„Hann hafði oft talað um að vilja fá einkanúmer á Porche’inn svo afmælið var kjörið tækifæri fyrir mig til að láta verða af þessu. Þetta hitti beint í mark og passar vel við poppstjörnu-vörumerkið hans að keyra um á merktum bíl,“ segir Gústi og hlær.
Hann segist þó þurfa að gæta þess að Patrik leggi bílnum samviskusamlega nú þegar bíllinn er auðþekkjanlegri en áður.
Gústi birti myndbrot á samfélagsmiðlinum TikTok sem sýndi viðbrögð Patriks þegar hann opnaði gjöfina. Óhætt er að segja að gjöfin hafi vakið mikla lukku.
Patrik keyrir um á hvítum Porsche Cayenne E-hybrid sportjeppa. Grunnverð fyrir slíkan bíl eru tæpar 16,5 milljónir. Bíllinn er af árgerðinni 2018.
Áður keyrði Patrik um á ljósblárri sportbifreið af tegundinni, Porsche Taycan, sem hann hefði helst viljað í bleikum lit. Grunnverð á slíkum bíl eru tæpar fjórtán milljónir króna hér á landi.