Upplýsum ferðamenn Sveinn Gauti Einarsson skrifar 7. nóvember 2023 09:01 Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. Það mætti halda að textinn sé hannaður til þess að að upplýsa eins lítið og hægt er og gera sem minnst úr áhættunni. Með réttu ætti eftirfarandi að koma fram til viðskiptavina lónsins: Kvikuinnskot er að eiga sér stað á 4-5 km dýpi undir lóninu. Innskotið getur leitt til eldgoss. Almannavarnir telja öruggt að heimsækja lónið og að hægt verði að segja til um eldgos með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Ekki er hægt að útiloka að rýma þurfi Bláa lónið með hraði. Þrátt fyrir að Almannavarnir telji svæðið öruggt þá hefur Þorvaldur Þórðarson, einn okkar helstu vísindamanna í eldvirkni á Reykjanesskaga, varað við því að dekksta sviðsmynd sé að fyrirvari fyrir gos væru mínútur en ekki nokkrir klukkutímar. Bláa lónið setur ekki þessar upplýsingar á heimasíðuna. Þar á bæ er allt gert til þess að halda upplýsingum frá ferðamönnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins héldu því fram að allir gestir væru upplýstir um stöðu mála við komuna á svæðið. Þegar fjölmiðlar mættu á staðinn til að ræða við ferðamenn kom í ljós að þetta var ósatt. Ferðamennirnir höfðu engar upplýsingar fengið um jarðhræringar við komuna í lónið. Á síðustu árum höfum við náð að byggja upp ferðaþjónustu sem er nú orðinn en helsta atvinnugrein landsins. Svona framkoma eins og forsvarsfólk Bláa lónsins sýnir er ekkert nema vanvirðing við þá gesti sem velja að sækja landið okkar heim. Við eigum að sjálfsögðu að upplýsa um stöðu mála þegar kemur að náttúruöflunum. Stjórnendur Bláa lónsins vita að ef ferðamenn vissu í raun hver staðan er þá veldu þau annan stað til að baða sig með tilheyrandi áhrif á veltu fyrirtækisins. Þess vegna er allt gert til að koma í veg fyrir að tilvonandi gestir viti hver staðan er í raun. Á upplýsingafundi Almannavarna kom fram í máli Kristins Harðarsonar frá HS Orku kom fram að fyrirtækið hafi æft rýmingu, að starfsfólki inni á svæðinu hefði verið fækkað í ljósi stöðunnar en þau sem nauðsynlega þyrftu að vera þar gengju með gasmæli á sér. Svartsengi og Bláa lónið liggja saman. Hvernig getur staðist að annað fyrirtækið takmarki viðveru starfsfólk og líti á jarðhræringarnar sem raunverulega ógn, en hitt reynir að spila hættuna eins mikið niður og hægt er og lætur eins og ekkert sé? Yfirvöld eru ekki að standa sig í því að koma upplýsingum á framfæri til ferðamanna. Á vefsíðu Safetravel eru engar upplýsingar um hættu á eldgosi og upplýsingar á vefsíðu Veðurstofunnar eru óaðgengilegar og henta helst þeim sem þekkja vel til jarðfræði landsins en síður hinum venjulega ferðamanni. Orðspor landsins er í hættu. Komum fram við ferðamenn eins og fólk! Ég vil ítreka áskorun mína til Almannavarna um að láta loka Bláa lóninu strax. Ferðamannastöðum hefur verið lokað af miklu minna tilefni en þessu. Við erum að glíma við áður óþekkt ástand. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að okkar helstu sérfræðingar eru ósammála um verstu mögulegu atburðarás á Reykjanesi. Eins er ljóst að jarðeðlisfræði er flókin fræðigrein og þrátt fyrir að við eigum marga af færustu sérfræðingum heims á þessu sviði þá hefur gengið illa að spá fyrir um eldvirkni á síðustu árum. Það er of mikið í húfi til að halda meðvirkni með rekstraraðilum Bláa lónsins áfram. Tökum ekki sénsinn og lokum lóninu undir eins! Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Slysavarnir Bláa lónið Ferðamennska á Íslandi Sveinn Gauti Einarsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. Það mætti halda að textinn sé hannaður til þess að að upplýsa eins lítið og hægt er og gera sem minnst úr áhættunni. Með réttu ætti eftirfarandi að koma fram til viðskiptavina lónsins: Kvikuinnskot er að eiga sér stað á 4-5 km dýpi undir lóninu. Innskotið getur leitt til eldgoss. Almannavarnir telja öruggt að heimsækja lónið og að hægt verði að segja til um eldgos með nokkurra klukkutíma fyrirvara. Ekki er hægt að útiloka að rýma þurfi Bláa lónið með hraði. Þrátt fyrir að Almannavarnir telji svæðið öruggt þá hefur Þorvaldur Þórðarson, einn okkar helstu vísindamanna í eldvirkni á Reykjanesskaga, varað við því að dekksta sviðsmynd sé að fyrirvari fyrir gos væru mínútur en ekki nokkrir klukkutímar. Bláa lónið setur ekki þessar upplýsingar á heimasíðuna. Þar á bæ er allt gert til þess að halda upplýsingum frá ferðamönnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins héldu því fram að allir gestir væru upplýstir um stöðu mála við komuna á svæðið. Þegar fjölmiðlar mættu á staðinn til að ræða við ferðamenn kom í ljós að þetta var ósatt. Ferðamennirnir höfðu engar upplýsingar fengið um jarðhræringar við komuna í lónið. Á síðustu árum höfum við náð að byggja upp ferðaþjónustu sem er nú orðinn en helsta atvinnugrein landsins. Svona framkoma eins og forsvarsfólk Bláa lónsins sýnir er ekkert nema vanvirðing við þá gesti sem velja að sækja landið okkar heim. Við eigum að sjálfsögðu að upplýsa um stöðu mála þegar kemur að náttúruöflunum. Stjórnendur Bláa lónsins vita að ef ferðamenn vissu í raun hver staðan er þá veldu þau annan stað til að baða sig með tilheyrandi áhrif á veltu fyrirtækisins. Þess vegna er allt gert til að koma í veg fyrir að tilvonandi gestir viti hver staðan er í raun. Á upplýsingafundi Almannavarna kom fram í máli Kristins Harðarsonar frá HS Orku kom fram að fyrirtækið hafi æft rýmingu, að starfsfólki inni á svæðinu hefði verið fækkað í ljósi stöðunnar en þau sem nauðsynlega þyrftu að vera þar gengju með gasmæli á sér. Svartsengi og Bláa lónið liggja saman. Hvernig getur staðist að annað fyrirtækið takmarki viðveru starfsfólk og líti á jarðhræringarnar sem raunverulega ógn, en hitt reynir að spila hættuna eins mikið niður og hægt er og lætur eins og ekkert sé? Yfirvöld eru ekki að standa sig í því að koma upplýsingum á framfæri til ferðamanna. Á vefsíðu Safetravel eru engar upplýsingar um hættu á eldgosi og upplýsingar á vefsíðu Veðurstofunnar eru óaðgengilegar og henta helst þeim sem þekkja vel til jarðfræði landsins en síður hinum venjulega ferðamanni. Orðspor landsins er í hættu. Komum fram við ferðamenn eins og fólk! Ég vil ítreka áskorun mína til Almannavarna um að láta loka Bláa lóninu strax. Ferðamannastöðum hefur verið lokað af miklu minna tilefni en þessu. Við erum að glíma við áður óþekkt ástand. Það hefur komið fram í fjölmiðlum að okkar helstu sérfræðingar eru ósammála um verstu mögulegu atburðarás á Reykjanesi. Eins er ljóst að jarðeðlisfræði er flókin fræðigrein og þrátt fyrir að við eigum marga af færustu sérfræðingum heims á þessu sviði þá hefur gengið illa að spá fyrir um eldvirkni á síðustu árum. Það er of mikið í húfi til að halda meðvirkni með rekstraraðilum Bláa lónsins áfram. Tökum ekki sénsinn og lokum lóninu undir eins! Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun