Húsið er í eigu þýska parsins, Matthias Troost og Claudia Troost, sem festu kaup á Kastalanum árið 2011. Síðan þá hafa þau skipt um glugga og steypt svalir ofan á þakið. Óskað er eftir tilboði í eignina.
Á vef fasteignasölu Vestfjarða kemur fram að húsið hafi upphaflega verið fyrr fyrir kaupfélagsstjóra í Kaupfélagi Nauteyrarhrepps. Auk þess var verslun, umferðarmiðstöð, símstöð og skóli.




Langþráður draumur Helgu Völu
„Er ekki einhver óreiðumanneskja í fjármálum sem væri til í að leyfa mér að eiga þetta hús og leyfa mér að dúllast við að gera það upp? Mig hefur dreymt um þetta í áratugi og er býsna flink í höndunum,“ skrifar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi þingflokksformaður, og deilir fasteigninni á Facebook síðu sinni.
Rúmlega hundrað ummæli eru við færsluna. Þar á meðal frá Vilhjálmi Hans Vilhjálmssyni hæstaréttarlögmanni, þekktur sem Villi Vill, sem segir að amma hans hafi alist upp í húsinu.
„Langafi mín og amma, Halldór Jónsson og Steinunn Jónsdóttir, áttu húsið, og þar ólst amma mín heitin Ragna Halldórsdóttir upp ásamt systkinum sínum m.a. Baldvini Halldórssyni heitnum, leikara,“ segir Villi.