Huldumenn frömdu hópárás við frisbígolfvöll Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2023 08:41 Árásin var framin við frisbýgolfvöll. Þessi frisbýgolfari tengist henni ekki. Getty/Fug4s Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás við frisbígolfvöll í Reykjavík. Árásina framdi hann í félagi með „óþekktum aðilum.“ Maðurinn, sem var aðeins sautján ára gamall þegar árásin var framin í júlí árið 2021, var ákærður fyrir að hafa veist að manni með ofbeldi og slegið hann með krepptum hnefa í andlit og búk, og í félagi með óþekktum aðilum sparkað í hann þar sem hann lá á jörðinni, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á framhandlegg, mar á höfði, mar á hálsi, mar á bol og rof á hljóðhimnu. Upphaflega heimfærði ákæruvaldið brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um stórfellda líkamsárás en undir rekstri málsins málsins var því breytt og bókað í þingbók að ákæruvaldið teldi háttsemina falla undir ákvæði um minniháttar líkamsárás. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir eignaspjöll og vopnalagabrot, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 12. febrúar 2022, haft í vörslum sínum úðavopn og kylfu og síðar sama kvöld slegið í útidyrahurð með kylfunni, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Brotaþoli krafðist 1,5 milljóna Maðurinn játaði brot sýn skýlaust og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakrafa brotaþola yrði lækkuð verulega. Fyrir hönd brotaþola var gerð miskabótakrafa upp á 1,5 milljónir króna. Málið var tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu og talið fullsannað með játningu mannsins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að maðurinn hafi verið mjög ungur að aldri þegar hann framdi brot sín, að hann hefði ekki áður gerst brotlegur við lög og skýlausrar játningar hans. Aftur á móti var litið til þess að hann hefði ráðist með ofbeldi á annan mann og þannig lagt líf hans í hættu. Ekki yrði annað séð en að að um tilefnislausa árás hafi verið að ræða, sem maðurinn framdi að auki í félagi við óþekkta aðila. Þá hafi líkamsárás hans verið til þess fallin að hafa nokkrar afleiðingar fyrir brotaþola, þar með talið andlegar. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar en fullnustu refsingar frestað og hún skilorðsbundin til tveggja ára. Þá segir í dóminum að með hliðsjón af sakarefni málsins, dómaframkvæmd og framlögðum gögnum sé að mati dómsins hæfilegt að maðurinn greiði brotaþola 350 þúsund krónur í miskabætur, með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 482 þúsund krónur í málskostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns upp á sömu krónutölu. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Maðurinn, sem var aðeins sautján ára gamall þegar árásin var framin í júlí árið 2021, var ákærður fyrir að hafa veist að manni með ofbeldi og slegið hann með krepptum hnefa í andlit og búk, og í félagi með óþekktum aðilum sparkað í hann þar sem hann lá á jörðinni, allt með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á framhandlegg, mar á höfði, mar á hálsi, mar á bol og rof á hljóðhimnu. Upphaflega heimfærði ákæruvaldið brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um stórfellda líkamsárás en undir rekstri málsins málsins var því breytt og bókað í þingbók að ákæruvaldið teldi háttsemina falla undir ákvæði um minniháttar líkamsárás. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir eignaspjöll og vopnalagabrot, með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 12. febrúar 2022, haft í vörslum sínum úðavopn og kylfu og síðar sama kvöld slegið í útidyrahurð með kylfunni, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Brotaþoli krafðist 1,5 milljóna Maðurinn játaði brot sýn skýlaust og krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa og að bótakrafa brotaþola yrði lækkuð verulega. Fyrir hönd brotaþola var gerð miskabótakrafa upp á 1,5 milljónir króna. Málið var tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu og talið fullsannað með játningu mannsins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að maðurinn hafi verið mjög ungur að aldri þegar hann framdi brot sín, að hann hefði ekki áður gerst brotlegur við lög og skýlausrar játningar hans. Aftur á móti var litið til þess að hann hefði ráðist með ofbeldi á annan mann og þannig lagt líf hans í hættu. Ekki yrði annað séð en að að um tilefnislausa árás hafi verið að ræða, sem maðurinn framdi að auki í félagi við óþekkta aðila. Þá hafi líkamsárás hans verið til þess fallin að hafa nokkrar afleiðingar fyrir brotaþola, þar með talið andlegar. Með hliðsjón af því var maðurinn dæmdur til þrjátíu daga fangelsisvistar en fullnustu refsingar frestað og hún skilorðsbundin til tveggja ára. Þá segir í dóminum að með hliðsjón af sakarefni málsins, dómaframkvæmd og framlögðum gögnum sé að mati dómsins hæfilegt að maðurinn greiði brotaþola 350 þúsund krónur í miskabætur, með vöxtum og dráttarvöxtum. Þá var manninum gert að greiða brotaþola 482 þúsund krónur í málskostnað og málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns upp á sömu krónutölu.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira