Vill stjórnendur laxeldisfyrirtækja í fangelsi Bjarki Sigurðsson skrifar 2. nóvember 2023 20:37 Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Vísir/Einar Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn. Kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir flaug dróna yfir sjókví Arctic Fish þegar hún var stödd í Tálknafirði um síðustu helgi en ofan í má sjá fjölda laxa nálægt yfirborðinu. Allir þeir eiga það sameiginlegt að vera hvítir á hausnum og er það vegna laxalúsar sem hrjáir laxana í kvíunum í firðinum. Þrettánfaldur íslenski stofninn Í viðtali við Heimildina í gær sagði sviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, að um milljón fiskar hafi drepist eða verið fargað vegna lúsarinnar. Til þess að setja þá tölu í samhengi samanstendur villti íslenski laxastofninn af um 80 þúsund fiskum. Því er allt að þrettán sinnum fleiri fiskar sem lúsafaraldurinn hefur dregið til dauða en þeir sem lifa villtir í ám Íslands. Klippa: Grálúsugir laxar Viðskiptamódelið geri ráð fyrir þjáningu Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir það hafa verið hræðilegt að sjá myndirnar frá Veigu. „Þessar myndir sýna okkur svart á hvítu hvernig þessi fyrirtæki starfa. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að sjókvíaeldi á laxi, hvílir á viðskiptamódeli þar sem er gert ráð fyrir gríðarlegri þjáningu og dauða eldisdýra. Það er skrifað inn í þessi módel og það er gert ráð fyrir því að 20 prósent eldisdýra deyi ári hverju. Þau deyja ekki friðsamlegum dauða,“ segir Jón. Hann segir ljóst að ef um væri að ræða spendýr þá væri löngu búið að stöðva eldisstarfsemina. „Þetta er í mínum huga glæpsamlegt framferði og stjórnendur þessara fyrirtækja ættu að vera í fangelsi,“ segir Jón. Tálknafjörður Dýraheilbrigði Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir flaug dróna yfir sjókví Arctic Fish þegar hún var stödd í Tálknafirði um síðustu helgi en ofan í má sjá fjölda laxa nálægt yfirborðinu. Allir þeir eiga það sameiginlegt að vera hvítir á hausnum og er það vegna laxalúsar sem hrjáir laxana í kvíunum í firðinum. Þrettánfaldur íslenski stofninn Í viðtali við Heimildina í gær sagði sviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, að um milljón fiskar hafi drepist eða verið fargað vegna lúsarinnar. Til þess að setja þá tölu í samhengi samanstendur villti íslenski laxastofninn af um 80 þúsund fiskum. Því er allt að þrettán sinnum fleiri fiskar sem lúsafaraldurinn hefur dregið til dauða en þeir sem lifa villtir í ám Íslands. Klippa: Grálúsugir laxar Viðskiptamódelið geri ráð fyrir þjáningu Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir það hafa verið hræðilegt að sjá myndirnar frá Veigu. „Þessar myndir sýna okkur svart á hvítu hvernig þessi fyrirtæki starfa. Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að sjókvíaeldi á laxi, hvílir á viðskiptamódeli þar sem er gert ráð fyrir gríðarlegri þjáningu og dauða eldisdýra. Það er skrifað inn í þessi módel og það er gert ráð fyrir því að 20 prósent eldisdýra deyi ári hverju. Þau deyja ekki friðsamlegum dauða,“ segir Jón. Hann segir ljóst að ef um væri að ræða spendýr þá væri löngu búið að stöðva eldisstarfsemina. „Þetta er í mínum huga glæpsamlegt framferði og stjórnendur þessara fyrirtækja ættu að vera í fangelsi,“ segir Jón.
Tálknafjörður Dýraheilbrigði Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Tengdar fréttir Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07