Baunar á ráðherra vegna bjargarlauss fanga í geðrofi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2023 09:52 Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu - félags fanga. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga, gagnrýnir heilbrigðiskerfið harðlega vegna fanga í geðrænum vanda sem fær ekki inni á bráðageðdeild Landspítalans. Hann segir að bregðast þurfi tafarlaust við og segir ástandið gerast á vakt Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. RÚV greindi fyrst frá en um er að ræða rúmlega þrítugan karlmann sem hefur setið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni og glímir við mikla andlega erfiðleika. Guðmundur Ingi segir í færslu á Facebook að manninum hafi hrakað verulega. „Þegar ég ræddi við hann í síðustu viku varð mér ljóst að maðurinn væri kominn á það stig að nú yrði hreinlega að bregðast við. Hann var í geðrofi, með ranghugmyndir, og veit ekki hvar hann er. Hann er hræddur, grætur mikið og er einfaldlega ekki sami maður og áður. Tónninn í orðum hans eins og hjá öllum öðrum sem hafa endað á að verða sjálfum sér og öðrum hættulegur. Hann er því líklegur til að ráðast á samfanga, fangaverði eða hreinlega svipta sig lífi.“ Fjallað var um veikan fanga í Kompás á Vísi í apríl. Þar kom fram að á hverjum tíma séu hátt í átta fangar sem þola ekki afplánun og ættu að vera í sértækum úrræðum. Guðmundur segist í framhaldinu hafa sent tölvupóst, í nafni Afstöðu, á alla þá sem taldi að gætu aðstoðað, „Í kjölfarið fóru hjólin að snúast og fagfólk Fangelsismálastofnunar vann alla helgina við að senda erindi út og suður en allt kom fyrir ekki. Bráðageðdeild Landspítala neitaði að taka við unga manninum nema gegn skilyrðum um að einkennisklæddir fangaverðir væru yfir honum allan tímann. Sú stofnun sem ber ábyrgð á gæsluvarðhaldinu, þ.e. lögreglan, neitar að óska eftir því við dómara að breyta úrskurði sínum á þann veg að vista eigi unga manninn á viðeigandi stofnun nema að undangengnu mati lækna bráðageðdeildar um að hann sé í geðrofi. Þarna eru því hendur nokkurra stofnana upp á móti hverri annarri sem að sjálfsögðu bitnar mest á unga manninum.“ Guðmundur Ingi segir málið hafa fengið mikið á sig. „Það er með ólíkindum að það séu enn í dag svo miklir fordómar í kerfinu okkar gagnvart jaðarsettu fólki. Ég fullyrði að margítrekað sé brotið á mannréttindum þessa unga manns sem fær ekki þá læknisaðstoð sem hann þarf. Til hvers eru geðdeildir landsins ef þær lokaðar andlega veiku fólki sem getur verið hættulegt sér og öðrum? Fær ekki starfsfólk geðdeilda kennslu og þjálfun í því að sinna veikum einstaklingum? Það er alveg á hreinu að geðdeildir landsins vísa veiku fólki frá, sama hversu oft því er neitað. Það er líka frávísun þrátt fyrir að einstaklingurinn fái að vera á deildinni í fáeinar klukkustundir.“ Guðmundur Ingi segist hugsi yfir stefnu og stöðu heilbrigðismála á Íslandi. Hann geti ekki sætt sig við það að stjórnendur geðdeilda mæti í fjölmiðla og haldi því blákalt fram að engum sé vísað frá þegar það er ítrekað staðfest að um ósannsögli er að ræða. „Ég skora á heilbrigðisráðherra að gera eitthvað í málunum. Ekki setja á fót starfshóp sem skila á tillögum eftir þrjú ár. Það þarf að bregðast tafarlaust við. Þetta er á þinni vakt Willum Þór Þórsson!“ Guðmundur Ingi þakkar fangelsisyfirvöldum fyrir ótrúlega fagleg viðbrögð og hvernig þau hafi unnið að málinu undanfarna viku. Snúist fyrst og fremst um að tryggja öryggi Í Kompás á Vísi í apríl var fjallað um veika fanga og meðal annars rætt við Nönnu Briem, framkvæmdastjóra geðþjónustu Landspítalans. Hún hafnaði því að spítalinn neiti föngum um þjónustu. „Nei. Og það er í rauninni einfaldasta svarið, við gerum það ekki,“ sagði Nanna Briem á Vísi í apríl. Aðspurð hvers vegna því væri haldið fram að geðdeildirnar tækju ekki við þessum hópi sagði hún um misskilning sé að ræða sem gæti verið byggður á nokkrum þáttum. „Ég hef velt þessu fyrir mér. Ég held að það sé þannig að aðstaðan í fangelsunum er ekki góð fyrir ákveðinn hóp fanga. Ég held að það sé hluti af skýringunni. Ég held líka að það sé ákveðið skilningsleysi á báða bóga. Það er skilningsleysi á hlutverk Landspítala er og svo er ég ekki í neinum vafa um að við getum alltaf gert betur.“ Hún sagði starfsfólk geðdeilda meta þá skjólstæðinga sem leiti til deildanna. Matið byggði á geðrænu ástandi þeirra, en líka á félagslegum aðstæðum viðkomandi. „Innlagnir á bráða- og legudeildir hjá okkur snúa fyrst og fremst um að tryggja öryggi. Ef einkenni eru svo alvarleg að viðkomandi eða öðrum er hætta búin og ekki hægt að veita nægilegan stuðning í því umhverfi sem hann býr við, þá er það forsenda fyrir því að leggja einstakling inn.“ Heilbrigðismál Fangelsismál Geðheilbrigði Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá en um er að ræða rúmlega þrítugan karlmann sem hefur setið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni og glímir við mikla andlega erfiðleika. Guðmundur Ingi segir í færslu á Facebook að manninum hafi hrakað verulega. „Þegar ég ræddi við hann í síðustu viku varð mér ljóst að maðurinn væri kominn á það stig að nú yrði hreinlega að bregðast við. Hann var í geðrofi, með ranghugmyndir, og veit ekki hvar hann er. Hann er hræddur, grætur mikið og er einfaldlega ekki sami maður og áður. Tónninn í orðum hans eins og hjá öllum öðrum sem hafa endað á að verða sjálfum sér og öðrum hættulegur. Hann er því líklegur til að ráðast á samfanga, fangaverði eða hreinlega svipta sig lífi.“ Fjallað var um veikan fanga í Kompás á Vísi í apríl. Þar kom fram að á hverjum tíma séu hátt í átta fangar sem þola ekki afplánun og ættu að vera í sértækum úrræðum. Guðmundur segist í framhaldinu hafa sent tölvupóst, í nafni Afstöðu, á alla þá sem taldi að gætu aðstoðað, „Í kjölfarið fóru hjólin að snúast og fagfólk Fangelsismálastofnunar vann alla helgina við að senda erindi út og suður en allt kom fyrir ekki. Bráðageðdeild Landspítala neitaði að taka við unga manninum nema gegn skilyrðum um að einkennisklæddir fangaverðir væru yfir honum allan tímann. Sú stofnun sem ber ábyrgð á gæsluvarðhaldinu, þ.e. lögreglan, neitar að óska eftir því við dómara að breyta úrskurði sínum á þann veg að vista eigi unga manninn á viðeigandi stofnun nema að undangengnu mati lækna bráðageðdeildar um að hann sé í geðrofi. Þarna eru því hendur nokkurra stofnana upp á móti hverri annarri sem að sjálfsögðu bitnar mest á unga manninum.“ Guðmundur Ingi segir málið hafa fengið mikið á sig. „Það er með ólíkindum að það séu enn í dag svo miklir fordómar í kerfinu okkar gagnvart jaðarsettu fólki. Ég fullyrði að margítrekað sé brotið á mannréttindum þessa unga manns sem fær ekki þá læknisaðstoð sem hann þarf. Til hvers eru geðdeildir landsins ef þær lokaðar andlega veiku fólki sem getur verið hættulegt sér og öðrum? Fær ekki starfsfólk geðdeilda kennslu og þjálfun í því að sinna veikum einstaklingum? Það er alveg á hreinu að geðdeildir landsins vísa veiku fólki frá, sama hversu oft því er neitað. Það er líka frávísun þrátt fyrir að einstaklingurinn fái að vera á deildinni í fáeinar klukkustundir.“ Guðmundur Ingi segist hugsi yfir stefnu og stöðu heilbrigðismála á Íslandi. Hann geti ekki sætt sig við það að stjórnendur geðdeilda mæti í fjölmiðla og haldi því blákalt fram að engum sé vísað frá þegar það er ítrekað staðfest að um ósannsögli er að ræða. „Ég skora á heilbrigðisráðherra að gera eitthvað í málunum. Ekki setja á fót starfshóp sem skila á tillögum eftir þrjú ár. Það þarf að bregðast tafarlaust við. Þetta er á þinni vakt Willum Þór Þórsson!“ Guðmundur Ingi þakkar fangelsisyfirvöldum fyrir ótrúlega fagleg viðbrögð og hvernig þau hafi unnið að málinu undanfarna viku. Snúist fyrst og fremst um að tryggja öryggi Í Kompás á Vísi í apríl var fjallað um veika fanga og meðal annars rætt við Nönnu Briem, framkvæmdastjóra geðþjónustu Landspítalans. Hún hafnaði því að spítalinn neiti föngum um þjónustu. „Nei. Og það er í rauninni einfaldasta svarið, við gerum það ekki,“ sagði Nanna Briem á Vísi í apríl. Aðspurð hvers vegna því væri haldið fram að geðdeildirnar tækju ekki við þessum hópi sagði hún um misskilning sé að ræða sem gæti verið byggður á nokkrum þáttum. „Ég hef velt þessu fyrir mér. Ég held að það sé þannig að aðstaðan í fangelsunum er ekki góð fyrir ákveðinn hóp fanga. Ég held að það sé hluti af skýringunni. Ég held líka að það sé ákveðið skilningsleysi á báða bóga. Það er skilningsleysi á hlutverk Landspítala er og svo er ég ekki í neinum vafa um að við getum alltaf gert betur.“ Hún sagði starfsfólk geðdeilda meta þá skjólstæðinga sem leiti til deildanna. Matið byggði á geðrænu ástandi þeirra, en líka á félagslegum aðstæðum viðkomandi. „Innlagnir á bráða- og legudeildir hjá okkur snúa fyrst og fremst um að tryggja öryggi. Ef einkenni eru svo alvarleg að viðkomandi eða öðrum er hætta búin og ekki hægt að veita nægilegan stuðning í því umhverfi sem hann býr við, þá er það forsenda fyrir því að leggja einstakling inn.“
Heilbrigðismál Fangelsismál Geðheilbrigði Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira