Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2023 23:09 Tvær bandarískar F-15 herþotur voru notaðar til að varpa sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Írans í Sýrlandi. EPA/DAVE NOLAN Bandaríkjamenn gerðu í kvöld loftárásir í austurhluta Sýrlands, sem sagðar eru hafa beinst gegn byltingarvörðum Írans og vígahópum sem Íran styður. Þá var bandarískur dróni skotinn niður af Hútum yfir Rauðahafinu. AP fréttaveitan hefur eftir Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna að árásirnar hafi verið gerðar með tveimur F-15 herþotum og þær hafi beinst að vopnageymslu byltingarvarða Írans í Sýrlandi. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst hafa tugir árása verið gerðar á hersveitir Bandaríkjanna í Sýrlandi og í Írak og hafa hópar sem tengjast Íran gert þær árásir. Austin sagði í yfirlýsingu í kvöld að Bandaríkjamenn muni gera frekari loftárásir, hætti árásirnar á herstöðvar Bandaríkjanna ekki. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd. Following a series of attacks against U.S. persons in Iraq and Syria, U.S. Central Command (USCENTCOM) forces conducted an air strike against a facility in Syria used by Iran s Islamic Revolutionary Guard Corps (IRGC) and affiliated groups. We will take all necessary measures to pic.twitter.com/KoLGWbnaxo— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023 Skutu niður dróna Bandarískur dróni af gerðinni MQ-9 Reaper var skotinn niður yfir Rauðahafi í dag. Dróninn er sagður hafa verið skotinn niður af Hútum í Jemen. Hútar hafa skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að Ísrael undanfarinn mánuð. Áhöfn bandarísks herskip skaut niður nokkrar af þessum eldflaugum í síðasta mánuði. Hútar, sem eru studdir af Íran, eins og Hamas-samtökin og Hezbollah, hafa háð blóðuga uppreisn gegn yfirvöldum í Jemen um árabil. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Talsmaður Húta skrifaði á X í kvöld að dróninn hefði verið skotinn niður með ótilgreindu loftvarnarkerfi. Bandaríkjamenn segja drónann hafa verið í alþjóðlegri lofthelgi, samkvæmt frétt CBS News. The drone was shot down by an appropriate weapon. The Yemeni Armed Forces affirm its legitimate right to defend the country and confront all hostile threats.— Yahya Sare'e (@Yahya_Saree) November 8, 2023 MQ-9 drónar eru þessa dagana að mestu notaðir til eftirlits og upplýsingasöfnunar en þeir geta verið notaðir til að gera loftárásir. Drónarnir kosta um þrjátíu milljónir dala en þetta er í minnst annað sinn sem Hútar skjóta slíkan dróna niður. Síðast gerðu þeir það árið 2019. Hnykla vöðvana Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sent tvö flugmóðurskip til austurhluta Miðjarðarhafsins. Hann og aðrir í ríkisstjórn hans hafa ítrekað varað Íran og vígahópa sem Íranar styðja við því að reyna að nýta sér stríðið milli Ísrael og Hamas. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum tilkynntu fyrr í vikunni að kafbáti sem getur borið kjarnorkuvopn hefði verið siglt á svæðið og fyrr í kvöld voru birtar myndir af sprengjuflugvél og tveimur herþotum á flugi, einhversstaðar í heimshlutanum. On November 8, 2023, and for the second time in three days, a U.S. B-1 Lancer conducted a mission over the U.S. Central Command area of responsibility. U.S. F-16s escorted the bomber. pic.twitter.com/VsXYPyEWsZ— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023 Sýrland Bandaríkin Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna að árásirnar hafi verið gerðar með tveimur F-15 herþotum og þær hafi beinst að vopnageymslu byltingarvarða Írans í Sýrlandi. Bandarískir hermenn hafa verið í austurhluta Sýrlands frá 2015. Þar hafa þeir tekið þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í samstarfi við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlandi. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst hafa tugir árása verið gerðar á hersveitir Bandaríkjanna í Sýrlandi og í Írak og hafa hópar sem tengjast Íran gert þær árásir. Austin sagði í yfirlýsingu í kvöld að Bandaríkjamenn muni gera frekari loftárásir, hætti árásirnar á herstöðvar Bandaríkjanna ekki. Byltingarverðir Íran, sem er stærsta og valdamesta deild hers landsins, heyrir eingöngu undir Ayatollah Ali Khamenei, æðstaklerk Íran, sem stjórnar landinu. Þeir hafa lengi verið í Íran og flytja þessar hersveitir meðal annars vopn til vígahópa sem yfirvöld í Íran styðja víðsvegar um Mið-Austurlönd. Following a series of attacks against U.S. persons in Iraq and Syria, U.S. Central Command (USCENTCOM) forces conducted an air strike against a facility in Syria used by Iran s Islamic Revolutionary Guard Corps (IRGC) and affiliated groups. We will take all necessary measures to pic.twitter.com/KoLGWbnaxo— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023 Skutu niður dróna Bandarískur dróni af gerðinni MQ-9 Reaper var skotinn niður yfir Rauðahafi í dag. Dróninn er sagður hafa verið skotinn niður af Hútum í Jemen. Hútar hafa skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að Ísrael undanfarinn mánuð. Áhöfn bandarísks herskip skaut niður nokkrar af þessum eldflaugum í síðasta mánuði. Hútar, sem eru studdir af Íran, eins og Hamas-samtökin og Hezbollah, hafa háð blóðuga uppreisn gegn yfirvöldum í Jemen um árabil. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Talsmaður Húta skrifaði á X í kvöld að dróninn hefði verið skotinn niður með ótilgreindu loftvarnarkerfi. Bandaríkjamenn segja drónann hafa verið í alþjóðlegri lofthelgi, samkvæmt frétt CBS News. The drone was shot down by an appropriate weapon. The Yemeni Armed Forces affirm its legitimate right to defend the country and confront all hostile threats.— Yahya Sare'e (@Yahya_Saree) November 8, 2023 MQ-9 drónar eru þessa dagana að mestu notaðir til eftirlits og upplýsingasöfnunar en þeir geta verið notaðir til að gera loftárásir. Drónarnir kosta um þrjátíu milljónir dala en þetta er í minnst annað sinn sem Hútar skjóta slíkan dróna niður. Síðast gerðu þeir það árið 2019. Hnykla vöðvana Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur sent tvö flugmóðurskip til austurhluta Miðjarðarhafsins. Hann og aðrir í ríkisstjórn hans hafa ítrekað varað Íran og vígahópa sem Íranar styðja við því að reyna að nýta sér stríðið milli Ísrael og Hamas. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum tilkynntu fyrr í vikunni að kafbáti sem getur borið kjarnorkuvopn hefði verið siglt á svæðið og fyrr í kvöld voru birtar myndir af sprengjuflugvél og tveimur herþotum á flugi, einhversstaðar í heimshlutanum. On November 8, 2023, and for the second time in three days, a U.S. B-1 Lancer conducted a mission over the U.S. Central Command area of responsibility. U.S. F-16s escorted the bomber. pic.twitter.com/VsXYPyEWsZ— U.S. Central Command (@CENTCOM) November 8, 2023
Sýrland Bandaríkin Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira