Minnisvarði um Fiskidaginn mikla verði afhjúpaður á næsta ári Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2023 08:37 Frá stórtónleikum Fiskidagsins mikla á Dalvík í ágúst síðastliðnum. Viktor Freyr Sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar vill láta reisa minnisvarða um bæjarhátíðina Fiskidaginn mikla sem afhjúpaður yrði á næsta ári. Greint var frá því um síðustu helgi að ákveðið hefði verið að hátíðin hefði nú verið haldin í síðasta sinn. Á fundi sveitarstjórnar á þriðjudag lagði forseti sveitarstjórnar fram tillögu þessa efnis sem samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum. Þar eru þeim Júlíusi Júlíussyni, Þorsteini Má Aðalsteinssyni, Óskari Óskarssyni, Guðmundi St. Jónssyni, Sigurði Jörgen Óskarsyni og Gunnari Aðalbjörnssyni færðar sérstakar þakkir fyrir fyrir styrka stjórn og ómælda vinnu við þessa „stórmerkilegu hátíð“ Fiskidaginn mikla. „Í þakklætisskyni vill sveitarstjórn fá ykkur til samstarfs um að reisa minnisvarða um Fiskidaginn Mikla sem reistur yrði og afhjúpaður 2024," segir í tillögunni. Hafi bætt ímynd Dalvíkur Í bókuninni þakkar sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar stjórn Fiskidagsins mikla fyrir samstarfið gegnum árin. „Fiskidagurinn Mikli hefur á undanförnum árum bætt ímynd Dalvíkurbyggðar, verið stolt íbúa, glatt fjölmarga gesti, endurspeglað fjölbreytt menningarlíf og vakið athygli á gestrisni íbúa.Starfsfólk og íbúar Dalvíkurbyggðar hafa lagt til óteljandi stundir til að gera hátíðina sem best úr garði gerða. Við það bætist vinir og gestir Fiskidagsins, fjölmargir bakhjarlar, styrktaraðilar og fyrirtæki. Sameiginlega gerðum við hátíðina þá stærstu á Íslandi. Dalvíkurbyggð mun sakna þess krafts, samheldni og kærleiks sem fylgdi Fiskideginum Mikla. Þakkir fá allir sem komu að eða heimsóttu Dalvíkurbyggð í 20 skipti Fiskidagsins Mikla,“ segir í bókuninni. Auknar öryggiskröfur Stjórn Fiskidagsins mikla greindi frá því í tilkynningu á sunnudaginn að eftir mat á stöðu mála og ítarlegar umræður við undirbúning á áður fyrirhuguðum Fiskideginum mikla árið 2024 hafi var ákveðið að hann yrði ekki haldinn á ný. „Ákvörðun um að hætta er því tekin með sorg og söknuð í hjörtum þeirra sem að einstakri samkomu hafa staðið alls tuttugu sinnum frá 2001 til 2023,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur í tilkynningunni að ástæðan sé sú að mikil ábyrgð hvíli á stjórn Fiskidagsins, sem skipuleggur samkomuna og heldur henni gangandi í sjálfboðavinnu. „Sú ábyrgð hefur aukist verulega á allra síðustu árum með tilheyrandi kröfum um aukna öryggis- og löggæslu. Öryggisgæsla var mun meiri í ár en sést hefur áður og þar með jókst líka kostnaður við að uppfylla margvíslegar en réttmætar kröfur um öryggismál af ýmsu tagi,“ segir í tilkynningu. „Þá ber að nefna að annar kostnaður, svo sem verð á aðföngum af flestu tagi, hefur rokið upp úr öllu valdi,“ segir jafnframt. Fiskidagurinn mikli var haldinn árlega frá 2001 til 2019. Eftir þriggja ára COVID-hlé var ákveðið að blása á ný til Fiskidagsins mikla í ágúst 2023. Gróflega má ætla að gestir Fiskidagsins mikla hafi frá upphafi verið um 600 þúsund talsins. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Tryllti lýðinn með Tinu Turner Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra. 14. ágúst 2023 15:32 Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Á fundi sveitarstjórnar á þriðjudag lagði forseti sveitarstjórnar fram tillögu þessa efnis sem samþykkt var með sjö samhljóða atkvæðum. Þar eru þeim Júlíusi Júlíussyni, Þorsteini Má Aðalsteinssyni, Óskari Óskarssyni, Guðmundi St. Jónssyni, Sigurði Jörgen Óskarsyni og Gunnari Aðalbjörnssyni færðar sérstakar þakkir fyrir fyrir styrka stjórn og ómælda vinnu við þessa „stórmerkilegu hátíð“ Fiskidaginn mikla. „Í þakklætisskyni vill sveitarstjórn fá ykkur til samstarfs um að reisa minnisvarða um Fiskidaginn Mikla sem reistur yrði og afhjúpaður 2024," segir í tillögunni. Hafi bætt ímynd Dalvíkur Í bókuninni þakkar sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar stjórn Fiskidagsins mikla fyrir samstarfið gegnum árin. „Fiskidagurinn Mikli hefur á undanförnum árum bætt ímynd Dalvíkurbyggðar, verið stolt íbúa, glatt fjölmarga gesti, endurspeglað fjölbreytt menningarlíf og vakið athygli á gestrisni íbúa.Starfsfólk og íbúar Dalvíkurbyggðar hafa lagt til óteljandi stundir til að gera hátíðina sem best úr garði gerða. Við það bætist vinir og gestir Fiskidagsins, fjölmargir bakhjarlar, styrktaraðilar og fyrirtæki. Sameiginlega gerðum við hátíðina þá stærstu á Íslandi. Dalvíkurbyggð mun sakna þess krafts, samheldni og kærleiks sem fylgdi Fiskideginum Mikla. Þakkir fá allir sem komu að eða heimsóttu Dalvíkurbyggð í 20 skipti Fiskidagsins Mikla,“ segir í bókuninni. Auknar öryggiskröfur Stjórn Fiskidagsins mikla greindi frá því í tilkynningu á sunnudaginn að eftir mat á stöðu mála og ítarlegar umræður við undirbúning á áður fyrirhuguðum Fiskideginum mikla árið 2024 hafi var ákveðið að hann yrði ekki haldinn á ný. „Ákvörðun um að hætta er því tekin með sorg og söknuð í hjörtum þeirra sem að einstakri samkomu hafa staðið alls tuttugu sinnum frá 2001 til 2023,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur í tilkynningunni að ástæðan sé sú að mikil ábyrgð hvíli á stjórn Fiskidagsins, sem skipuleggur samkomuna og heldur henni gangandi í sjálfboðavinnu. „Sú ábyrgð hefur aukist verulega á allra síðustu árum með tilheyrandi kröfum um aukna öryggis- og löggæslu. Öryggisgæsla var mun meiri í ár en sést hefur áður og þar með jókst líka kostnaður við að uppfylla margvíslegar en réttmætar kröfur um öryggismál af ýmsu tagi,“ segir í tilkynningu. „Þá ber að nefna að annar kostnaður, svo sem verð á aðföngum af flestu tagi, hefur rokið upp úr öllu valdi,“ segir jafnframt. Fiskidagurinn mikli var haldinn árlega frá 2001 til 2019. Eftir þriggja ára COVID-hlé var ákveðið að blása á ný til Fiskidagsins mikla í ágúst 2023. Gróflega má ætla að gestir Fiskidagsins mikla hafi frá upphafi verið um 600 þúsund talsins.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Tryllti lýðinn með Tinu Turner Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra. 14. ágúst 2023 15:32 Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Tryllti lýðinn með Tinu Turner Formaður Flokks fólksins tók lagið á Fiskidagstónleikunum á Dalvík um helgina. Inga söng eitt vinsælasta lag söngkonunnar Tinu Turner. Óhætt er að segja að það hafi vakið mikla lukku viðstaddra. 14. ágúst 2023 15:32
Myndaveisla: Fyrstu Fiskidagstónleikarnir í fjögur ár Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur á Dalvík í gær í fyrsta skipti síðan árið 2019. Lífleg dagskrá hefur verið í bænum í aðdraganda hátíðarinnar sem náði hápunkti í gærkvöld með Fiskidagstónleikunum. 13. ágúst 2023 17:43