Annar og betri maður eftir slysið óhugnanlega í lauginni Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 06:01 Viktor Aron lítur á 6. október sem sinn annan afmælisdag, og það er góð ástæða fyrir því. Vísir/Vilhelm Það eru ekki margir sem búa að þeirri lífsreynslu að hafa dáið og verið lífgaðir við. Viktor Aron Bragason er hins vegar einn af þeim. Þann 6. október árið 2013 fannst hann meðvitundarlaus í sundlaug. Þökk sé skjótum viðbrögðum tveggja sundlaugargesta er hann enn á meðal lifandi. „Ég tala um alltaf um Viktor fyrir slysið og Viktor eftir slysið. Af því að ég er ekki sami maðurinn. Ég kalla þennan dag, 6. október, alltaf lífsdaginn, eða minn annan afmælisdag.“ Viktor er á vissan þátt þakklátur fyrir slysið. Allt varð svart 6. október 2013 var sunnudagur. Upp úr hádegi fór Viktor í sund í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði. „Dagurinn var eins og hver annar. Ég var nýkominn úr líkamsrækt og tók þá skyndiákvörðun að fara í sund og synda nokkrar ferðir. Nánast enginn var í lauginni. Mér fannst það best því þá hafði maður hana alla út af fyrir sig. „Ég syndi bara léttar tíu ferðir og slappa svo af í heita pottinum,“ hugsaði ég með sjálfum mér. Enda fannst mér ég vera búinn að vinna mér það inn eftir allt puðið í ræktinni.“ Viktor hafði í langan tíma verið að glíma við líkamleg einkennni sem voru keimlík kvíðaköstum. Hann hafði flakkað á milli sérfræðinga, lækna, geðlækna og sálfræðinga sem allir komu með sömu greiningu: kvíði og þunglyndi. „Mér voru gefin kvíðalyf, en það gerði bara illt verra. Ég hafði lent í því nokkrum sinnum að detta út og koma svo aftur, en það leið samt aldrei yfir mig. Ekki fyrr en þarna, þennan dag.“ Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði.Hafnafjarðarbær/Lárus Karl Ingason „Ég stökk út í laugina og byrjaði að synda. Ég fór létt með fyrstu ferðina enda var ég kominn í ágætt líkamlegt form eftir nokkra mánuði af líkamsrækt og sundi. Í næstu ferð var þó ekki allt með felldu. Ég fann fyrir miklum óþægindum sem fóru um allan líkamann. Sjón mín dofnaði og allt varð óraunverulegt. Í fyrstu taldi ég mig vera að fá mín reglulegu kvíðaköst. Ég var alveg að ná sundlaugabakkanum og hugsaði að allt yrði í lagi þegar ég kæmist að honum. Ástandið versnaði þó og ég gat ekki lengur hreyft mig. Ég náði aldrei bakkanum. Óttinn tók yfir, myrkrið umlukti mig og allt varð svart.“ Viktor hafði misst meðvitund ofan í lauginni. Frásögn Viktors af atburðarásinni sem tók við í kjölfarið er alfarið byggð á því sem hann hefur heyrt frá öðrum. Sjálfur man hann ekkert. Þegar Viktor kom í Suðurbæjarlaug þennan dag voru einungis tveir aðrir menn í lauginni. Þeir sátu í heita pottinum á meðan Viktor var að synda. „Annar þeirra, Gunnar Áki Kjartansson, tekur eftir mér fyrir tilviljun; hann sá mig fljótandi þarna í lauginni og hann rýkur upp úr pottinum. Það vildi svo heppilega til að hann hafði verið í björgunarsveitarstarfi í gegnum tíðina og kunni þess vegna réttu viðbrögðin. Hann bjargaði mér upp úr lauginni.“ Hinn laugargesturinn, Grazvydas Lepikas, reyndist vera dýralæknir að mennt. Hann kom strax og hóf lífgunartilraunir á Viktori. „Og honum tókst að „ræsa“ mig í gang aftur. Ég var víst orðinn alveg blár á þessum tímapunkti, enginn púls og enginn andardráttur. Þessir tveir menn, þeir björguðu lífi mínu. Svo einfalt er það.“ Það næsta sem Viktor man eftir er þegar hann vaknaði upp á sjúkrahúsi. Ég man að ég rankaði við mér, og það stóð læknir við rúmið mitt. „Velkominn aftur til lífs,“ sagði hann. Loks kom rétt greining Í kjölfarið tóku við ellefu dagar á sjúkrahúsinu þar sem Viktor gekkst undir allskyns rannsóknir. „Meðvitundin kom og fór; ég átti erfitt með að tala og það var allt eitthvað svo kaótískt í hausnum á mér. Þetta voru svo óraunverulegar kringumstæður. Maður var að púsla öllu saman. Það leið held ég vika þar til ég gat farið að koma hugsunum í orð og halda mér almennilega vakandi.“ Viktor Aron var í ellefu daga á sjúkrahúsinu.Aðsend Í fyrstu töldu læknar fullvíst að um einhverskonar hjartabilun væri að ræða, og rannsóknirnar sem Viktor gekkst undir voru samkvæmt því. Hann var tekinn af kvíðalyfjum og settur á hjartalyf. „En eftir á að hyggja þá voru það stærstu mistökin, af því að kvíðalyf geta verið eins og eiturlyf og þegar maður hættir á þeim skyndilega þá getur það valdið svakalegum fráhvörfum.“ Hjartarannsóknir leiddu ekkert í ljós. En eftir að Viktor var tekinn af kvíðalyfjunum urðu köstin sem hann hafði glímt við hins vegar mun vægari. Reyndist vera flogaveikur „Ég fór svo af spítalanum og var áfram í eftirliti en það fékkst samt aldrei nein almennileg greining. Svo gerðist það í janúarbyrjun 2014, þremur mánuðum seinna, að ég fékk annað svona kast, en það var miklu vægara en það sem ég fékk í sundlauginni. Þá fór ég aftur á spítala og hitti þar lækni sem komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki tengt hjartanu, heldur væri þetta flogaveiki.“ Umræddur læknir reyndist hafa rétt fyrir sér, eftir fjölmargar rannsóknir, skanna, heilarínurit og segulómanir kom í ljós að um flogaveiki var að ræða. Það leið langur tími þar til Viktor fékk að vita að „kvíðaköstin“ voru í raun flogaköst, en hann segir að það hafi engu að síður verið mikill léttir að fá loks rétta greiningu.Vísir/Vilhelm „Ég hef nokkrum sinnum fengið þessi flogaköst síðan þá, en mun vægari. Þegar það hefur skeð þá finnst mér eins og það sé einhvers konar áminning, eins og að sé verið að kippa mér niður á jörðina. Ég er meðvitaður um þetta í dag. En ég reyni að forðast það að líta á þetta sem einhverja hindrun.“ Horfnar minningar Eftir að Viktor lenti í slysinu í Suðurbæjarlaug kom nokkuð athyglisvert í ljós. Sjónræna minninu hans, sem áður hafði verið afar sterkt, hafði hrakað heilmikið en í staðinn varð talnaminnið öflugt. Hann fer létt með að muna margar kennitölur, afmælisdaga og dagsetningar. „Ég hef svo sem aldrei fengið svör við þessu, en það er víst einhvern veginn þannig að þegar heilinn verður fyrir súrefnisskorti þá skaðast einn partur en annar verður betri. Þetta er svo skrítið, ég get til dæmis talið upp bílnúmerin hjá öllum nágrönnum mínum en man ekki nöfnin á þeim öllum,“ segir Viktor. Hann bætir við að þessi eiginleiki komi sér vissulega oft vel. „Sérstaklega af því að ég er tónlistarmaður. Þetta kemur sér mjög vel í nótnalestri, og líka þegar ég er að spila á trommur, og þarf að halda takti.“ Viktor upplifði það að margar af minningum hans hurfu eftir slysið eða urðu mjög óljósar.Vísir/Vilhelm Slysið olli líka minnistapi hjá Viktori. Sumar minningar þurrkuðust hreinlega út. Suma hluti mundi hann mjög óskýrt og aðra yfirhöfuð ekkert. „Svo voru sumar minningar um eitthvað sem enginn annar kannaðist við að hefði átt sér stað,“ segir hann. „Það eru margar eyður í minninu. Til að nefna dæmi, þá fór ég með mömmu til Edinborgar og Glasgow árið 2012. Ég man nákvæmlega ekkert eftir þessari ferð. Ég man ekkert eftir að hafa nokkurn tímann komið til Skotlands. Þegar ég kom fyrst til baka eftir slysið þá lenti ég oftar en einu sinni í því að hitta fólk sem ég hafði þekkt áður en vissi ekkert hver viðkomandi var, mundi ekkert eftir að hafa kynnst honum eða henni.“ Fjallað var um björgunina í Neyðarlínunni á Stöð 2 árið 2015. Hér má sjá brot úr þættinum. Mögnuð upplifun Í gegnum tíðina hafa fjölmargir einstaklingar tjáð sig um svokallaða nær-dauða reynslu („near death experience“) Viðkomandi hefur þá dáið í læknisfræðilegri merkingu, verið snúið aftur til lífsins en í millitíðinni upplifað sig annars staðar; utan þessa heims. Efasemdarmenn vilja meina að þó svo að þessi upplifun virðist mjög raunveruleg þá sé þetta einungis undirmeðvitundin að verki; viðbrögð við líkamlegu streituástandi. En svo eru aðrir sem halda því fram að hér sé komin sönnun þess að það er líf eftir dauðann. Meðvitundin eigi sér sjálfstæða tilvist utan líkamans. Viktor er sjálfur skeptískur hvað þetta varðar. En engu að síður þá varð hann fyrir ákveðinni upplifun af þessu tagi og man hana vel. Fyrir nokkrum árum sótti hann ritlistaráfanga og í kjölfarið festi hann minninguna niður á blað. Hér að neðan fá finna brot úr textanum en Viktor tekur fram að þar sem að um ritlistaráfanga hafi verið að ræða þá hafi töluvert listrænt leyfi verið sett í útgáfuna. Textinn fangar þó það sem hann upplifði á þessari stundu. „Ég opnaði augun og leit í kringum mig. Í stað svarta myrkursins sá ég bara dökkblátt. Ég var ekki lengur í sundlauginn heldur í einhverju undarlegu tómarúmi. Mér var kalt og líkami minn var örmagna. Ég gat ekki greint hvað snéri upp og hvað snéri niður. Ég reyndi að segja eitthvað en frá mér heyrðist aðeins hvísl. „Er ég að deyja?“ sagði ég loks upphátt í von um að einhver myndi svara mér. „Já og nei,“ svaraði kunnuleg rödd. Við þetta svar brá mér og fann skyndilega örlitla orku streyma um líkama minn. Ég nýtti þessa takmörkuðu orku til að líta í kringum mig. Við hlið mér var vera klædd bláum kufli. Ég reyndi að sjá framan í hana en án árangurs. Andlit verunnar var svo dauft að það var næstum eins og að horfa í gegnum glerstyttu. Samt fannst mér eins og ég þekkti hana, hefði eitt sinn þekkta hana eða ætti að þekkja hana. „Hvar er ég? Hver ert þú?“ kreysti ég upp úr mér. „Hver ég er og hvar þú ert er ekki mikilvægt núna, elsku drengurinn minn. Tími þinn er naumur og þarft þú að taka ákvörðun fljótt. Í þessum töluðu orðum ertu að kafna og ert á milli lífs og dauða.“ Í stað ótta fylltu orð hennar mig undarlegri, en þægilegri frelsistilfinningu. Síðustu ár höfðu ekki verið nein paradís og lífið virtist ekki vera á neinni uppleið hjá mér. Nú bauðst mér að yfirgefa allt. Yfirgefa líf sem ég óskaði nánast daglega að sleppa frá. Mér fannst ekki erfitt að ákveða mig. „Ég vil deyja,“ sagði ég lágt en ákveðið. Veran í bláu svaraði ekki strax. Hún virtist vonbrigðin. Smá stund leið en að lokum sagði hún: „Elsku Viktor minn. Ég veit að lífið hefur ekki alltaf verið þér sanngjarnt. Þú hefur þurft að takast á við margt. Meira en margir aðrir. Áður en þú tekur endanlega ákvörðun vil ég þó að þú sjáir hverjar afleiðingar þess verða fyrir þína nánustu.“ Hún rétti fram hönd sína. Ég tók um hana og var skyndilega staddur í kirkjugarði í rigningu og roki. Það var blátt mistur yfir öllu og ég gat ekki greint nein hljóð. Ég snéri mér við og sá í fjarska nokkur kunnuleg andlit í kringum opna gröf. Ég færði mig nær fólkinu og andlitinu urðu skýrari. Nú áttaði ég mig á kringumstæðum. Ég var staddur í minni eigin jarðaför. Í kringum gröfina sá ég mömmu mína, fjölskyldu og vini. Sorgarsvipur allra var greinilegur. Fyrst gekk ég í átt að tveim bestu vinum mínum til að sjá framan í þá. Jón var fölur og dofinn í framan. Hann horfði ekki ofan í gröfina heldur störðu augu hans út í tómið. Þetta virtist vera of mikið fyrir hann að þola. Ég snéri mér að Tryggva. Hann horfði niður í gröfina með tár í augunum. Ég hafði aldrei séð vin minn gráta áður, samt höfðum við þekkst frá því við vorum fimm ára gamlir. Ég leit í kringum mig og sá móður mína. Hún var niðurbrotin og hágrátandi. Hún hafði áður misst svo margt og nú var hún búin að missa sitt eina barn. Við hlið hennar stóð Siggi frændi snöktandi. Hann reyndi að hughreysta mömmu, en það var ómögulegt. Ekkert gat hughreyst hana. Fyrir henni var lífið búið. „Ekki meir! Ég þarf ekki að sjá meira,“ sagði ég með kökk í hálsinum. Ég birtist aftur í dökkbláa tómarúminu. Veran hafði sleppt hönd minni og sagði: „Hugur þinn og líkami er kannski tilbúinn að fara en sál þín er það ekki. Þú átt enn eftir ókláruð erindi í lífinu þrátt fyrir að sjá það ekki sjálfur. Betri dagar munu koma og draumar þínir munu verða að veruleika. Treystu mér drengur minn.“ Veran hafði fyllt mig sektarkennd fyrir sjálfselsku mína. Ákvörðunin varð erfiðari. „Geturðu sýnt mér það góða sem er í vændum?“ sagði ég ósannfærður. „Framtíðin er ekki skrifuð, en ég get sýnt þér nokkrar mögulegar útkomur,“ svarði hún með breyttum tón í rödd sinni. Í þetta sinn setti veran hönd sína á brjóstkassa minn. Það var eins og flóð af hlýjum tilfinningum og ókunnum minningum streymdi um líkama minn. Ég gat séð velgegni, ég fann gleði og einstaklega mikla hamingju. Frelsistilfinning umlukti mig. „Nú sérðu að það er ekki öll von úti. Þó svo ekkert af þessu sem þú sást er fyrir vissu þá get ég lofað þér því að betri dagar munu koma. Þolinmæði þrautir vinnur allar.“ Nú horfði hún óþolinmóð á mig og beið eftir svari. Áður en ég gat ákveðið mig þrýsti hún harkalega á brjóstkassa minn. Ég fann orkubylgju fara um líkama minn og dökkbláa tómarúmið byrjaði að leysast upp. Veran þrýsti aftur á brjóst mitt og sjálf byrjaði hún að fjara út. Hún hvarf með öllu þegar hún þrýsti á brjóstkassann í þriðja sinn. Ég hóstaði upp úr mér vatninu og var nú á sundlaugarbakkanum. Bjargvættir mínir stóðu yfir mér og hafði endurlífgun þeirra heppnast. Ég var kominn aftur á meðal manna. Stundum getur minning heltekið okkur svo mikið að maður verður fastur í ákveðnu augnabliki úr lífinu. Ég spyr sjálfan mig reglulega hvort þetta átti sér í raun stað eða hvort þetta var ímyndunaraflið að verkum? Mig langar að trúa að þetta hafi gerst. Nú þegar hafa nokkrir þeirra hluta sem veran í bláu sýndi mér ræst. Ég mun alltaf hugsa til þess dags. Daginn sem ég dó.“ „Þessi upplifun hefur alltaf setið í mér,“ segir Viktor. „Það getur vel verið að þetta hafi verið draumur eða ímyndun. Ég hef líka heyrt að þetta sé „coping mechanism“ hjá huganum, hugurinn að sortera og vinna úr upplýsingum. Ég ætla ekkert að fullyrða neitt um hvað þetta var. En þetta var allavega mín upplifun." Hélt ótrauður áfram Það er einstaklingsbundið hvernig fólk bregst við áföllum. Hver og einn hefur sína leið. Eins og Viktor. „Eftir á að hyggja þá held ég að það hefði verið skynsamlegra fyrir mig að hægja aðeins á mér, hlusta betur á líkamann. Á þessum tíma þá leit ég svolítið á þetta þannig að þetta væri bara eitthvað sem hefði gerst, en núna myndi ég bara halda áfram. Svona „business as usual.“ Ég dreif mig af stað aftur eins fljótt og ég gat og hélt áfram með lífið eins og það hafði verið áður, þar sem ég var í fullu háskólanámi og vann meðfram því hálfa vinnu. Ég var rosalega ákveðinn í því að ég ætlaði ekki að láta þetta stoppa mig. Mér fannst mjög pirrandi þegar fólkið í kringum mig var að spyrja hvort það væri í lagi með mig, hvort ég treysti mér til að gera þetta eða hitt. Ég vildi alls ekki vera í fórnarlambshlutverki. Ég vildi ekki vorkunn og að fólk færi að líta öðruvísi á mig,“ segir hann. „Það er svo vond tilfinning að upplifa sig máttlausan, hjálparlausan gagnvart aðstæðum. Ég held að mín aðferð hafi verið að fara í einhvers konar varnarstöðu. Ég tók oft svona „outbursts“, alveg af minnsta tilefni. Þá brást ég við aðstæðum á rosalegan ýktan hátt, var að fá útrás fyrir einhverja reiði inn í mér.“ Það var fyrir tæpum tveimur árum að Viktor byrjaði að gangast undir meðferð hjá sálfræðingi. Þá fékk hann aðra sýn á málin. „Þetta var bara komið á það stig að ég varð að gera eitthvað í mínum málum. Ég var kominn á endastöð og átti enga orku eftir. Það var svo mikið búið að safnast upp innan í mér. Þarna byrjaði ég loksins að horfast í augu við þessa reynslu, sem og önnur áföll sem ég hafði orðið fyrir á lífsleiðinni.“ Viktor er á góðum stað í lífinu í dag.Vísir/Vilhelm Hann glímir enn við eftirköst af slysinu. „Ég hef til dæmis ekki enn náð almennilega fínhreyfingum. Ég fæ svona taugakippi í hendurnar og fæturnar. Fyrst um sinn átti ég dálítið erfitt með að fara í sund. Mér var illa við klórlykt og leið bara ekki vel í þessu umhverfi. Það tók mig smá tíma að komast yfir þann hjalla. Ég hef þurft að læra á sjálfan mig upp á nýtt, hvar mín takmörk eru. Ég reyni að líta jákvætt á þetta allt saman. Fyrir mér er þetta einfaldlega partur af minni lífssögu.“ Blessun að verða faðir Viktor tekur fram að þó svo að undanfarin tíu ár hafi vissulega einkennst af miklum erfiðleikum og óvissu þá hafi þetta sömuleiðis verið tími uppbyggingar, bjartsýni og gleði yfir framförum. „Á þessum tíma hef ég spilað með nokkrum hljómsveitum, samið og gefið út tónlist og myndlist, hannað og smíðað, menntað mig, keypt mína fyrstu, aðra og þriðju íbúð, ferðast og margt, margt fleira,“ segir Viktor en hann starfar í dag sem tæknistjóri hjá Listaháskóla Íslands. Viktor kynntist Martynu konunni sinni fyrir sjö árum. Árið 2022 eignuðust þau son. Þau höfðu áður upplifað þrjá sársaukafulla fósturmissi. „Að verða faðir er algjör blessun. Það besta sem hefur komið fyrir mig.“ Hann er orðinn nokkuð vanur því að svara spurningum fólks sem er forvitið um upplifun hans af því að deyja og koma aftur til lífs. „Ég er nú ekkert mikið að tala um þetta að fyrra bragði en það kemur fyrir að fólk fréttir af þessu og spyr út í þetta. Ég skil það alveg, þetta er bara eðlileg forvitni. Og af því að ég er búin að vinna úr þessu og vinna í sjálfum mér þá er þetta ekki að valda mér hugarangri eða vanlíðan." Ég veit að það hljómar furðulega, en ég held að þetta slys, að deyja og koma aftur til lífs hafi verið mér til góðs. Af því á endanum leiddi það til þess ég fór út í þetta bataferli og í dag líður mér vel bæði andlega og líkamlega. Hann er ævinlega þakklátur mönnunum tveimur, sem veittu honum lífsbjörgina þann 6.október árið 2013. Og hann er þakklátur fyrir fólkið í kringum sig. Viktor og Martyna eignuðust Aron Lúkas sem í dag er sautján mánaða gamall.Aðsend „Ég verð alltaf þakklátur mömmu minni sem var mín stoð og stytta í gegnum þetta allt saman. Hún hvatti mig í gegnum erfiðar stundir og ég veit ekki hvort mér hefði tekist að ná jafn miklum framförum á jafn skömmum tíma án hennar aðstoðar.“ Viktor segist vona að hans reynslusaga geti hugsanlega hjálpað öðrum sem hafa gengið í gegnum áföll. Flestir kannast við klisjuna „það sem ekki drepur mann, styrkir mann.“ Kannski er einhver sannleikur í því. „Það sem hefur bjargað mér mikið í gegnum allt saman er að eiga mörg áhugamál. Það er svo gott að hafa eitthvað til að beina huganum að. Sérstaklega hefur tónlistin hjálpað, það getur verið svo mikil þerapía í því að skapa tónlist, búa eitthvað til og fá útrás í gegnum það. Allt fólkið í kringum mann hjálpar líka. Og hreyfing, fá líkamlega útrás. Þetta snýst held ég allt um það að hafa einhvern tilgang, eitthvað hlutverk. Þá líður manni vel.“ Sund Sundlaugar Hafnarfjörður Helgarviðtal Tengdar fréttir Var nær drukknaður í sundi "Ég var á leiðinni í heita pottinn og ákvað þá að synda nokkrar ferðir eins og ég er vanur að gera. Þegar ég var búinn að synda eina til tvær ferðir þá leið yfir mig.” 17. október 2014 16:11 „Þekking þeirra hreinlega bjargaði lífi mínu“ Viktor Aron Bragason sem var hætt kominn í Suðurbæjarlauginni í Hafnarfirði hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir 11 daga dvöl. Hann er á hægum batavegi en er enn í rannsóknum. 23. október 2013 14:47 „Hjartað hökti af stað eins og díselvél á köldum vetrarmorgni“ Litháinn Grazvydas Lepikas vann hetjudáð um síðustu helgi í Suðurbæjarlaug Hafnafjarðar þegar honum tókst að endurlífga mann sem hafði legið meðvitundarlaus í sundlauginni. 9. október 2013 15:07 Aðeins einn laugarvörður vaktar allt svæðið Sundlaugargestur bjargaði manni frá drukknun í sundlaug í Hafnarfirði í gær. Einn laugarvörður sér um að vakta sundlaugarsvæðið. 7. október 2013 18:30 „Tilviljun að ég var í sundlauginni“ Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. 7. október 2013 13:08 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Ég tala um alltaf um Viktor fyrir slysið og Viktor eftir slysið. Af því að ég er ekki sami maðurinn. Ég kalla þennan dag, 6. október, alltaf lífsdaginn, eða minn annan afmælisdag.“ Viktor er á vissan þátt þakklátur fyrir slysið. Allt varð svart 6. október 2013 var sunnudagur. Upp úr hádegi fór Viktor í sund í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði. „Dagurinn var eins og hver annar. Ég var nýkominn úr líkamsrækt og tók þá skyndiákvörðun að fara í sund og synda nokkrar ferðir. Nánast enginn var í lauginni. Mér fannst það best því þá hafði maður hana alla út af fyrir sig. „Ég syndi bara léttar tíu ferðir og slappa svo af í heita pottinum,“ hugsaði ég með sjálfum mér. Enda fannst mér ég vera búinn að vinna mér það inn eftir allt puðið í ræktinni.“ Viktor hafði í langan tíma verið að glíma við líkamleg einkennni sem voru keimlík kvíðaköstum. Hann hafði flakkað á milli sérfræðinga, lækna, geðlækna og sálfræðinga sem allir komu með sömu greiningu: kvíði og þunglyndi. „Mér voru gefin kvíðalyf, en það gerði bara illt verra. Ég hafði lent í því nokkrum sinnum að detta út og koma svo aftur, en það leið samt aldrei yfir mig. Ekki fyrr en þarna, þennan dag.“ Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði.Hafnafjarðarbær/Lárus Karl Ingason „Ég stökk út í laugina og byrjaði að synda. Ég fór létt með fyrstu ferðina enda var ég kominn í ágætt líkamlegt form eftir nokkra mánuði af líkamsrækt og sundi. Í næstu ferð var þó ekki allt með felldu. Ég fann fyrir miklum óþægindum sem fóru um allan líkamann. Sjón mín dofnaði og allt varð óraunverulegt. Í fyrstu taldi ég mig vera að fá mín reglulegu kvíðaköst. Ég var alveg að ná sundlaugabakkanum og hugsaði að allt yrði í lagi þegar ég kæmist að honum. Ástandið versnaði þó og ég gat ekki lengur hreyft mig. Ég náði aldrei bakkanum. Óttinn tók yfir, myrkrið umlukti mig og allt varð svart.“ Viktor hafði misst meðvitund ofan í lauginni. Frásögn Viktors af atburðarásinni sem tók við í kjölfarið er alfarið byggð á því sem hann hefur heyrt frá öðrum. Sjálfur man hann ekkert. Þegar Viktor kom í Suðurbæjarlaug þennan dag voru einungis tveir aðrir menn í lauginni. Þeir sátu í heita pottinum á meðan Viktor var að synda. „Annar þeirra, Gunnar Áki Kjartansson, tekur eftir mér fyrir tilviljun; hann sá mig fljótandi þarna í lauginni og hann rýkur upp úr pottinum. Það vildi svo heppilega til að hann hafði verið í björgunarsveitarstarfi í gegnum tíðina og kunni þess vegna réttu viðbrögðin. Hann bjargaði mér upp úr lauginni.“ Hinn laugargesturinn, Grazvydas Lepikas, reyndist vera dýralæknir að mennt. Hann kom strax og hóf lífgunartilraunir á Viktori. „Og honum tókst að „ræsa“ mig í gang aftur. Ég var víst orðinn alveg blár á þessum tímapunkti, enginn púls og enginn andardráttur. Þessir tveir menn, þeir björguðu lífi mínu. Svo einfalt er það.“ Það næsta sem Viktor man eftir er þegar hann vaknaði upp á sjúkrahúsi. Ég man að ég rankaði við mér, og það stóð læknir við rúmið mitt. „Velkominn aftur til lífs,“ sagði hann. Loks kom rétt greining Í kjölfarið tóku við ellefu dagar á sjúkrahúsinu þar sem Viktor gekkst undir allskyns rannsóknir. „Meðvitundin kom og fór; ég átti erfitt með að tala og það var allt eitthvað svo kaótískt í hausnum á mér. Þetta voru svo óraunverulegar kringumstæður. Maður var að púsla öllu saman. Það leið held ég vika þar til ég gat farið að koma hugsunum í orð og halda mér almennilega vakandi.“ Viktor Aron var í ellefu daga á sjúkrahúsinu.Aðsend Í fyrstu töldu læknar fullvíst að um einhverskonar hjartabilun væri að ræða, og rannsóknirnar sem Viktor gekkst undir voru samkvæmt því. Hann var tekinn af kvíðalyfjum og settur á hjartalyf. „En eftir á að hyggja þá voru það stærstu mistökin, af því að kvíðalyf geta verið eins og eiturlyf og þegar maður hættir á þeim skyndilega þá getur það valdið svakalegum fráhvörfum.“ Hjartarannsóknir leiddu ekkert í ljós. En eftir að Viktor var tekinn af kvíðalyfjunum urðu köstin sem hann hafði glímt við hins vegar mun vægari. Reyndist vera flogaveikur „Ég fór svo af spítalanum og var áfram í eftirliti en það fékkst samt aldrei nein almennileg greining. Svo gerðist það í janúarbyrjun 2014, þremur mánuðum seinna, að ég fékk annað svona kast, en það var miklu vægara en það sem ég fékk í sundlauginni. Þá fór ég aftur á spítala og hitti þar lækni sem komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki tengt hjartanu, heldur væri þetta flogaveiki.“ Umræddur læknir reyndist hafa rétt fyrir sér, eftir fjölmargar rannsóknir, skanna, heilarínurit og segulómanir kom í ljós að um flogaveiki var að ræða. Það leið langur tími þar til Viktor fékk að vita að „kvíðaköstin“ voru í raun flogaköst, en hann segir að það hafi engu að síður verið mikill léttir að fá loks rétta greiningu.Vísir/Vilhelm „Ég hef nokkrum sinnum fengið þessi flogaköst síðan þá, en mun vægari. Þegar það hefur skeð þá finnst mér eins og það sé einhvers konar áminning, eins og að sé verið að kippa mér niður á jörðina. Ég er meðvitaður um þetta í dag. En ég reyni að forðast það að líta á þetta sem einhverja hindrun.“ Horfnar minningar Eftir að Viktor lenti í slysinu í Suðurbæjarlaug kom nokkuð athyglisvert í ljós. Sjónræna minninu hans, sem áður hafði verið afar sterkt, hafði hrakað heilmikið en í staðinn varð talnaminnið öflugt. Hann fer létt með að muna margar kennitölur, afmælisdaga og dagsetningar. „Ég hef svo sem aldrei fengið svör við þessu, en það er víst einhvern veginn þannig að þegar heilinn verður fyrir súrefnisskorti þá skaðast einn partur en annar verður betri. Þetta er svo skrítið, ég get til dæmis talið upp bílnúmerin hjá öllum nágrönnum mínum en man ekki nöfnin á þeim öllum,“ segir Viktor. Hann bætir við að þessi eiginleiki komi sér vissulega oft vel. „Sérstaklega af því að ég er tónlistarmaður. Þetta kemur sér mjög vel í nótnalestri, og líka þegar ég er að spila á trommur, og þarf að halda takti.“ Viktor upplifði það að margar af minningum hans hurfu eftir slysið eða urðu mjög óljósar.Vísir/Vilhelm Slysið olli líka minnistapi hjá Viktori. Sumar minningar þurrkuðust hreinlega út. Suma hluti mundi hann mjög óskýrt og aðra yfirhöfuð ekkert. „Svo voru sumar minningar um eitthvað sem enginn annar kannaðist við að hefði átt sér stað,“ segir hann. „Það eru margar eyður í minninu. Til að nefna dæmi, þá fór ég með mömmu til Edinborgar og Glasgow árið 2012. Ég man nákvæmlega ekkert eftir þessari ferð. Ég man ekkert eftir að hafa nokkurn tímann komið til Skotlands. Þegar ég kom fyrst til baka eftir slysið þá lenti ég oftar en einu sinni í því að hitta fólk sem ég hafði þekkt áður en vissi ekkert hver viðkomandi var, mundi ekkert eftir að hafa kynnst honum eða henni.“ Fjallað var um björgunina í Neyðarlínunni á Stöð 2 árið 2015. Hér má sjá brot úr þættinum. Mögnuð upplifun Í gegnum tíðina hafa fjölmargir einstaklingar tjáð sig um svokallaða nær-dauða reynslu („near death experience“) Viðkomandi hefur þá dáið í læknisfræðilegri merkingu, verið snúið aftur til lífsins en í millitíðinni upplifað sig annars staðar; utan þessa heims. Efasemdarmenn vilja meina að þó svo að þessi upplifun virðist mjög raunveruleg þá sé þetta einungis undirmeðvitundin að verki; viðbrögð við líkamlegu streituástandi. En svo eru aðrir sem halda því fram að hér sé komin sönnun þess að það er líf eftir dauðann. Meðvitundin eigi sér sjálfstæða tilvist utan líkamans. Viktor er sjálfur skeptískur hvað þetta varðar. En engu að síður þá varð hann fyrir ákveðinni upplifun af þessu tagi og man hana vel. Fyrir nokkrum árum sótti hann ritlistaráfanga og í kjölfarið festi hann minninguna niður á blað. Hér að neðan fá finna brot úr textanum en Viktor tekur fram að þar sem að um ritlistaráfanga hafi verið að ræða þá hafi töluvert listrænt leyfi verið sett í útgáfuna. Textinn fangar þó það sem hann upplifði á þessari stundu. „Ég opnaði augun og leit í kringum mig. Í stað svarta myrkursins sá ég bara dökkblátt. Ég var ekki lengur í sundlauginn heldur í einhverju undarlegu tómarúmi. Mér var kalt og líkami minn var örmagna. Ég gat ekki greint hvað snéri upp og hvað snéri niður. Ég reyndi að segja eitthvað en frá mér heyrðist aðeins hvísl. „Er ég að deyja?“ sagði ég loks upphátt í von um að einhver myndi svara mér. „Já og nei,“ svaraði kunnuleg rödd. Við þetta svar brá mér og fann skyndilega örlitla orku streyma um líkama minn. Ég nýtti þessa takmörkuðu orku til að líta í kringum mig. Við hlið mér var vera klædd bláum kufli. Ég reyndi að sjá framan í hana en án árangurs. Andlit verunnar var svo dauft að það var næstum eins og að horfa í gegnum glerstyttu. Samt fannst mér eins og ég þekkti hana, hefði eitt sinn þekkta hana eða ætti að þekkja hana. „Hvar er ég? Hver ert þú?“ kreysti ég upp úr mér. „Hver ég er og hvar þú ert er ekki mikilvægt núna, elsku drengurinn minn. Tími þinn er naumur og þarft þú að taka ákvörðun fljótt. Í þessum töluðu orðum ertu að kafna og ert á milli lífs og dauða.“ Í stað ótta fylltu orð hennar mig undarlegri, en þægilegri frelsistilfinningu. Síðustu ár höfðu ekki verið nein paradís og lífið virtist ekki vera á neinni uppleið hjá mér. Nú bauðst mér að yfirgefa allt. Yfirgefa líf sem ég óskaði nánast daglega að sleppa frá. Mér fannst ekki erfitt að ákveða mig. „Ég vil deyja,“ sagði ég lágt en ákveðið. Veran í bláu svaraði ekki strax. Hún virtist vonbrigðin. Smá stund leið en að lokum sagði hún: „Elsku Viktor minn. Ég veit að lífið hefur ekki alltaf verið þér sanngjarnt. Þú hefur þurft að takast á við margt. Meira en margir aðrir. Áður en þú tekur endanlega ákvörðun vil ég þó að þú sjáir hverjar afleiðingar þess verða fyrir þína nánustu.“ Hún rétti fram hönd sína. Ég tók um hana og var skyndilega staddur í kirkjugarði í rigningu og roki. Það var blátt mistur yfir öllu og ég gat ekki greint nein hljóð. Ég snéri mér við og sá í fjarska nokkur kunnuleg andlit í kringum opna gröf. Ég færði mig nær fólkinu og andlitinu urðu skýrari. Nú áttaði ég mig á kringumstæðum. Ég var staddur í minni eigin jarðaför. Í kringum gröfina sá ég mömmu mína, fjölskyldu og vini. Sorgarsvipur allra var greinilegur. Fyrst gekk ég í átt að tveim bestu vinum mínum til að sjá framan í þá. Jón var fölur og dofinn í framan. Hann horfði ekki ofan í gröfina heldur störðu augu hans út í tómið. Þetta virtist vera of mikið fyrir hann að þola. Ég snéri mér að Tryggva. Hann horfði niður í gröfina með tár í augunum. Ég hafði aldrei séð vin minn gráta áður, samt höfðum við þekkst frá því við vorum fimm ára gamlir. Ég leit í kringum mig og sá móður mína. Hún var niðurbrotin og hágrátandi. Hún hafði áður misst svo margt og nú var hún búin að missa sitt eina barn. Við hlið hennar stóð Siggi frændi snöktandi. Hann reyndi að hughreysta mömmu, en það var ómögulegt. Ekkert gat hughreyst hana. Fyrir henni var lífið búið. „Ekki meir! Ég þarf ekki að sjá meira,“ sagði ég með kökk í hálsinum. Ég birtist aftur í dökkbláa tómarúminu. Veran hafði sleppt hönd minni og sagði: „Hugur þinn og líkami er kannski tilbúinn að fara en sál þín er það ekki. Þú átt enn eftir ókláruð erindi í lífinu þrátt fyrir að sjá það ekki sjálfur. Betri dagar munu koma og draumar þínir munu verða að veruleika. Treystu mér drengur minn.“ Veran hafði fyllt mig sektarkennd fyrir sjálfselsku mína. Ákvörðunin varð erfiðari. „Geturðu sýnt mér það góða sem er í vændum?“ sagði ég ósannfærður. „Framtíðin er ekki skrifuð, en ég get sýnt þér nokkrar mögulegar útkomur,“ svarði hún með breyttum tón í rödd sinni. Í þetta sinn setti veran hönd sína á brjóstkassa minn. Það var eins og flóð af hlýjum tilfinningum og ókunnum minningum streymdi um líkama minn. Ég gat séð velgegni, ég fann gleði og einstaklega mikla hamingju. Frelsistilfinning umlukti mig. „Nú sérðu að það er ekki öll von úti. Þó svo ekkert af þessu sem þú sást er fyrir vissu þá get ég lofað þér því að betri dagar munu koma. Þolinmæði þrautir vinnur allar.“ Nú horfði hún óþolinmóð á mig og beið eftir svari. Áður en ég gat ákveðið mig þrýsti hún harkalega á brjóstkassa minn. Ég fann orkubylgju fara um líkama minn og dökkbláa tómarúmið byrjaði að leysast upp. Veran þrýsti aftur á brjóst mitt og sjálf byrjaði hún að fjara út. Hún hvarf með öllu þegar hún þrýsti á brjóstkassann í þriðja sinn. Ég hóstaði upp úr mér vatninu og var nú á sundlaugarbakkanum. Bjargvættir mínir stóðu yfir mér og hafði endurlífgun þeirra heppnast. Ég var kominn aftur á meðal manna. Stundum getur minning heltekið okkur svo mikið að maður verður fastur í ákveðnu augnabliki úr lífinu. Ég spyr sjálfan mig reglulega hvort þetta átti sér í raun stað eða hvort þetta var ímyndunaraflið að verkum? Mig langar að trúa að þetta hafi gerst. Nú þegar hafa nokkrir þeirra hluta sem veran í bláu sýndi mér ræst. Ég mun alltaf hugsa til þess dags. Daginn sem ég dó.“ „Þessi upplifun hefur alltaf setið í mér,“ segir Viktor. „Það getur vel verið að þetta hafi verið draumur eða ímyndun. Ég hef líka heyrt að þetta sé „coping mechanism“ hjá huganum, hugurinn að sortera og vinna úr upplýsingum. Ég ætla ekkert að fullyrða neitt um hvað þetta var. En þetta var allavega mín upplifun." Hélt ótrauður áfram Það er einstaklingsbundið hvernig fólk bregst við áföllum. Hver og einn hefur sína leið. Eins og Viktor. „Eftir á að hyggja þá held ég að það hefði verið skynsamlegra fyrir mig að hægja aðeins á mér, hlusta betur á líkamann. Á þessum tíma þá leit ég svolítið á þetta þannig að þetta væri bara eitthvað sem hefði gerst, en núna myndi ég bara halda áfram. Svona „business as usual.“ Ég dreif mig af stað aftur eins fljótt og ég gat og hélt áfram með lífið eins og það hafði verið áður, þar sem ég var í fullu háskólanámi og vann meðfram því hálfa vinnu. Ég var rosalega ákveðinn í því að ég ætlaði ekki að láta þetta stoppa mig. Mér fannst mjög pirrandi þegar fólkið í kringum mig var að spyrja hvort það væri í lagi með mig, hvort ég treysti mér til að gera þetta eða hitt. Ég vildi alls ekki vera í fórnarlambshlutverki. Ég vildi ekki vorkunn og að fólk færi að líta öðruvísi á mig,“ segir hann. „Það er svo vond tilfinning að upplifa sig máttlausan, hjálparlausan gagnvart aðstæðum. Ég held að mín aðferð hafi verið að fara í einhvers konar varnarstöðu. Ég tók oft svona „outbursts“, alveg af minnsta tilefni. Þá brást ég við aðstæðum á rosalegan ýktan hátt, var að fá útrás fyrir einhverja reiði inn í mér.“ Það var fyrir tæpum tveimur árum að Viktor byrjaði að gangast undir meðferð hjá sálfræðingi. Þá fékk hann aðra sýn á málin. „Þetta var bara komið á það stig að ég varð að gera eitthvað í mínum málum. Ég var kominn á endastöð og átti enga orku eftir. Það var svo mikið búið að safnast upp innan í mér. Þarna byrjaði ég loksins að horfast í augu við þessa reynslu, sem og önnur áföll sem ég hafði orðið fyrir á lífsleiðinni.“ Viktor er á góðum stað í lífinu í dag.Vísir/Vilhelm Hann glímir enn við eftirköst af slysinu. „Ég hef til dæmis ekki enn náð almennilega fínhreyfingum. Ég fæ svona taugakippi í hendurnar og fæturnar. Fyrst um sinn átti ég dálítið erfitt með að fara í sund. Mér var illa við klórlykt og leið bara ekki vel í þessu umhverfi. Það tók mig smá tíma að komast yfir þann hjalla. Ég hef þurft að læra á sjálfan mig upp á nýtt, hvar mín takmörk eru. Ég reyni að líta jákvætt á þetta allt saman. Fyrir mér er þetta einfaldlega partur af minni lífssögu.“ Blessun að verða faðir Viktor tekur fram að þó svo að undanfarin tíu ár hafi vissulega einkennst af miklum erfiðleikum og óvissu þá hafi þetta sömuleiðis verið tími uppbyggingar, bjartsýni og gleði yfir framförum. „Á þessum tíma hef ég spilað með nokkrum hljómsveitum, samið og gefið út tónlist og myndlist, hannað og smíðað, menntað mig, keypt mína fyrstu, aðra og þriðju íbúð, ferðast og margt, margt fleira,“ segir Viktor en hann starfar í dag sem tæknistjóri hjá Listaháskóla Íslands. Viktor kynntist Martynu konunni sinni fyrir sjö árum. Árið 2022 eignuðust þau son. Þau höfðu áður upplifað þrjá sársaukafulla fósturmissi. „Að verða faðir er algjör blessun. Það besta sem hefur komið fyrir mig.“ Hann er orðinn nokkuð vanur því að svara spurningum fólks sem er forvitið um upplifun hans af því að deyja og koma aftur til lífs. „Ég er nú ekkert mikið að tala um þetta að fyrra bragði en það kemur fyrir að fólk fréttir af þessu og spyr út í þetta. Ég skil það alveg, þetta er bara eðlileg forvitni. Og af því að ég er búin að vinna úr þessu og vinna í sjálfum mér þá er þetta ekki að valda mér hugarangri eða vanlíðan." Ég veit að það hljómar furðulega, en ég held að þetta slys, að deyja og koma aftur til lífs hafi verið mér til góðs. Af því á endanum leiddi það til þess ég fór út í þetta bataferli og í dag líður mér vel bæði andlega og líkamlega. Hann er ævinlega þakklátur mönnunum tveimur, sem veittu honum lífsbjörgina þann 6.október árið 2013. Og hann er þakklátur fyrir fólkið í kringum sig. Viktor og Martyna eignuðust Aron Lúkas sem í dag er sautján mánaða gamall.Aðsend „Ég verð alltaf þakklátur mömmu minni sem var mín stoð og stytta í gegnum þetta allt saman. Hún hvatti mig í gegnum erfiðar stundir og ég veit ekki hvort mér hefði tekist að ná jafn miklum framförum á jafn skömmum tíma án hennar aðstoðar.“ Viktor segist vona að hans reynslusaga geti hugsanlega hjálpað öðrum sem hafa gengið í gegnum áföll. Flestir kannast við klisjuna „það sem ekki drepur mann, styrkir mann.“ Kannski er einhver sannleikur í því. „Það sem hefur bjargað mér mikið í gegnum allt saman er að eiga mörg áhugamál. Það er svo gott að hafa eitthvað til að beina huganum að. Sérstaklega hefur tónlistin hjálpað, það getur verið svo mikil þerapía í því að skapa tónlist, búa eitthvað til og fá útrás í gegnum það. Allt fólkið í kringum mann hjálpar líka. Og hreyfing, fá líkamlega útrás. Þetta snýst held ég allt um það að hafa einhvern tilgang, eitthvað hlutverk. Þá líður manni vel.“
Sund Sundlaugar Hafnarfjörður Helgarviðtal Tengdar fréttir Var nær drukknaður í sundi "Ég var á leiðinni í heita pottinn og ákvað þá að synda nokkrar ferðir eins og ég er vanur að gera. Þegar ég var búinn að synda eina til tvær ferðir þá leið yfir mig.” 17. október 2014 16:11 „Þekking þeirra hreinlega bjargaði lífi mínu“ Viktor Aron Bragason sem var hætt kominn í Suðurbæjarlauginni í Hafnarfirði hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir 11 daga dvöl. Hann er á hægum batavegi en er enn í rannsóknum. 23. október 2013 14:47 „Hjartað hökti af stað eins og díselvél á köldum vetrarmorgni“ Litháinn Grazvydas Lepikas vann hetjudáð um síðustu helgi í Suðurbæjarlaug Hafnafjarðar þegar honum tókst að endurlífga mann sem hafði legið meðvitundarlaus í sundlauginni. 9. október 2013 15:07 Aðeins einn laugarvörður vaktar allt svæðið Sundlaugargestur bjargaði manni frá drukknun í sundlaug í Hafnarfirði í gær. Einn laugarvörður sér um að vakta sundlaugarsvæðið. 7. október 2013 18:30 „Tilviljun að ég var í sundlauginni“ Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. 7. október 2013 13:08 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Var nær drukknaður í sundi "Ég var á leiðinni í heita pottinn og ákvað þá að synda nokkrar ferðir eins og ég er vanur að gera. Þegar ég var búinn að synda eina til tvær ferðir þá leið yfir mig.” 17. október 2014 16:11
„Þekking þeirra hreinlega bjargaði lífi mínu“ Viktor Aron Bragason sem var hætt kominn í Suðurbæjarlauginni í Hafnarfirði hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir 11 daga dvöl. Hann er á hægum batavegi en er enn í rannsóknum. 23. október 2013 14:47
„Hjartað hökti af stað eins og díselvél á köldum vetrarmorgni“ Litháinn Grazvydas Lepikas vann hetjudáð um síðustu helgi í Suðurbæjarlaug Hafnafjarðar þegar honum tókst að endurlífga mann sem hafði legið meðvitundarlaus í sundlauginni. 9. október 2013 15:07
Aðeins einn laugarvörður vaktar allt svæðið Sundlaugargestur bjargaði manni frá drukknun í sundlaug í Hafnarfirði í gær. Einn laugarvörður sér um að vakta sundlaugarsvæðið. 7. október 2013 18:30
„Tilviljun að ég var í sundlauginni“ Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. 7. október 2013 13:08