Slysin vaxtaverkir: Innviðirnir vandamálið en ekki hlaupahjólin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 12:54 Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Aðsend Holur, þverhníptir kantar og umferðaskilti á gangstéttum skapa ökumönnum rafhlaupahjóla óöruggt umhverfi, segir formaður Samtaka um bíllausan lífstíl. Á þéttari svæðum eigi að skilgreina hvar hjólin megi vera en há slysatíðni sé hluti af vaxtaverkjum. Fjórðungur alvarlegra slysa á síðasta ári varð á rafhlaupahjólum og í sumar leituðu um tveir til þrír á hverjum degi á bráðamóttöku vegna slysa á hjólunum. Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl, segist harma öll slys. Mikilvægt sé að fækka þeim en hins vegar sé samgöngumátinn nýr og hann telur að fólk muni læra betur á hann. Bílslysum hafi til að mynda fækkað verulega þrátt fyrir að bílum hafi ekki fækkað. „Þannig að ég held að þetta séu vaxtaverkir sem munu á endanum rétta sig af og að slysatíðni muni lækka,“ segir Sindri. Í könnun Maskínu sagðist meirihluti aðspurðra vilja einhvers konar takmarkanir á notkun rafhlaupahjóla, til að mynda vill fjórðungur að leiguhjól séu ekki í boði á nóttunni. Sindri segist ekki sammála því. „Við getum alveg eins haft þau aðgengileg á nóttunni fyrir þau sem geta notað þau. Fólk metur þá hvort það sé í standi til að aka þessum hlaupahjólum eða ekki. Ég held að stærra vandamálið sé, eins og staðan er í dag, innviðir fyrir þennan samgöngumáta. Eins og fyrir mig, sem kom á hlaupahjóli í vinnuna í morgun, þekki ég þennan raunveruleika. Það eru holur í gangstéttum, þverhníptir kantar hér og þar og gönguljós og umferðarskilti á miðjum gangstéttum. Þannig þetta er ekki mjög öruggt umhverfi fyrir hlaupahjólin. Auðvitað þyrfti að bæta þetta fyrst til að gera hlaupahjólin öruggari.“ Þrátt fyrir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið ágætt starf í að fjölga hjólreiðastígum þurfi að gera enn betur. „Mér finnst allt skipulag samgangna hafa verið svo miðað út frá bílnum að þessir hlutir hafa gleymst. Þurfum að átta okkur á því að við þurfum að búa til pláss fyrir alla. Bæði gangandi, hjólandi og hlaupahjól. Ef það er ekki til staðar er fólk ekki að fara hætta nota þá, heldur að nota þá í óöruggu umhverfi,“ segir Sindri. Einnig mætti skilgreina hvar hlaupahjólin megi vera og hvar þeim megi leggja. „Ég held að þau sem hafa hjólað Laugaveginn eftir að það varð göngugata hafi áttað sig á því að þar ekki mikil ástæða fyrir mann að vera á hlaupahjóli,“ segir Sindri. „Ég þeirrar skoðunar að það ætti í þéttari svæðum, þar sem það er meiri tengsl milli allra ferðamáta, eins og í miðbænum og í kjörnum hér, að það mætti skilgreina betur hvar hjólin eiga að vera.“ Brotið almenningssamgöngukerfi Eigi að auka væri annarra ferðamáta en bílsins þurfi að leggja raunverulega áherslu á það. „Ef það væri fyrsta flokks hjólreiðastígskerfi hér og almenningssamgöngur held ég að fólk myndi ekki nota hjólin jafn mikið en á meðan við erum með svona brotið almennigsamgöngukerfi og hjólreiðastígakerfi held ég að það sé ekki lausnin að banna rafhlaupahjólin í von um að fólk velji sér aðra ferðamáta.“ Rafhlaupahjól Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Fjórðungur alvarlegra slysa á síðasta ári varð á rafhlaupahjólum og í sumar leituðu um tveir til þrír á hverjum degi á bráðamóttöku vegna slysa á hjólunum. Sindri Freyr Ásgeirsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl, segist harma öll slys. Mikilvægt sé að fækka þeim en hins vegar sé samgöngumátinn nýr og hann telur að fólk muni læra betur á hann. Bílslysum hafi til að mynda fækkað verulega þrátt fyrir að bílum hafi ekki fækkað. „Þannig að ég held að þetta séu vaxtaverkir sem munu á endanum rétta sig af og að slysatíðni muni lækka,“ segir Sindri. Í könnun Maskínu sagðist meirihluti aðspurðra vilja einhvers konar takmarkanir á notkun rafhlaupahjóla, til að mynda vill fjórðungur að leiguhjól séu ekki í boði á nóttunni. Sindri segist ekki sammála því. „Við getum alveg eins haft þau aðgengileg á nóttunni fyrir þau sem geta notað þau. Fólk metur þá hvort það sé í standi til að aka þessum hlaupahjólum eða ekki. Ég held að stærra vandamálið sé, eins og staðan er í dag, innviðir fyrir þennan samgöngumáta. Eins og fyrir mig, sem kom á hlaupahjóli í vinnuna í morgun, þekki ég þennan raunveruleika. Það eru holur í gangstéttum, þverhníptir kantar hér og þar og gönguljós og umferðarskilti á miðjum gangstéttum. Þannig þetta er ekki mjög öruggt umhverfi fyrir hlaupahjólin. Auðvitað þyrfti að bæta þetta fyrst til að gera hlaupahjólin öruggari.“ Þrátt fyrir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi unnið ágætt starf í að fjölga hjólreiðastígum þurfi að gera enn betur. „Mér finnst allt skipulag samgangna hafa verið svo miðað út frá bílnum að þessir hlutir hafa gleymst. Þurfum að átta okkur á því að við þurfum að búa til pláss fyrir alla. Bæði gangandi, hjólandi og hlaupahjól. Ef það er ekki til staðar er fólk ekki að fara hætta nota þá, heldur að nota þá í óöruggu umhverfi,“ segir Sindri. Einnig mætti skilgreina hvar hlaupahjólin megi vera og hvar þeim megi leggja. „Ég held að þau sem hafa hjólað Laugaveginn eftir að það varð göngugata hafi áttað sig á því að þar ekki mikil ástæða fyrir mann að vera á hlaupahjóli,“ segir Sindri. „Ég þeirrar skoðunar að það ætti í þéttari svæðum, þar sem það er meiri tengsl milli allra ferðamáta, eins og í miðbænum og í kjörnum hér, að það mætti skilgreina betur hvar hjólin eiga að vera.“ Brotið almenningssamgöngukerfi Eigi að auka væri annarra ferðamáta en bílsins þurfi að leggja raunverulega áherslu á það. „Ef það væri fyrsta flokks hjólreiðastígskerfi hér og almenningssamgöngur held ég að fólk myndi ekki nota hjólin jafn mikið en á meðan við erum með svona brotið almennigsamgöngukerfi og hjólreiðastígakerfi held ég að það sé ekki lausnin að banna rafhlaupahjólin í von um að fólk velji sér aðra ferðamáta.“
Rafhlaupahjól Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent