Kjartan Atli feginn: „Ég læri af þessu“ Sæbjörn Þór Steinke skrifar 6. nóvember 2023 23:09 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness. Vísir/Hulda Margrét „Þetta hafðist. Þetta voru frábærir þrír leikhlutar en svo stífleiki í fjórða,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, eftir nauman sjö stiga sigur gegn Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-79. Hann var sýnilega feginn að hafa landað sigrinum. „Við stöðnuðum í sókninni, svæðisvörnin þeirra var mjög flott, gerðu þetta mjög vel. Kredit á Hamar hvernig þeir náðu næstum því að hrifsa leikinn til sín, en við kláruðum þetta.“ „Ég veit ekki hvort það hafi farið um mig, maður fer ekki alveg þangað. Maður er að reyna leita lausna. Það var stórt skot frá Dino Stipcic og stór víti hjá Daniel Love, þá svona var þetta komið. Maður vissi alltaf að þeir ættu þennan sprett í sér, eru með góða skotmenn.“ Hamar tapaði boltanum einungis níu sinnum í leiknum sem Kjartan segir að hafa haldið gestunum inni í leiknum. Hamar komst á 17-0 sprett í lokaleikhlutanum. Sem þjálfari, hvenær á að rífa í gikkinn og taka leikhlé til að reyna stöðva áhlaupið? „Ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu fyrr. Það er togstreita í manni, maður vill að strákarnir spili sig í gegnum þetta því þá komast þeir meira yfir hindrunina, ná því lífrænt. Ég vissi að ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu á undan, ég læri af þessu.“ Ein af sögulínum leiksins var hittni Douglas Wilson fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum en hann fékk að vera mjög opinn í leiknum. „Þetta var mjög flott. Við tókum fáa þrista í síðasta leik og á æfingum höfum við tekið mikið af þristum milli leikja. Hann er að setja þrista á æfingum og fær að meta þetta eftir því hvernig honum líður, hvort hann eigi að ráðast á, gefa boltann eða taka þristana. Hann lét vaða í kvöld og þetta fór ofan í.“ Álftanes er með fjóra sigra eftir fyrstu sex leikina og er Kjartan ánægður með byrjunina. „Við horfum meira í tapleikina. En þessi deild er það jöfn, hún er algjör boxbardagi. Ég er búinn að fjalla um hana, spila í henni, þjálfa sem aðstoðarþjálfari. Ég man ekki eftir því að það hafi verið svona mörg lið sem hafa getað gert tilkall í að vinna deildina. Það er rosalega stutt á milli og hver sigur er frábær.“ Undirritaður þakkaði Kjartani fyrir að búa til gott sjónvarp í lokaleikhlutanum. „Þetta er skemmtanabransi,“ sagði Kjartan á léttu nótunum í lok viðtals. Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Hamar 86-79 | Álftnesingar unnu nýliðaslaginn Álftanes vann nauman sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í nýliðaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-79. 6. nóvember 2023 20:52 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
„Við stöðnuðum í sókninni, svæðisvörnin þeirra var mjög flott, gerðu þetta mjög vel. Kredit á Hamar hvernig þeir náðu næstum því að hrifsa leikinn til sín, en við kláruðum þetta.“ „Ég veit ekki hvort það hafi farið um mig, maður fer ekki alveg þangað. Maður er að reyna leita lausna. Það var stórt skot frá Dino Stipcic og stór víti hjá Daniel Love, þá svona var þetta komið. Maður vissi alltaf að þeir ættu þennan sprett í sér, eru með góða skotmenn.“ Hamar tapaði boltanum einungis níu sinnum í leiknum sem Kjartan segir að hafa haldið gestunum inni í leiknum. Hamar komst á 17-0 sprett í lokaleikhlutanum. Sem þjálfari, hvenær á að rífa í gikkinn og taka leikhlé til að reyna stöðva áhlaupið? „Ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu fyrr. Það er togstreita í manni, maður vill að strákarnir spili sig í gegnum þetta því þá komast þeir meira yfir hindrunina, ná því lífrænt. Ég vissi að ég hefði átt að taka leikhlé einni körfu á undan, ég læri af þessu.“ Ein af sögulínum leiksins var hittni Douglas Wilson fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hitti úr fjórum af fimm skotum sínum en hann fékk að vera mjög opinn í leiknum. „Þetta var mjög flott. Við tókum fáa þrista í síðasta leik og á æfingum höfum við tekið mikið af þristum milli leikja. Hann er að setja þrista á æfingum og fær að meta þetta eftir því hvernig honum líður, hvort hann eigi að ráðast á, gefa boltann eða taka þristana. Hann lét vaða í kvöld og þetta fór ofan í.“ Álftanes er með fjóra sigra eftir fyrstu sex leikina og er Kjartan ánægður með byrjunina. „Við horfum meira í tapleikina. En þessi deild er það jöfn, hún er algjör boxbardagi. Ég er búinn að fjalla um hana, spila í henni, þjálfa sem aðstoðarþjálfari. Ég man ekki eftir því að það hafi verið svona mörg lið sem hafa getað gert tilkall í að vinna deildina. Það er rosalega stutt á milli og hver sigur er frábær.“ Undirritaður þakkaði Kjartani fyrir að búa til gott sjónvarp í lokaleikhlutanum. „Þetta er skemmtanabransi,“ sagði Kjartan á léttu nótunum í lok viðtals.
Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Álftanes - Hamar 86-79 | Álftnesingar unnu nýliðaslaginn Álftanes vann nauman sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í nýliðaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-79. 6. nóvember 2023 20:52 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Leik lokið: Álftanes - Hamar 86-79 | Álftnesingar unnu nýliðaslaginn Álftanes vann nauman sjö stiga sigur er liðið tók á móti Hamri í nýliðaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 86-79. 6. nóvember 2023 20:52