Hefur enn ekki fengið svör um byssukaup Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2023 06:45 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði fyrirspurn sína aftur fram á nýju þingi. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata furðar sig á því að sér hafi ekki borist svör frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn sinni um vopnakaup lögreglu. Fyrirspurnin var lögð fram í maí og svo aftur á nýju þingi. Ráðuneytið segir svara að vænta 15. nóvember, degi eftir sérstaka umræðu um málið á þingi. „Samkvæmt lögum hefur ráðherra fimmtán daga til þess að svara fyrirspurnum. Nú eru komnir fimm mánuðir síðan,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hún óskaði í maí síðastliðnum eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. „Það sem gerist náttúrulega í millitíðinni er að þing er rofið, en ég ítrekaði spurninguna í september og ráðuneytið hefur haft þetta inni á sínu borði síðan í maí,“ segir Arndís. Þegar fyrirspurnin var lögð fram var Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af honum þann 18. júní síðastliðinn. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna málsins kemur fram að heimild hafi verið veitt fyrir frestun á svari á þingfundi á mánudag síðastliðinn. Unnið sé að svari í ráðuneytinu og gert sé ráð fyrir því að svarið verði tilbúið fyrir veittan frest þann 15. nóvember. „Þetta ætti náttúrulega bara að liggja fyrir,“ segir Arndís Anna. „Þetta eru spurningar um tölulegar upplýsingar og staðreyndir sem eiga að liggja fyrir.“ Það er töluverður tími síðan og ráðherraskipti í millitíðinni. Hefur þessi umræða gleymst? „Ég ímynda mér kannski að ráðherra sé að vona það. En ég held það svo sannarlega ekki. Á miðvikudag í næstu viku verður sérstök umræða í þinginu um vopnaburð lögreglu,“ segir Arndís. Hún segir það sæta furðu að svör ráðherra muni berast degi eftir þá umræðu. Ráðherra hafi vitað af umræðunni á þingi og segist Arndís ekki telja að um tilviljun sé að ræða. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Lögreglan Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22 Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
„Samkvæmt lögum hefur ráðherra fimmtán daga til þess að svara fyrirspurnum. Nú eru komnir fimm mánuðir síðan,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hún óskaði í maí síðastliðnum eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. „Það sem gerist náttúrulega í millitíðinni er að þing er rofið, en ég ítrekaði spurninguna í september og ráðuneytið hefur haft þetta inni á sínu borði síðan í maí,“ segir Arndís. Þegar fyrirspurnin var lögð fram var Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af honum þann 18. júní síðastliðinn. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna málsins kemur fram að heimild hafi verið veitt fyrir frestun á svari á þingfundi á mánudag síðastliðinn. Unnið sé að svari í ráðuneytinu og gert sé ráð fyrir því að svarið verði tilbúið fyrir veittan frest þann 15. nóvember. „Þetta ætti náttúrulega bara að liggja fyrir,“ segir Arndís Anna. „Þetta eru spurningar um tölulegar upplýsingar og staðreyndir sem eiga að liggja fyrir.“ Það er töluverður tími síðan og ráðherraskipti í millitíðinni. Hefur þessi umræða gleymst? „Ég ímynda mér kannski að ráðherra sé að vona það. En ég held það svo sannarlega ekki. Á miðvikudag í næstu viku verður sérstök umræða í þinginu um vopnaburð lögreglu,“ segir Arndís. Hún segir það sæta furðu að svör ráðherra muni berast degi eftir þá umræðu. Ráðherra hafi vitað af umræðunni á þingi og segist Arndís ekki telja að um tilviljun sé að ræða.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Lögreglan Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22 Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22
Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27