Mahomes lýsti yfir áhuga á Ólympíuleikunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. nóvember 2023 12:44 Patrick Mahomes, tvöfaldur Ofurskálarmeistari með Kansas City Chiefs. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs í NFL deildinni, sagðist hafa áhuga á að spila fyrir bandaríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028. Fánafótbolti verður ein af fimm nýjum ólympíuíþróttum það árið. Keppt verður í fánafótbolta (e. flag football) á Ólympíuleikunum 2028 í fyrsta skipti, hann er frábrugðinn þeim hefðbundna ameríska fótbolta sem iðkaður er í NFL deildinni. Leikmenn spila án hlífðarbúnaðar með fána festan í buxnastrenginn hangandi á sér. Í stað þess að leikur stöðvist með tæklingum er markmiðið að hrifsa fánann af leikmönnum. Auk fánafótbolta verður leikið í krikket, háfleik, skvassi og hafnarbolta/mjúkbolta í fyrsta skipti árið 2028. IOC Session approves @LA28’s proposal for 5⃣ additional sports:⚾Baseball/🥎softball, 🏏cricket, 🏈flag football, 🥍lacrosse and ⚫squash have been officially included as additional sports on the programme for the Olympic Games Los Angeles 2028. #LA28 pic.twitter.com/y7CLk2UEYx— The Olympic Games (@Olympics) October 16, 2023 NFL deildin studdi áætlanir Ólympíunefndarinnar og mun vinna með leikmannasamtökum deildarinnar að því að koma leikmönnum á leikanna 2028 með það að markmiði að auka útbreiðslu íþróttarinnar á alþjóðavísu. Patrick Mahomes ræddi við blaðamenn í Frankfurt, en lið hans leikur þar við Miami Dolphins á sunnudag. Þetta er í annað skipti sem NFL leikur fer fram í Þýskalandi. „Ekki spurning, ég hef áhuga á því að taka þátt. Ég hef séð fánafótbolta spilaðan og flestir þarna eru svolítið hraðari en ég. Þegar leikarnir verða haldnir verð ég orðinn 31, 32 ára gamall en vonandi get ég haldið í við þá og fleygt fótboltanum aðeins.“ „Bara ekki segja þjálfaranum [Andy] Reid eða framkvæmdastjóranum [Brett] Veach frá því“ bætti Mahomes við hlæjandi. Mike Tirico speaks with Casey Wasserman about the addition of flag football to the @LA28 Olympics. pic.twitter.com/zTtf08SCx6— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) October 29, 2023 Mikil spenna og eftirvænting ríkir meðal aðdáenda NFL deildarinnar eftir að fréttirnar bárust að fánafótbolti yrði spilaður á leikunum. Ljóst er að líkt og í körfuboltanum gætu Bandaríkjamenn borið algjöra yfirburði kjósi þeir að gera það og ef marka má orð Mahomes er spenna meðal leikmanna að taka þátt. NFL Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Keppt verður í fánafótbolta (e. flag football) á Ólympíuleikunum 2028 í fyrsta skipti, hann er frábrugðinn þeim hefðbundna ameríska fótbolta sem iðkaður er í NFL deildinni. Leikmenn spila án hlífðarbúnaðar með fána festan í buxnastrenginn hangandi á sér. Í stað þess að leikur stöðvist með tæklingum er markmiðið að hrifsa fánann af leikmönnum. Auk fánafótbolta verður leikið í krikket, háfleik, skvassi og hafnarbolta/mjúkbolta í fyrsta skipti árið 2028. IOC Session approves @LA28’s proposal for 5⃣ additional sports:⚾Baseball/🥎softball, 🏏cricket, 🏈flag football, 🥍lacrosse and ⚫squash have been officially included as additional sports on the programme for the Olympic Games Los Angeles 2028. #LA28 pic.twitter.com/y7CLk2UEYx— The Olympic Games (@Olympics) October 16, 2023 NFL deildin studdi áætlanir Ólympíunefndarinnar og mun vinna með leikmannasamtökum deildarinnar að því að koma leikmönnum á leikanna 2028 með það að markmiði að auka útbreiðslu íþróttarinnar á alþjóðavísu. Patrick Mahomes ræddi við blaðamenn í Frankfurt, en lið hans leikur þar við Miami Dolphins á sunnudag. Þetta er í annað skipti sem NFL leikur fer fram í Þýskalandi. „Ekki spurning, ég hef áhuga á því að taka þátt. Ég hef séð fánafótbolta spilaðan og flestir þarna eru svolítið hraðari en ég. Þegar leikarnir verða haldnir verð ég orðinn 31, 32 ára gamall en vonandi get ég haldið í við þá og fleygt fótboltanum aðeins.“ „Bara ekki segja þjálfaranum [Andy] Reid eða framkvæmdastjóranum [Brett] Veach frá því“ bætti Mahomes við hlæjandi. Mike Tirico speaks with Casey Wasserman about the addition of flag football to the @LA28 Olympics. pic.twitter.com/zTtf08SCx6— NBC Olympics & Paralympics (@NBCOlympics) October 29, 2023 Mikil spenna og eftirvænting ríkir meðal aðdáenda NFL deildarinnar eftir að fréttirnar bárust að fánafótbolti yrði spilaður á leikunum. Ljóst er að líkt og í körfuboltanum gætu Bandaríkjamenn borið algjöra yfirburði kjósi þeir að gera það og ef marka má orð Mahomes er spenna meðal leikmanna að taka þátt.
NFL Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira