Sýn og Árvakur hljóta mest Jón Þór Stefánsson skrifar 4. nóvember 2023 14:37 Árvakur rekur Morgunblaðið og Mbl.is. Sýn er með Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Vísir/Egill/Vilhelm Sýn og Árvakur hljóta hvort um sig rúmlega 107 milljónir króna í rekstarstuðning úr styrktarsjóði til einkarekinna fjölmiðla. Það eru hæstu styrkirnir sem veittir voru í ár. Sýn rekur fjölmiðla á borð við Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Árvakur er með Morgunblaðið, Mbl.is og K100. Næst hæsta styrkinn fær Sameinaða útgáfufélagið, sem rekur Heimildina, sem hlýtur tæplega 55 milljónir króna. Þar á eftir er Myllusetur, sem er með Viðskiptablaðið, og fær rétttæpar 34 milljónir. Alls fengu 25 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning þetta árið, en 470 milljónir voru til úthlutunar. Fram kemur að þremur umsóknum hafi verið synjað þar sem þær uppfylltu ekki skilyrði fyrir rekstrarstuðningi. Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla ákvað þetta. Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur er formaður nefndarinnar. Athygli vekur að Fjölmiðlatorgið, sem rekur DV og Hringbraut, fékk ekki styrk úr sjóðnum. Í samtali við Vísi útskýrir Björn Þorfinnsson, ábyrgðarmaður félagsins og ritstjóri DV, að stjórn félagsins hafi metið það svo að sækja ekki um styrkinn þetta árið. Það verði þó að öllum líkindum gert á næsta ári. Fjölmiðlatorgið keypti DV og aðra miðla í sinni eigu af Torgi sem varð gjaldþrota í lok mars á þessu ári. Með gjaldþrotinu hvarf Fréttablaðið úr íslensku fjölmiðlaflórunni. Úthlutunarlistinn er eftirfarandi: Árvakur hf. 107,155,187 Birtíngur útgáfufélag ehf. 20,032,898 Bændasamtök Íslands 20,816,416 Eigin herra ehf. 3,103,234 Elísa Guðrún ehf. 5,931,816 Eyjasýn ehf. 2,367,395 Fótbolti ehf. 7,678,544 Fröken ehf. 10,974,262 Hönnunarhúsið ehf. 1,600,769 Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. 4,020,746 MD Reykjavík ehf. 7,855,101 Mosfellingur ehf. 2,107,530 Myllusetur ehf. 33,997,545 Nýprent ehf. 5,950,249 Prentmet Oddi ehf. 4,836,300 Saganet – Útvarp Saga ehf. 4,732,544 Sameinaða útgáfufélagið ehf. 54,701,442 Skessuhorn ehf. 15,826,217 Sólartún ehf. 16,119,419 Steinprent ehf. 2,616,804 Sýn hf. 107,155,187 Tunnan prentþjónusta ehf. 3,801,810 Útgáfufélag Austurlands ehf. 7,460,416 Útgáfufélagið ehf. 6,713,182 Víkurfréttir ehf. 12,962,661 Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Sýn Rekstur hins opinbera Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sýn rekur fjölmiðla á borð við Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Árvakur er með Morgunblaðið, Mbl.is og K100. Næst hæsta styrkinn fær Sameinaða útgáfufélagið, sem rekur Heimildina, sem hlýtur tæplega 55 milljónir króna. Þar á eftir er Myllusetur, sem er með Viðskiptablaðið, og fær rétttæpar 34 milljónir. Alls fengu 25 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning þetta árið, en 470 milljónir voru til úthlutunar. Fram kemur að þremur umsóknum hafi verið synjað þar sem þær uppfylltu ekki skilyrði fyrir rekstrarstuðningi. Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla ákvað þetta. Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur er formaður nefndarinnar. Athygli vekur að Fjölmiðlatorgið, sem rekur DV og Hringbraut, fékk ekki styrk úr sjóðnum. Í samtali við Vísi útskýrir Björn Þorfinnsson, ábyrgðarmaður félagsins og ritstjóri DV, að stjórn félagsins hafi metið það svo að sækja ekki um styrkinn þetta árið. Það verði þó að öllum líkindum gert á næsta ári. Fjölmiðlatorgið keypti DV og aðra miðla í sinni eigu af Torgi sem varð gjaldþrota í lok mars á þessu ári. Með gjaldþrotinu hvarf Fréttablaðið úr íslensku fjölmiðlaflórunni. Úthlutunarlistinn er eftirfarandi: Árvakur hf. 107,155,187 Birtíngur útgáfufélag ehf. 20,032,898 Bændasamtök Íslands 20,816,416 Eigin herra ehf. 3,103,234 Elísa Guðrún ehf. 5,931,816 Eyjasýn ehf. 2,367,395 Fótbolti ehf. 7,678,544 Fröken ehf. 10,974,262 Hönnunarhúsið ehf. 1,600,769 Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. 4,020,746 MD Reykjavík ehf. 7,855,101 Mosfellingur ehf. 2,107,530 Myllusetur ehf. 33,997,545 Nýprent ehf. 5,950,249 Prentmet Oddi ehf. 4,836,300 Saganet – Útvarp Saga ehf. 4,732,544 Sameinaða útgáfufélagið ehf. 54,701,442 Skessuhorn ehf. 15,826,217 Sólartún ehf. 16,119,419 Steinprent ehf. 2,616,804 Sýn hf. 107,155,187 Tunnan prentþjónusta ehf. 3,801,810 Útgáfufélag Austurlands ehf. 7,460,416 Útgáfufélagið ehf. 6,713,182 Víkurfréttir ehf. 12,962,661 Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Sýn Rekstur hins opinbera Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira