umgangast börn. Bara ónærgætnir og ég hef sent mörg bréf til þeirra varðandi það.“ Birna segir þá leit raunar óþarfi vegna þess að að heimsókninni lokinni þurfi fanginn að fara í allsherjarlíkamsleit hvort sem er. Þá segir hún fjórtán ára son sinn hættan að vilja heimsækja föður sinn vegna þessa. Birna segist margsinnis hafa leitað til Fangelsismálasrofnunar vegna málsins en alltaf mætt þeim svörum að ekki sé til nægilegt fjármagn til úrbóta. „Ég myndi náttúrlega bara vilja að fanginn fengi dagsleyfi og kæmi heim í þeirra [barnanna] aðstæður,“ segir Birna, aðspurð hvernig hún myndi vilja að heimsóknum yrði tilhagað. Maðurinn hennar eigi ekki rétt á slíku leyfi fyrr en eftir fimm ár, vegna þess hve langan dóm hann hlaut. „Það eru bara öll börnin að afplána.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi segir að nýlega hafi sex einingar af heimsóknaðstöðu, vissulega í skúrum, hafi verið teknar í notkun á Litla-Hrauni. Að auki muni fjórar nýjar einingar frá framkvæmdasýslunni vera teknar í notkun og þær séu hugsaðar til þess að koma í staðinn fyrir Barnakot. Hann segir að nýju einingarnar bjóði upp á fleiri heimsóknarrými fyrir fjölskyldur og að með tilkomu þeirra muni börn ekki þurfa að fara í gegnum öryggisleit. Nýju Barnakotin eigi að opna á næstu vikum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Heimsóknaraðstaðan á Litla Hrauni hefur áður verið gagnrýnd. Fangelsismálastjóri sagði Barnakot, heimsóknaraðstöðu fjölskyldna vera viðbjóðslegt fyrir rúmu ári. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Þá sagði umboðsmaður barna ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum vera gleymdur hópur og ráðast þyrfti í úrbætur. Fangelsismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Birna Ólafsdóttir eiginkona fanga á Litla-hrauni segir að börn eigi ekki að fara inn í fangelsi til þess að heimsækja foreldri í ljósi þeirra aðstæðna sem þar sé boðið upp á. Hún ræddi heimsóknarrýmin í Reykjavík síðdegis í dag. „Þetta er náttúrlega hræðilegt núna. Það er eitt og hálft ár síðan maðurinn minn var tekinn.“ Hún segir heimsóknir nú fara fram í litlum gámi það sem allt er sé á floti. „Um daginn var komin hola ofan í gólfið og ég steig í sokkunum og þeir blotnuðu. Og þeir löguðu þetta með því að setja spýtu og teppi yfir.“ Birna segir frá nýjum reglum um heimsóknir sem fela í sér að allar heimsóknir þurfi að fara fram í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún segir viðmótið svo slæmt þar að hún hafi ekki þorað að heimsækja manninn sinn í marga mánuði. Það sé svo erfitt fyrir börn að mæta þangað. „Þar þurfa börnin að fara í gegnum öryggisleit. Þar eru oft óhæfir fangaverðir sem taka á móti börnunum.“ Hvernig óhæfir? „Þeir kunna ekki að umgangast börn. Bara ónærgætnir og ég hef sent mörg bréf til þeirra varðandi það.“ Birna segir þá leit raunar óþarfi vegna þess að að heimsókninni lokinni þurfi fanginn að fara í allsherjarlíkamsleit hvort sem er. Þá segir hún fjórtán ára son sinn hættan að vilja heimsækja föður sinn vegna þessa. Birna segist margsinnis hafa leitað til Fangelsismálasrofnunar vegna málsins en alltaf mætt þeim svörum að ekki sé til nægilegt fjármagn til úrbóta. „Ég myndi náttúrlega bara vilja að fanginn fengi dagsleyfi og kæmi heim í þeirra [barnanna] aðstæður,“ segir Birna, aðspurð hvernig hún myndi vilja að heimsóknum yrði tilhagað. Maðurinn hennar eigi ekki rétt á slíku leyfi fyrr en eftir fimm ár, vegna þess hve langan dóm hann hlaut. „Það eru bara öll börnin að afplána.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi segir að nýlega hafi sex einingar af heimsóknaðstöðu, vissulega í skúrum, hafi verið teknar í notkun á Litla-Hrauni. Að auki muni fjórar nýjar einingar frá framkvæmdasýslunni vera teknar í notkun og þær séu hugsaðar til þess að koma í staðinn fyrir Barnakot. Hann segir að nýju einingarnar bjóði upp á fleiri heimsóknarrými fyrir fjölskyldur og að með tilkomu þeirra muni börn ekki þurfa að fara í gegnum öryggisleit. Nýju Barnakotin eigi að opna á næstu vikum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Heimsóknaraðstaðan á Litla Hrauni hefur áður verið gagnrýnd. Fangelsismálastjóri sagði Barnakot, heimsóknaraðstöðu fjölskyldna vera viðbjóðslegt fyrir rúmu ári. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Þá sagði umboðsmaður barna ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum vera gleymdur hópur og ráðast þyrfti í úrbætur.
Fangelsismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“