Fanginn fær innlögn en óvíst hve lengi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2023 12:24 Von er á fanganum á geðdeild Landspítalans í dag. Óvíst er hvað verður um hann eftir sólarhring þegar fangaverðir frá Fangelsismálastofnun geta ekki vaktað hann lengur. Vísir/Vilhelm Rúmlega þrítugur karlmaður sem á við geðrænan vanda að stríða er á leiðinni í innlögn á geðdeild Landspítalans í dag en óvíst er hve lengi. Forsenda innlagnar er sú að fangaverðir fylgja manninum til að gæta öryggis hans, annarra sjúklinga og starfsfólks geðdeildar. Fram kom á Vísi í morgun að geðdeild hefði hafnað að taka við fanganum án þess að einkennisklæddir fangaverðir væru með manninum. Formaður Afstöðu - félags fanga gagnrýndi heilbrigðiskerfið harðlega. Fanganum hefði verið haldið í einangrun á Litla-Hrauni í geðrofi. Þá sagði hann stofnanir hverja uppi á móti annarri sem bitni á fanganum og föngum með geðrænan vanda. „Það verður tekið við honum ef við erum með tvo fangaverði. Við vonumst til þess að fundin verði lausn innan sólarhrings,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fangelsismálastofnun hafi ekki mannafla til að sinna öryggisgæslu á öðrum stofnunum en í fangelsunum sjálfum. „Þetta snýst ekki um fjármagn. Það eru bara ekki til starfsmenn til að sinna þessu. Það er allt fullt í fangelsunum, mikill erill, margir í einangrun og við erum í fullum rekstri,“ segir Páll. Fjallað var um vandann sem snýr að föngum með geðræna vanda í Kompás á Vísi í apríl. Þar var sögð saga fanga með þroskaskerðingu sem vistaður er á öryggisgangi á Litla-Hrauni. „Það eru andlega veikir einstaklingar í fangelsum landsins. Ég myndi segja að þetta væru svona á bilinu fjórir til átta hverju sinni sem eiga ekki erindi í fangelsi,“ sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri í Kompás. Um væri að ræða fólk sem þurfi heilbrigðisþjónustu allan sólarhringinn sem er ekki í boði í fangelsum. Starfsfólk fangelsis væri ekki í stakk búið til að sinna þessum hópi. „Fangaverðir eru ekki menntaðir heilbrigðisstarfsmenn. Þeim hefur verið boðið upp á mjög slæmar aðstæður í mjög langan tíma. Við höfum verið með mjög marga og þeim fer fjölgandi þeim einstaklingum sem glíma við andleg veikindi. Geðheilsuteymið vissulega kom þarna inn fyrir nokkrum árum síðan en það vinnur ekki kraftaverk. Þannig þetta skiptir miklu máli og við höfum ekki náð miklum árangri í þessu í mörg ár og þetta hefur verið til umfjöllunar í áratugi. Eftirlitsaðilar hafa gert við þetta athugasemdir en við höfum sem samfélag ekki brugðist við.“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa, sem sett var á laggirnar árið 2019, sagði samstarf skorta milli fangelsa og Landspítala. „Það hafa verið einstaklingar þarna inni sem eru bara mjög veikir og mjög krefjandi. Starfsfólk gerir sitt besta og það kemst ekkert lengra með það. Við erum bara eins og ég segi, vitjanateymi, ráðgefandi teymi og getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil.“ Nanna Briem, framkvæmastjóri geðþjónustu Landspítalans, hafnaði því í viðtali við Kompás í apríl að fangelsin neituðu föngum um þjónustu. Stutta svarið væri nei. „Ég held að það sé þannig að aðstaðan í fangelsunum er ekki góð fyrir ákveðinn hóp fanga. Ég held að það sé hluti af skýringunni. Ég held líka að það sé ákveðið skilningsleysi á báða bóga. Það er skilningsleysi á hlutverk Landspítala er og svo er ég ekki í neinum vafa um að við getum alltaf gert betur.“ Innlagnir á bráða- og legudeildir sneru fyrst og fremst um að tryggja öryggi sjúklingsins, starfsfólks og annarra sjúklinga. Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu LandspítalaVísir „Ef einkenni eru svo alvarleg að viðkomandi eða öðrum er hætta búin og ekki hægt að veita nægilegan stuðning í því umhverfi sem hann býr við, þá er það forsenda fyrir því að leggja einstakling inn.“ Guðmundur Ingi, formaður Afstöðu, segir boltann hjá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra. „Það er með ólíkindum að það séu enn í dag svo miklir fordómar í kerfinu okkar gagnvart jaðarsettu fólki. Ég fullyrði að margítrekað sé brotið á mannréttindum þessa unga manns sem fær ekki þá læknisaðstoð sem hann þarf. Til hvers eru geðdeildir landsins ef þær lokaðar andlega veiku fólki sem getur verið hættulegt sér og öðrum? Fær ekki starfsfólk geðdeilda kennslu og þjálfun í því að sinna veikum einstaklingum? Það er alveg á hreinu að geðdeildir landsins vísa veiku fólki frá, sama hversu oft því er neitað. Það er líka frávísun þrátt fyrir að einstaklingurinn fái að vera á deildinni í fáeinar klukkustundir.“ Jón Gunnarsson þáverandi dómsmálaráðherra lagði í kjölfar umfjöllunar Kompás til sameiginlegt verkefni dómsmála-, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis. Verkefnið snerist um uppbyggingu á vistunarúrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda, þar sem þeir væru bæði taldir hættulegir sjálfur sér og öðrum. Fangelsismál Geðheilbrigði Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Fram kom á Vísi í morgun að geðdeild hefði hafnað að taka við fanganum án þess að einkennisklæddir fangaverðir væru með manninum. Formaður Afstöðu - félags fanga gagnrýndi heilbrigðiskerfið harðlega. Fanganum hefði verið haldið í einangrun á Litla-Hrauni í geðrofi. Þá sagði hann stofnanir hverja uppi á móti annarri sem bitni á fanganum og föngum með geðrænan vanda. „Það verður tekið við honum ef við erum með tvo fangaverði. Við vonumst til þess að fundin verði lausn innan sólarhrings,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Fangelsismálastofnun hafi ekki mannafla til að sinna öryggisgæslu á öðrum stofnunum en í fangelsunum sjálfum. „Þetta snýst ekki um fjármagn. Það eru bara ekki til starfsmenn til að sinna þessu. Það er allt fullt í fangelsunum, mikill erill, margir í einangrun og við erum í fullum rekstri,“ segir Páll. Fjallað var um vandann sem snýr að föngum með geðræna vanda í Kompás á Vísi í apríl. Þar var sögð saga fanga með þroskaskerðingu sem vistaður er á öryggisgangi á Litla-Hrauni. „Það eru andlega veikir einstaklingar í fangelsum landsins. Ég myndi segja að þetta væru svona á bilinu fjórir til átta hverju sinni sem eiga ekki erindi í fangelsi,“ sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri í Kompás. Um væri að ræða fólk sem þurfi heilbrigðisþjónustu allan sólarhringinn sem er ekki í boði í fangelsum. Starfsfólk fangelsis væri ekki í stakk búið til að sinna þessum hópi. „Fangaverðir eru ekki menntaðir heilbrigðisstarfsmenn. Þeim hefur verið boðið upp á mjög slæmar aðstæður í mjög langan tíma. Við höfum verið með mjög marga og þeim fer fjölgandi þeim einstaklingum sem glíma við andleg veikindi. Geðheilsuteymið vissulega kom þarna inn fyrir nokkrum árum síðan en það vinnur ekki kraftaverk. Þannig þetta skiptir miklu máli og við höfum ekki náð miklum árangri í þessu í mörg ár og þetta hefur verið til umfjöllunar í áratugi. Eftirlitsaðilar hafa gert við þetta athugasemdir en við höfum sem samfélag ekki brugðist við.“ Teymisstjóri Geðheilsuteymis fangelsa, sem sett var á laggirnar árið 2019, sagði samstarf skorta milli fangelsa og Landspítala. „Það hafa verið einstaklingar þarna inni sem eru bara mjög veikir og mjög krefjandi. Starfsfólk gerir sitt besta og það kemst ekkert lengra með það. Við erum bara eins og ég segi, vitjanateymi, ráðgefandi teymi og getum lítið stutt við þegar veikindin eru orðin svona mikil.“ Nanna Briem, framkvæmastjóri geðþjónustu Landspítalans, hafnaði því í viðtali við Kompás í apríl að fangelsin neituðu föngum um þjónustu. Stutta svarið væri nei. „Ég held að það sé þannig að aðstaðan í fangelsunum er ekki góð fyrir ákveðinn hóp fanga. Ég held að það sé hluti af skýringunni. Ég held líka að það sé ákveðið skilningsleysi á báða bóga. Það er skilningsleysi á hlutverk Landspítala er og svo er ég ekki í neinum vafa um að við getum alltaf gert betur.“ Innlagnir á bráða- og legudeildir sneru fyrst og fremst um að tryggja öryggi sjúklingsins, starfsfólks og annarra sjúklinga. Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu LandspítalaVísir „Ef einkenni eru svo alvarleg að viðkomandi eða öðrum er hætta búin og ekki hægt að veita nægilegan stuðning í því umhverfi sem hann býr við, þá er það forsenda fyrir því að leggja einstakling inn.“ Guðmundur Ingi, formaður Afstöðu, segir boltann hjá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra. „Það er með ólíkindum að það séu enn í dag svo miklir fordómar í kerfinu okkar gagnvart jaðarsettu fólki. Ég fullyrði að margítrekað sé brotið á mannréttindum þessa unga manns sem fær ekki þá læknisaðstoð sem hann þarf. Til hvers eru geðdeildir landsins ef þær lokaðar andlega veiku fólki sem getur verið hættulegt sér og öðrum? Fær ekki starfsfólk geðdeilda kennslu og þjálfun í því að sinna veikum einstaklingum? Það er alveg á hreinu að geðdeildir landsins vísa veiku fólki frá, sama hversu oft því er neitað. Það er líka frávísun þrátt fyrir að einstaklingurinn fái að vera á deildinni í fáeinar klukkustundir.“ Jón Gunnarsson þáverandi dómsmálaráðherra lagði í kjölfar umfjöllunar Kompás til sameiginlegt verkefni dómsmála-, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis. Verkefnið snerist um uppbyggingu á vistunarúrræði fyrir fanga sem glíma við alvarleg andleg veikindi og þá borgara sem þurfa á öryggisvistun að halda, þar sem þeir væru bæði taldir hættulegir sjálfur sér og öðrum.
Fangelsismál Geðheilbrigði Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira